Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 23. júlí 1984 Það var býsna fróðlegur fundur sem álversandstæöingar héldu í Samkomuhúsinu á Akureyri ný- lega, og verður vitnað til hans af og til í þessari grein og jafnframt bcnt á ýmsar öfgar í málflutningi þeirra í ræðu og riti að undan- förnu. Þar flutti Finnbogi Jónsson framkv.stj. Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar greinargott erindi um helstu staöreyndir sem kunn- ar eru um álver, og Þóroddur F. Þóroddsson starfsmaður Nátt- úrugripasafnsinS, greindi frá ýmsu varðandi þær mengunar- rannsóknir sem nú er unnið að. Því má bæta viö, aö norskir sér- fræðingar hafa síðan verið ráðnir til að meta niðurstöður rann- sóknanna, og fréttinni fylgdi einnig að veðurfarsrannsóknirnar hefðu vcrið framlcngdar að þeirra ósk. Vilja skoða álverskostinn til hlítar r Þetta voru það greinargóöar upp- lýsingar, að þcgar Gunnar Ragn- ars og Jón Sigurðarson komu í ræðustól sögðust þeir eiginlega litlu hafa við að bæta, en lögðu þunga áherslu á að stóriðjukost- urinn yröi kannaður til hlítar í Ijósi þess, að samdráttar og fólks- flótta gætti nú í þessu gjöfula byggöarlagi. Þeir hafa einnig ásamt fleiri forystumönnum á Eyjafjarðar- svæðinu birt áskorun í blöðum til almennings um þessi mál og al- vöru þeirra. En segja má að for- dómafullur áróður andstæðinga stóriðju hafi hrundið þeirri undir- skriftasöfnun af stað sem nú cr í gangi. Þá bætti Jón því viö, að fréttir hefðu borist af fundi álandstæð- inga á Svalbarðseyri fyrr í mán- uöinum og hafði eftir Jónasi Halldórssyni bónda í Sveinbjarn- argerði og formanni Atvinnu- málanefndar Svalbarðsstrandar- hrepps að 9 fundarmenn hefðu skrifaö undir andstööu viö álver en 23 vildu að sá kostur yrði skoðaður til hlítar, samhliða öðrum kostum í atvinnuuppbygg- ingu á Eyjafjarðarsvæðinu. í þeim anda var líka áskorun sú sem fyrr getur og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn ásamt flcirum beindi til Eyfiröinga. Or því að Svalbarðsstrandar- fundurinn er til umræðu má segja að það hafi verið hláleg tilviljun þcgar framsöguræða heima- manns af þeim fundi, Þórönnu Björgvinsdóttur í Leifshúsum, birtist í NT nýlega, að með grein- inni var 3ja dálka mynd af blóm- legri byggð Eyjafjarðar og í texta myndar spurt: Hvers vegna á þá að stofna til hættuástands fyrir allt þetta fólk, og kannski eyði- leggja framtíð þess? Myndin var af Stóra-Hamri en 3 ábúendur þar eru á undirskriftalista okkar sem viljum kanna stóriðjukostinn til hlítar. í áðurnefndri ræðu Finnboga Jónssonar kom fram að hag- kvæmnirannsókn iðnaðarráðu- neytisins um stofnkostnað og magn mengunarefna frá 130 þús. tonna álverksmiðju var unnin af norska fyrirtækinu Aardal og Sunndal Verk a/s. Þar sagði m.a. um mengunina: „Telja verður hins vegar ólíklegt að brennisteinn frá 130 þúsund tonna álverksmiðju í Eyjafirði með 2. stigs hreinsun, hafi skað- leg áhrif á umhverfið þótt um það verði ekkert fullyrt fyrr en niður- stöður mengunarrannsókna liggja fyrir. I hagkvæmniathugun ASV er gert ráð fyrir mjög fullkomnum útbúnaði til hreinsunar á flúor miðað við það sem hefur tíðkast á síðustu áratugum. Með þessum útbúnaði er talið unnt að minnka flúormagn í útblæstri verksmiðj- unnar niður í 0,7 kg á hvert tonn af áli. Þetta magn er u.þ.b. 5% af því flúormagni sem fór út í and- rúmsloftið fyrir hvert tonn af áli sem var framleitt í verksmiðjunni í Straumsvík í byrjun. Til þess að fá svör við því hvaða áhrif þetta flúormagn hefur á umhverfið þarf ítarlegar rannsóknir." Þetta er einmitt það sem við viljum, ítarlegar rannsóknir í þessu máli. En við frábiðjum okkur þegar andstæðingar stór^ > jðju lesa staðreyndir málsins með svo lituðum gleraugum að þeir sýnast á stundum eiga full- komið sálufélag við manninn sem hætti við að kaupa Fíat af því að hann hafði heyrt að stærsti Ca- dillac þyrfti svo mikið bensín! 0 Pessi sem seljast á milljón stykkið Þá er furðulegt að sjá það í NT í grein eftir Bjarna E. Guðleifsson að hann hefir stöðugt áhyggjur af 27 milljarða fjárfestingu í ál- og orkuveri og veltir því síðan fyrir sér hvernig nýta mætti þá pen- inga með öðrum og betri hætti. Þetta sama sjónarmið var raunar rauði þráðurinn í mörgum ræðum fundarmanna í Sam- komuhúsinu og ýmsum greinum álversandstæðinga undanfarið. Hér er því til að svara, að ef ál- ver verður byggt fyrir 15 millj- arða verður það á kostnað hinna erlendu eigenda að mínu áliti, og því tómt mál að tala um að nýta það fé til annarra framkvæmda. Raforkuverið kostar 12 millj- arða, en það verður ekki byggt nema samningar náist um það hagkvæmt raforkuverð, að við eignumst raforkuverið smám saman þótt stofnkostnaðurinn sé tekinn að láni í byrjun. Þau lán fást ekki nema raforkusalan sé örugg. Þess vegna verða þessir peningar ekki heldur sóttir til annarra nota. í þessari umræðu allri hefir „stóriðjustoppið" deilt á dýr at- vinnutækifæri í áli og bent á ódýr í smáiðnaði, þessi sem seljast á milljón stykkið. Og þá spyrja menn sig; úr því að þessi patent- lausn er svona létt og einföld, af hverju Danir með 13% atvinnu- leysi hafa ekki fyrir löngu tekið hana í notkun, þar sem hver at- vinnuleysingi kostar danska ríkið 1 milljón á ári. En þá ber að hafa í huga að þeir hafa kannski ekki á að skipa því mannvali á sviði rekstrar og uppbyggingar fyrirtækja sem ey- firska „stóriðjustoppið" getur kallað út á stund neyðarinnar hér um slóðir. Þá kem ég að því í ræðum og ritum álandstæðinga sem er „grýlan" um það, ef áldæmið gangi ekki upp, hvað sé þá til bjargar og að við fljótum sofandi að feigðarósi. Helst er að skilja að menn hafi setið hér með hend- ur í skauti án alls framtaks. Þetta segja álandstæðingar þótt sömu aðilar viti fullvel, að Atvinnu- málanefnd Akureyrar hefir ekki í annan tíma verið starfsamari við að leita fjölmargra nýrra leiða í atvinnuuppbyggingu bæjarfé- Iagsins. Og ekki má gleyma Iðn- þróunarfélaginu, sem þótt ungt sé að árum hefir sýnt lofsverða hugkvæmni og dugnað við að efla hugmyndaríka einstaklinga til at- hafna. Einnig má minna á árangurs- ríkt starf Fjórðungssambands Norðlendinga og iðnráðgjafa þess að atvinnumálum á Eyja- fjarðarsvæðinu. Aukin atvinna er undirstaða fegurra og betra mannlífs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.