Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 9
20. júlí 1984 - DAGUR - 9 8 - DAGUR - 20. júlí 1984 yíy all£l 0 — Spjallað við Sigríði Vigfúsdóttur tjaldvörð Blaðamenn Dags komu við á tjaldstœð- inu einn daginn í vik- unni. Pað var rjóma- logn og blíðskaparveð- ur eins og vera ber um miðjan júlí. Við leitum uppi tjaldstœðisvörð sem reyndist vera Sig- ríður Vigfúsdóttir. Hún sagði okkur að mjög margir hefðu heimsótt tjaldstæðið í sumar, og það væri áberandi hversu ís- lendingarnir væru orðnir stór hluti gesta. „Þeim finnst Akureyri vera al- gjör paradís, hitabelti. Þeir koma hingað og spyrja um veðurspána og ég segi: Sól, sól, bara sól og þá verða allir í góðu skapi. Það er voða gott, þá kvartar enginn, það nennir enginn að kvarta í góðu veðri, fólk vill bara liggja í móki.“ Við spurðum hvort yfir einhverju væri að kvarta. „Nei, fólk er upp til hópa mjög ánægt hérna. Aðstaðan er alveg ágæt, það mættu að vísu vera sturtur hérna, en það stendur til að gera heilmiklar breytingar á næstunni og þá batnar aðstaðan til muna. Það á að planta hér í rjóður og gera voða fínt.“ Texti: mþþ Tjaldstæðisvörðurínn Sigga segir útlendingana svelgja í sig sólarlagið. - Er einhver munur á íslend- ingum og útlendingum? „Útlendingar, sem að stærstum hluta eru Þjóðverjar og Frakkar, koma hingað fyrst og fremst til að ferðast og skoða sig um. Þeir eru allir í „The midnight sun“ þeir setja sig í stellingar um miðnættið og svelgja í sig sólarlagið. Maður verður heillaður af að horfa á þá. íslendingarnir eru misjafnir eins og gengur, það er mikið um fjöl- skyldur sem eru á hringveginum eða á ferðalögum almennt og þær gista fáar nætur, oft bara eina. Það er rólyndisfólk. Svo er alltaf eitthvað um fólk sem kemur hingað til Akureyrar til að sækj- ast eftir skemmtunum og það er í partíhugleiðingum og vill rabba fram eftir nóttu. Það hefur ekki verið ónæði hérna þrátt fyrir það.“ Sigríður sagði að oftast væru um 150-200 tjöld á tjaldstæðinu yfir nóttina, þó komst fjöldinn upp í 300 eina nótt fyrir skemmstu. En hvaða tungumál talar Sigríður aðallega við fólk frá hinum ýmsu þjóðum? „Ég bjarga mér mest á ensku. Ég hlusta á þýskuna, en reyni að segja sem stystar setningar, svo babla ég skandinavísku. Annars er ég ansi sterk í ítölskunni!“ mþþ Æ, hvað þessi blessuð sól getur gert mann- skepnuna ánœgða. Það verða allir eitthvað svo léttir og skemmtilegir, jafnvel þótt þeir séu leiðinlegir að upplagi. Reyna að segja brand- ara og það má alltaf hlæja, bara afþvíþessi guli hlýi hringur hangir þarna uppi í festing- unni. Og mennirnir brosa. íssala rýkur upp úr öllu valdi, það er enginn maður með mönnum nema hann sleiki ís um leið og hann virðir fyrir sér aðra menn sem líka eru sleikjandi ís. Einn af þessum margumtöluðu góðviðrisdögum brugðu blaða- menn sér niður á torg, aðallega til að sýna sig, en líka til að sjá aðra. Það var bara margt um manninn og aliir ósköp glaðir og sáttir við tilveruna. Af ávöxtun- um mátti þekkja Cosimo og sannast þar hið fornkveðna að sjaldan fellur Cosimo langt frá eplunum né heldur torginu. Það er nú meiri blessuð himnasend- ,Jndœlt fólk í kringum okkur Hjónin Valgeir Emilsson og LJnnur Kristinsdóttir Á vappi okkar um hjón í sólbaði og fannst trufla þau augnablik. sögðu þau Valgeir tjaldstœðið sáum við alveg gráupplagt að Það var nú allt í lagi, Sunnanvindur svaraðu mér . . . Trallala. Unnur og Valgeir fylgjast með ferðum sunnangolunnar góðu. Emilsson og Unnur Kristinsdóttir, sem sögðust upphaflega koma frá Reykjavík. Hugðust þau fara vest- ur á firði, en þoka og leiðindaveður kom í veg fyrir það. Þá ák- váðu þau að skreppa hingað til Akureyrar og sjá til hvað yrði úr. Þau hjón hafa dvalist hér í nokkra daga og líkaði dvölin vel. „Við höfum gengið töluvert um og skoðað. Við reynum alltaf að sjá sem mest þegar við erum að ferðast. Við höfum tekið eftir því að hér á Akureyri eru ákaf- lega vel hirtir garðar. Við höfum bara séð einn garð, sem ekki er vel hirtur.“ (Það skiptir svo sem engu máli hvar hann er, eða þannig.) Allt bara tiltölulega rólegt? „Já, það er mjög rólegt hérna, enginn hávaði á tjaldstæðinu, það er helst að heyrist í fuglum. Annars fórum við í Sjallann um helgina og þar var nú meiri há- vaðinn. Það er kannski ekkert að marka, við erum orðin svo gömul.“ Ekki vildum við blaða- snápar taka undir það og spurð- um hvort menn kynntust eitthvað er þeir byggju á tjaldstæðum? „Já, við gerum það yfirleitt og það hefur verið indælt fólk í kringum okkur þessa daga. Þau sögðu okkur af Frakka sem var einn í agnarlitlu tjaldi rétt hjá þeim. „Við bjóðum honum stundum í kaffi, hann er eitthvað svo einmannalegur, eins og hann sé að bíða eftir einhverjum.“ „Maður verður að vera með já- kvætt hugarfar á tjaldstæðum þá gengur allt miklu betur fyrir sig.“ Þið eruð ekkert farin að hugsa um að yfirgefa okkur? „Hún er nú komin með heim- þrá,“ sagði Valgeir. „Ég á lengra frí. Við sjáum bara til. Við þökkum spjallið og hverf- um á braut, þau leggja sig aftur í sólbaðsstellingarnar. „Það var suddi fyrir sunnan.“ ingin og þvílíkar breytingar sem við afdalamennirnir höfum orðið aðnjótandi. Ömmur okkar og afar sem fengu hálft epli á hverj- um jólum - en einkum þó epla- lykt - skilja varla blessuð barna- börnin þegar þau tala um kiwi og avocado og ég bara veit ekki hvað og hvað. En sem sagt Cosimo var hress, sagði þó að það væri lítið úrval hjá sér núna. Hann væri að bíða eftir ávaxta- sendingu. Það vill bara taka svo langan tíma. Við fikruðum okkur áfram upp að göngugötu og hittum hann Örn, hann sagði allt gott. „Ég er búinn að hjóla langleiðina til Dalvíkur í morgun,“ sagði hann og var hreykinn af afrekinu. Það eru nú meiri ósköpin sem hlaupa í menn þegar sólin skín. Við stöldruðum ögn fyrir utan verslun og fylgdumst með mann- Að hita vatn í kaffísopa. Kolbrún og Helena bíða eftir að suðan komi upp. ,fiér er fín aðstaða“ - segja þær stöllur Kolbrún og Helena Þær stöllur Helena og Kolbrún höfðu það ósköp rólegt fyrir utan tjaldið sitt, voru að hita vatn á gastœki. Eflaust í dulítinn kaffisopa. Þœr kváðust hafa kom- ið með rútufrá Reykja- vík og ætluðu að dvelja á tjaldstœðinu í viku, en þáfæru þær til baka aftur. Þetta er bara sumarfrí, þær eru báðar í vinnu í höfuðborginni og þá þýðir víst lítið annað en mæta á réttum tíma. „Þetta er voðalega fallegur staður. Við erum búnar að skoða okkur töluvert um. Lystigarðurinn er alveg ofsalega fallegur. Og það er líka fallegt í Kjarnaskógi." Hvernig er að búa á tjaldstæði? „Það er ekki yfir neinu að kvarta, hér er fín aðstaða og okk- ur líkar mjög vel. Af hverju komuð þið til Akur- evrar? „Ætli það sé ekki aðallega út af veðrinu. Maður heyrir alltaf góða veðurspá héðan.“ Og gætuð þið hugsað ykkur að koma aftur? „Já, það verður áreiðanlega." mþþ Myndir: KGA Af ávöxtunum þekktum við Cosimo. lífi, en það heitir mannlíf þegar fólk er á ferli fram og til baka án sýnilegs tilgangs og takmarks. Lítill gutti sat í kerru og beið móður sinnar er hafði skroppið inn í búð. Eitthvað fór honum að leiðast biðin, því sá stutti stökk úr kerru sinni og myndaðist við að aka af stað. Komst þó ekki langt, því enginn keyrir lengi á bremsunni einni saman, jafnvel þó í stuttbuxum sé og bara tveggja ára. En hvað ég vildi sagt hafa, kemur ekki maður gangandi yfir sjó og land í stökum jakka og terelynebuxum. Hann var svaka- lega vígalegur, með sólgleraugu og fyrrverandi herraklippingu. Stressarinn í hægri hendi gaf manninum smá virðuleikablæ, annars var maðurinn eins og köttur úti í mýri því annað fólk á ferli var svo litskrúðugt, gult og hvítt og hvað þeir heita þessir tískulitir í ár. Víkingurinn góði sem nýlega hefur sest að í göngu- götunni var heldur ekki í tískulit- unum. „Nei, ég eltist ekkert við tískuna og hef aldrei gert,“ sagði víkingurinn í stuttu spjalli við Dag. „Ég er eitthvað um 1.100 ára gamall og man nú marga fal- lega fíflana. Það held ég nú, það hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég man þá tíð er . . . . ,“ sagði víkingurinn í lok samtals- ins. Það var mjög stutt samtal. Eftir svart/hvítar lopasögur val- hoppuðum við niður Hafnar- stræti og hver kemur þá ekki á móti okkur nema hann Stein- grímur Óli. Hann er lesendum blaðsins að góðu kunnur. Eða það hlýtur að vera. Jæja, Steini, þú kemur að sunnan? „Ojú, ætli það ekki.“ Og hvað er títt hjá sunnan- mönnum? „Ætli það sé nokkuð!" Nema það væru rigningar? „Mikil ósköp, ætli það sé ekki suddi fyrir sunnan.“ Jæja, Steini, farnist þér vel og vertu þá sæll. „Já, ætli ég sé ekki að flýta mér. Verið þið sæl,“ og þar með var hann rokinn og við ákváðum í sameiningu að rjúka bara líka. en fólkið hélt áfram að vera í góðu skapi í góðu veðri í góðum bæ. Það er nú gott og blessað. mþþ Hann Örn ætlar að hjóla til Reykja- víkur. með rabarbara so® JOGURT JÓGÚRT g ” ; I' ■ Æ ' i’ (/ ■ RABARBARI RABARBARI RABARBARI RABARBARI 0g nú er jógúrt komið með rabarbara ' Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.