Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 16
TMWMi Akureyri, föstudagur 20. júlí 1984 ____Opið á BAUTA______ frá kl. 9.00 - 23.30 alla daga Opið í SMIÐJU alla daga frá kl. 12.00 - 14. 00 og frá kl. 18.30 .BAUTINN - SMIÐJAN. Aldrei smakkað neitt betra! Hermann Arason framkvæmdastjóri karnivals þambar karnivalöl og með því hefur hann karnivalbrauð með karnivalosti. Og cinhvern veginn er hann á svipinn eins og herlegheitin smakkist einstak- lega vel. Mynd: KGA. Verkmenntaskólinn á Akureyri: Ýr og Norðurverk með lægstu tilboðin Umferöar- slys Um klukkan 14 í gær varð árekstur fólksbíls og skelli- nöðru á gauiamótum Höfða- hlíðar, Hörgárbrautar og Stórholts. Ökumaður vélhjóls kom frá • Stórholti og var á leið suður Hörgárbraut, en fólksbíllinn kom að norðan, var á leið suður Hörg- árbraut. Ökumaður vélhjóls var fluttur á sjúkrahús og er talinn handar- og fótbrotinn. Töldu sjónarvottur og lögreglan að bet- ur hefði farið en á horfðist, því bíllinn skemmdist talsvert. Vél- hjólið slapp nokkuð vel. mþþ Flugleiðir hyggjast bjóða „stand-by“ farmiða með 50% afslætti Ráðamenn Flugleiða hyggjast taka upp svonefnd „stand-by“ fargjöld á flugleiðinni Ak- ureyri-Reykjavík, samkvæmt heimildum Dags. Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, vildi ekki staðfesta þetta í samtali við blaðið, en hann neitaði því ekki heldur að þetta hefði komið til tals. Þessir „stand-by“ miðar koma til með að verða seldir í ákveðnar ferðir tvo daga vikunnar og við brottför í viðkomandi ferð. Verð miðanna mun verða nálægt 700- 800 krónur, sem er nálægt því að vera hálfvirði, því farmiði milli Akureyrar og Reykjavíkur kost- ar í dag 1.570 kr. En sá böggull fylgir, að handhafi slíks miða á ekki frátekið sæti í vélinni. Hann verður því að bíða „stand-by“ þar til kemur að brottför. Verði þá sæti laust fær viðkomandi að fara með. Þetta verður því ekki tryggur ferðamáti, en getur orðið til verulegs sparnaðar fyrir þá sem ekki eru tímabundnir. Sam- kvæmt heimildum Dags má búast við þessum farseðlum í sölu um mánaðamótin. -GS Búiö er að opna tilboð í 3. áfanga Verkmenntaskólans og voru það 4 verktakar sem buðu í verkið. Fyrirtækin sem buðu í verkið voru Aðalgeir og Við- ar með 11.211.939 kr. sem er 92.44% af kostnaðaráætlun. Híbýli bauð 10.994.428 kr. sem er 90.65% af kostnaðar- áætlun. Næst er Ýr hf. með 10.367.238 kr. sem er 85.48% af kostnaðaráætlun og neðstir feru Norðurverk með 10.364.826 kr., það er 85.46% af kostnaðaráætlun. Eins og sést munar aðeins 0.02% á Norðurverki og Ýr. Það var Magnús Garðarsson, byggingarfulltrúi VMA sem gaf þessar upplýsingar og sagði hann að kostnaðaráætlun væri 12.128.280 kr. Ekki er búið að ákveða hver fær verkið, en nefndin kemur væntanlega sam- an í dag, föstudag. Magnús var einnig spurður um húsgagnamál Verkmenntaskól- ans. Sagði hann að þeir hefðu auglýst eftir hugmyndum að hús- gögnum í skólann og rann frestur til að skila þeim út í júlí. Hins vegar hefur lítið komið út úr því ennþá. Sagði Magnús að þó nokkuð margir hefðu fengið gögn og hefðu síðan látið vita að þeir væru ekki tilbúnir til að skila í júlí, eins og óskað var. Frestur- inn hefur því verið lengdur fram í september. í 2. áfanga þarf að kaupa ein- hver húsgögn og verða sennilega keypt húsgögn sem eru í stíl við það sem var keypt í fyrra í 1. áfangann, þá annað hvort dönsk eða finnsk húsgögn. Ef eitthvað kemur út úr þessari hugmynda- samkeppni verður keypt af inn- lendum aðila í 3. áfangann. Keypt voru húsgögn fyrir stuttu í framhaldsdeildirnar og eru þau frá Stálhúsgagnagerð Steinars. HJS Súlan farin á þorskveiðar „Súlan er farin á þorskveiðar með troll, þar sem við urðum að hætta við rækjuveiðarnar vegna ísreks á miðunum,“ sagði Sverrir Leósson, fulltrúi hjá útgerðarfé- laginu Súlur, í samtali við Dag. Að sögn Sverris á Súlan 400 tonna þorskkvóta og hélt skipið á miðin fyrir Vestfjörðum á mið- viicudaginn. Landað verður hjá frystihúsi Kaldbaks hf. á Greni- vík. - GS Verður Sólbakur seldur í brotajám? „Það er rétt, það hafa tveir aðilar sýnt því áhuga að kaupa Sólbak og við höfum óskað eftir tilboðum frá þeim. Meira höfum við ekki að segja um það mál fyrr en gengið hefur verið frá sölu, ef úr verður,“ sagði Gísli Konráðsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., í samtali við Dag. Samkvæmt upplýsingum Dags hafa tveir aðilar sýnt því áhuga að kaupa Sólbak, sem legið hefur í Akureyrarhöfn undanfarna mánuði. Annars vegar er það Stálfélagið hf., sem vill fá skipið í brotajárn, en hins vegar er það umboðsaðili í Reykjavík. Sá vill kaupa skipið fyrir breskan aðila, en hvað hann ætiar að gera við það liggur ekki ljóst fyrir. Heyrst hefur að ætlunin sé að gera skipið út frá Nígeríu sem móðurskip fyrir smærri fiskveiðibáta. Gísli Konráðsson vildi ekki staðfesta þetta, en hann sagði að sala á skipinu úr landi jafngilti eyðingu í augum íslenskra stjórnvalda. Úreldingarsjóður mun bæta Út- gerðarfélaginu Sólbak og hefur félagið þegar fengið greitt upp í bæturnar. Ekki liggur ljóst fyrir hvað hægt er að fá fyrir Sólbak, en heyrst hefur talan 50 þ. dollar- ar, semernálægt 1,5 m.kr. -GS Þeir búast við hægri vest- anátt um helgina, þarna á veðurstofunni. Yfirleitt bjart veður og hitinn við- unandi, svona 14-18 stiga hiti. Þó má búast við að það verði heldur kaldara úti á annesjum og kannski einhverjar skúrir þar álaugardag. Opið laugardag jd. 10-12 f.h. Snyrtivörur ★ Dömuvörur Undirfatnaður ★ Bamavörur Yefnaðarvörar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.