Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR -20. júlí 1984 hesta mennS Sör'aSSS:5i,an mikllla V_„*unnar heSts'verahámar djð að verd //ver var að segja að Sörlastaðir í Fnjóska- dal væru í eyði? Víst er ekki stundaður þar hefðbundinn búskapur lengur, en um fyrri helgi voru þar á annað hundrað sálir, um 50 manns og um eitt hundrað hross. Og um hverja einustu helgi er margt manna á Sörla- stöðum og jafnvel eru dæmi þess að hesta- menn dvelji þar með gæðinga sína við út- reiðar vikuna út. Það er Hestamannafélagið Léttir á Akureyri, sem hefur húsakost og ræktað land jarðarinnar á leigu. í vor tóku nokkrir áhugasamir félagar sig til og gerðu gangskör að því að endurbæta íbúðarhúsið og er það nú orðið hið vistlegasta til þessara þarfa. Og næsta sumar hyggjast Léttisfélag- ar bæta enn um betur. Nokkuð hefur skort á að allir Sörlastaðagestir hafi gengið „eins og menn“ um staðinn, en þar hafa fáir sett blett á orðstír annarra. Vonandi verður það úr sög- unni eftir að staðurinn hefur verið „endurreistur“. Margur er knár, þótt hann sé smár. Alfreð Pálsson og fleiri krakkar á hans aldri létu sitt ekki eftir liggja í ferðinni. 0 Mikið andskoti var það bratt Blaðamaður Dags átti þess kost að skreppa í Sörlastaði eina helgi með góðum félögum. „Leiðari" hópsins var Páll Alfreðsson, en meðal ann- arra voru Birgir Stefánsson, Örn Birgisson, Halldór Rafnsson, Þor- valdur Pétursson, Stefán Stefánsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Sigurður Jónsson, Gunnar Frímannsson, Jóhannes Sig- urjónsson, Hólmgeir Valdemarsson og Matthías Gestsson, svo einhverjir séu nú nefndir. Við lögðum af stað um kvöldmatarleytið á föstudegi í dumbungsveðri, en þurru. - Blessað- ur vertu, það skiptir engu máli hvernig veðrið er, þú verður aldrei svikinn af Sörlastaðaferð, sagði einn úr hópnum glaðbeittur þegar lagt var upp. Eflaust hafa margir orðið varir við ríðandi menn með stóra hrossahópa í rekstri á leiðinni frá Akureyri aust- ur yfir Eyjafjarðarbrýrnar síðdegis á Leiðarinn", hann Páll Alfreðsson, var valdsmannslegur. föstudögum, eða þá á sunnudags- kvöldum. Oft verða hestamenn þá að treysta á þolinmæði ökumanna um stund. En í flestum tilfellum eru þessir hópar að fara í Sörlastaði, eða þá að koma þaðan. Lagt er á heiðina frá Króksstöðum og stefnan tekin á Bíldsárskarð. Við vorum ekki komn- ir nema rétt upp fyrir túnfótinn á Króksstöðum þegar við vorum komnir í svartaþoku. En það kom ekki að sök, því leiðin yfir skarðið er auðrötuð, enda gömul „þingmanna- leið“ og þjóðbraut hér á árum áður. En mikið andskoti voru brekkurnar brattar upp með skarðinu; ekki að ástæðulausu sem ein þeirra er nefnd „Sprengibrekka11. Flestir teymdu hesta sína langleiðina upp og enginn sprakk. En margir voru orðnir móðir og sveittir, enda höfðu menn klætt sig vel áður en lagt var upp. Og upp komumst við. Fyrr en varði vorum við komnir yfir heiðina og niður úr þokunni. Þá blasti Fnjóskadalur við og alltaf er hann fallegur séður af Vaðlaheiðarbrún. Leiðin niður heið- ina var greiðfær suður og niður hjall- ana að Kotungsstöðum. Pá var stutt eftir að Illugastaðarétt, þar sem hrossin voru hvíld. Þar bættust líka fleiri í hópinn, þar á meðal eiginkon- ur margra samreiðarmanna minna yfir heiðina, sem biðu með rjúkandi kaffi og kakó ásamt veislubrauði. 9 Fríður hópur lagði af stað Það var fríður hópur manna og hesta sem lagði upp frá Illugastöðum áleiðis inn í Sörlastaði. Farið er yfir brúna hjá Þórðarstöðum, en Þórðarstaðir eru innsta byggða býlið í Fnjóskadal að austanverðu. Veðrið var eins og best verður á kosið, logn og tiltölu- lega hlýtt, en lágskýjað. En það rigndi ekki, en til að vega upp á móti því höfðu margir með sér örlitla vætu á glasi til að vökva sinn innri mann á leiðinni fram dalinn. Enda gekk ferð- in vel og í Sörlastaði var hópurinn kominn á öðrum tímanum um nótt- ina. Flestir tjölduðu, en „leiðari“ hópsins bjó í „höllinni“ ásamt nokkr- um af „skósveinum" sínum. Á laugardaginn var sama blíðu- veðrið fram eftir degi, þó ekki sæist til sólar. Og mikið dæmalaust er fal- legt í Fnjóskadal þegar vel viðrar. Þar er vítt til veggja og hátt til lofts og reiðleiðirnar ótakmarkaðar út og suður, austur og vestur. Raunar er illskiljanlegt á góðviðrisdögum, að allar þær jarðir sem þarna eru skuli hafa farið í eyði. En ástæðan mun vera snjóþyngsli og harðir vetur. Já, reiðleiðirnar eru óþrjótandi í Fnjóskadal, inn Bleiksmýrardal, Hjaltadal eða Timburvalladal. allt eftir geðþótta hvers og eins. Og þarna er maður fjarri daglegu amstri. Það er eins og „hvunndags" sé ekki til. Þegar leið á morguninn hóuðu menn hrossum sínum saman og lögðu á. Síðan var riðið út fram eftir degi, en um kvöldið kólnaði verulega og fæstum þótti fýsilegt leiði til út- reiða. En menn létu það ekki á sig fá. Hólmgeir stórkaupmaður Valde- marsson fékk leyfi „leiðarans“ til að leggja í kabyssuna og innan stundar var baðstofuhiti í gamla bænum á Sörlastöðum. Þangað komu svo flest- ir ferðafélagarnir til kvöldvöku. Og það var mikið sungið. Ég held ég hafi aldrei sungið jafn mörg lög á jafn skömmum tíma. Og það sungu allir með á meðan raddböndin þoldu álagið. Daddi vinur minn „Pé“ hafði að vísu orð á því í laumi, að sum lög- in væru hund-hund-huuund-andskoti leiðinleg, en hann lifði þau nú af samt, blessaður. 0 Blíðuveður á heimleiðinni Á sunnudaginn brast á með sólskini og blíðu, eins og það gerist best. Það lá því vel á mannskapnum á heim- leiðinni og nú hafði hópurinn enn stækkað, því nokkrir hestar og menn voru fyrir á Sörlastöðum þegar þangað var komið. Allir voru síðan samferða heim. Og það var enginn svikinn af því að ríða yfir Vaðlaheiði í þessu dásemdarveðri, mér fannst það í rauninni taka allt of fljótt af. Og útsýnið yfir Akureyri og Eyja- fjörð var stórfenglegt. Það er alveg ómaksins vert að príla upp Bíldsár- skarð á góðviðrisdegi og þar er líka margt að sjá, að útsýninu slepptu . . Þessi ferð tókst einstaklega vel í alla staði og slíkar ferðir um ísland á hestum hljóta að vera hámark hesta- mennskunnar. Samstilltum og létt- lyndum samferðamönnum - þar með taldar konur - þakka ég samfylgdina. - GS Nokkrir ferðafélagarnir tilbúnir til brottfai Myndir og texti: GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.