Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIOIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI FILMUhusid akureyri 67. árgangur Akureyri, mánudagur 23. júlí 1984 83. tölublað I Skipulag Innbæjarins á teikniborðinu „Það hefur ekkerl veríð ákveðið ennþá. Hjörleifur Stefánsson arkitekt sendi inn tíllögur á síiiiiin tíma og hann er nú að vinna að þeim, eftir að skipulagsnefnd hafði fjallað um þær og gert breytingartil- lögur," sagði Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akureyrarbæj- ar er Ðagur inntí hann eftír deiliskipulagi Innbæjar og Fjöru. í tillögu Hjörleifs fólst m.a. bygging íbúðarhúsa innst í Inn- bænum, í Lækjargili og í brekk- unni neðan við sjúkrahúsið. Skipulagsnefnd hafnaði hug- myndinni um íbúðarbyggingar innst í Innbænum og taldið svæðið norðan við tjörnina, þar sem nú er íþróttavöllur hentugra. Sagði Finnur að verið væri að vinna að þessum málum og ætti að vera komið í ljós með haustinu hvern- ig þeim yrði háttað. mþþ Verslunarmenn í verkfall? „Ef ekki verður breyting á stöðu samningamála á næstu dögum, þá hefur stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins verkfallsvopnið í hendi og það verður notað ef ástæða þykir til," sagði Ása Helgadóttir hjá Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri í samtali við Dag. Félag verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri hélt fund fyrir helgina, þar sem horfur í kjara- málum voru ræddar. Á fundinum var samþykkt að segja kjara- samningum upp 1. ágúst, þannig að þeir verði lausir 1. september. Stjórn og trúnaðarmannaráð fé- lagsins fékk umboð til þessara aðgerða, nema atvinnurekendur sjái að sér og bjóði viðunandi kjarabætur á þeim dögum sem eftir eru fram að mánaðamótum. -GS Verkstjora verkfall? Flokksstjórar Yinnuskóla Ak- ureyrar eru nú komnir í kjara- baráttu. Laun þeirra eru 12.900 kr. á mánuði, sem þeim finnst of lítið miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa gagnvart unglingunum. Þeim er uppá- lagt að kenna þeim vinnubrögð og hafa umsjón með þeim verkefnum sem unglingarnir fá. Sendu flokksstjórarnir bæjar- stjóra bréf þar sem farið var fram á endurmat launa þeirra, að öðrum kosti fara þeir í verkfall frá og með mánudeginum 23. júlí, sem er í dag. Ef til verkfalls kemur munu um 400 unglingar á aldrinum 13-15 ára missa vinnu sína um tíma. „Ég veit ekki til þess að verk- fall sé hafið í vinnuskólanum, enda væri málið þá komið í ill- leysanlegan hnút. Hins vegar á ég von á verkstjórunum hingað til okkar til viðræðna í dag," sagði Valgarður Baldvinsson, bæjarrit- ari, í samtali við blaðið í morgun. HJS/GS Hverjir sigruou - bls. 6-7 W^l^m^ Mengunar- rannsóknir - bls. 4 - Rússneskt skemmtiferðaskip sigldi á Harðbak Togarinn Harðbakur EA 303 og sovéska skemmti- ferðaskipið Estonia rákust saman á Strandagi unni að- fararnótt laugardagsins. Harðbakur var að toga í rifu í hafísnum á svo- nefndu Strandagrunns- horni þegar óhappið varð. Svartaþoka var á svæðinu, um 50 metra skyggni. Sigurður Jóhannsson, skipstjóri, og Jón Guðmundsson, fyrsti stýri- maður á Harðbak, voru báðir í brúnni þegar þeir sáu á radarnum ókunnugt skip koma frá ísröndinni í beina stefnu á togarann. Þetta skip svaraði ekki í talstöð og stjórnendur þess virðast ekki hafa orðið varir við Harðbak, jafnvel þótt stjórnendur hafns gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að vekja á sér athygli. Jón og Sigurður sáu skemmtiferðaskipið koma vaðandi út úr þokunni nokkr- um andartökum áður en áreksturinn varð. Pá var Harðbakur stopp, en hpaar spð var í hvað stefndi setti Sip- urður á fulla ferð aftur á bak. Skipti engum togum, að stefni skemmti- ferðaskipsins skall á brúarvæng Harðbaks bakborðsmegin, þar sem Jón stýrimaður hafði staðið nokkrum augnablikum áður. Við áreksturinn skall Harðbakur á hliðina og stefni skemmtiferðaskipsins gekk á annan metra ínn í síðu togarans og reif hana. M.a. kom gat inn í klefa 3. vél- stjóra, Steinþórs Ólafssonar, sem vaknaði upp af værum blundi með tákn Sovétríkjanna, hamar og sigð á rauðri stjörnu, við rúmstokkinn hjá sér. Nánar á bls.5 „Þá hefði Harðbakur sokkið á fáum mínutum" - Viðtal við Sigurð Jóhannsson skipstjora á Harðbak er á bls. 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.