Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 7
23. júlí 1984 — DAGUR — 7 Umsjón: Þorleifur Ananíasson r og hér sendir hann boitann að opnu markinu. En eins og skáldið sagði: Mynd: KGA. r á Akureyri! Völsungar ao missa flugið? - Eyjamenn ekki fleygir Það hefur allt gengið á aftur- fótunum fyrir Völsungum í síð- ustu leikjum. Tap um síðustu helgi gegn UMFN, slegnir út úr bikarnum á miðvikudag og á sunnudaginn töpuðu þeir síð- an á hcimavelli gegn Víði 4:1. Fyrri hálfleikurinn var marka- laus, en Völsungar hefðu átt að geta gert tvö mörk í hálfleiknum. Skotið var í stöng og bjargað á línu. Víðismenn skoruðu síðan tvö mörk fljótlega í síðari hálf- leik, en Jónas Hallgrímsson lag- aði stöðuna fyrir Völsung í 2:1. Það var þó skammvinnur vermir því leikmenn Víðis bættu tveim mörkum við stuttu síðar og höfðu á brott með sér öll stigin. Úrslit leiksins voru sanngjörn þó sigur- inn hafi verið of stór og Völsung- ar mega nú fara að vara sig ef þeir ætla ekki að missa af lestinni í 2. deild. Tindastóll krækti í stig í Njarð- víkum á sunnudag. Elvar Grét- arsson náði forystu fyrir Tinda- stól á 13. mín., en Björn Ingólfs- son jafnaði fyrir UMFN á 33. mín. og þar við sat. Að sögn heimamanna var leikurinn lé- legur og jafnteflið sanngjörn úrslit. Leik KS og ÍBV var frestað bæði á laugardag og sunnudag þar sem ekki var flogið frá Eyj- um. Líkur eru til að reynt verði aftur í kvöld. Mjög erfitt hefur verið um samgöngur til Vest- mannaeyja síðustu vikurnar og er mál manna að greiðari sam- göngur séu milli Póllands og Vestmannaeyja, en frá Eyjum til lands. „Ekki okkar dagur“ - Víkingur burstaði KA 6:2 í 1. deild „Þetta var einn af þeim dögum sem ekkert gekk upp,“ sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA eftir að lið hans hafði tap- að gegn Víkingum í 1. deild í gærkvöld fyrir sunnan með sex mörkum gegn tveim. „Við vorum meira með bolt- ann í leiknum, en þeir skoruðu úr öllum þeim færum sem þeir fengu og eins og tölurnar gefa til kynna var vörnin hjá okkur ekki í essinu sínu.“ í leikhléi hafði Vfkingur yfir 2:0 og var fyrra markið skorað á 1. mín. leiksins. Víkingur komst síðan í 4:0 í síðari hálfleik, en Hinrik Þórhallsson skoraði þá mark fyrir KA 4:1. Áfram héldu Víkingar, 5:1 og 6:1, en Hafþór Kolbeinsson skoraði síðasta markið í leiknum og lokaúrslit því 6:2. „Það er best að segja sem fæst um þennan leik,“ sagði Gústaf, „en við verðum að taka okkur á í næstu leikjum.“ Hinrik Þórhallssun ávallt hættu- legur uppi við markið skoraði fyrra mark KA gegn Víkingi. 1:0 í leik sem Þór átti að vinna hríð að marki Þróttar í síðari hálfleik, Kristján fékk strax í upphafi gott færi, en skot hans var varið í horn og á 14. mín. sluppu Þróttarar með skrekkinn þegar Kristján tók aukaspyrnu af löngu færi sem hafnaði í stöng- inni innanverðri og síðan í fang- inu á markverðinum sem vissi ekkert hvað var að gerast. Á 20. mín. komst Kristján í dauðafæri eftir undirbúning Guðjóns, en skaut beint í markvörðinn af stuttu færi. Rétt á eftir fengu Þróttarar sitt fyrsta færi í leiknum, en Pétur skaut hörku- skoti rétt framhjá eftir horn- spyrnu. Á 34. mín. áttu Þórsarar að skora mark. Bjarni Svein- björnsson lék þá í gegn um vörn Þróttar, markvörðurinn kom út á móti, Bjarni lék einnig á hann, en skot hans hafnaði í hliðarnet- inu utanverðu, ótrúlegt, fyrir opnu marki. Sókn Þórsara var þung og allir áttu von á marki, en þegar það loks kom voru það Þróttarar sem skoruðu. Þegar aðeins 2 mín.voru til leiksloka skallaði Páll Ólafsson boltann inn í vítateig Þórs þar sem Þorsteinn Sigurðsson var einn og óvaldaður á markteig og skallaði boltann í bláhornið, óverjandi fyrir Bald- vin í markinu, og sigur Þróttar staðreynd. Það er ekki einleikið hve illa Þórsurum gengur að skora mörk þrátt fyrir mörg tækifæri, og al- veg ótrúlegt hve þeim tókst að misnota færin í þessum leik. En þeir áttu miklu meira í leiknum og hefðu átt að sigra örugglega. Jónas Róbertsson var bestur hjá Þór í leiknum, en Halldór Áskelsson, Nói Björnsson og Kristján léku einnig vel. Bjarni lék oft laglega, en mistókst upp við markið. Ööruggur dómari leiksins var Helgi Kristjánsson og fékk litla aðstoð frá línuvörðum sínum í leiknum. Af karnivalundirbuningi Undirbúningur fyrir karnivalið á Akureyri um næstu helgi er í algleymingi. Félög, klúbbar og einstaklingar, Akureyringar jafnt sem utanbæjarfólk, hafa staðið á haus við að útfæra heila- brot sín. Aðstandendur karnivalsins vilja benda fólki á að hin valin- kunna saumakona Sigríður Pétursdóttir leiðbeinir um gerð karnivalbúninga á loftinu í Laxdalshúsi mánudags-. þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá kl. 20.00 til 23.00. Einnig verður Þrá- inn Karlsson við karnivalsmíðar í Samkomuhúsinu síðdegis þessa viku og getur fólk komiö, hjálpað til og lært. í leiðinni gefst fólki kostur á grtmugerð undir öruggri leiðsögn Þráins Dúdúpabba. Fólk er eindregið hvatt til að láta hugmyndaflugiö hlaupa með sig í gönur viö gerð búninga því vcitt verða þrenn verölaun þ.e.a.s. fyrir fallegasta. frumlegasta og verklegasta búninginn. Svo er óhætt, svona hvað úr hverju að fara að koma sér í karnivalstuð. meö . arðarberja Fnusnautt og ódýrt ••• Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.