Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 9
23. júlí 1984- DAGUR - 9 Allt þetta hefir verið rækilega kynnt í bæjarblöðunum og á öðrum vettvangi nú um langt skeið. ® Það hentaði ekki málstaðnum Nei, það eru lituð gleraugu sem andstæðingar stóriðju nota til lestrar þegar þeir eiga að lesa upphátt þann sannleik sem þjón- ar ekki þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Lítum á lítið dæmi úr grein Bjarna Guðleifssonar þar sem þetta stendur: „Á byggingartíma (álvers) yrði mikil þensla í at- vinnulífi svæðisins og á peninga- markaði, einkum ef álverið yrði byggt í einum áfanga.“ - En í ræðu Finnboga Jónssonar sem hann flutti í Freyvangi þar sem hann og Bjarni voru frummæl- endur, kom fram að „reyndar bendir flest til þess að slíka verk- smiðju (álver) yrði að byggja í a.m.k. tveim áföngum t.d. tveim 65 þús. tonna áföngum.“ - Og ef þetta fór framhjá Bjarna sagði Finnbogi síðar í ræðu sinni: „Með tilliti til raforkubúskapar- ins yrði væntanlega hagkvæmast að stækkun verksmiðjunnar í 130 þús. tonn ætti sér stað í tveim áföngum, þar sem fyrri áfangi stækkunar kæmi t.d. 1993 og annar áfangi stækkunar 1995.“ Ef allt þetta fór framhjá Bjarna Guðleifssyni í Freyvangi forðum, var enn leiðréttingar von, þar sem hann hafði ræðu Finnboga heima á Möðruvöllum í próförk sem ritstjóri að árbók- inni „Heimaslóð“ sem gefin er út af hreppnum í prestakalli Möðru- vallaklausturs. En auðvitað var engu breytt. Það hentaði ekki málstaðnum. Þá kem ég að félagslegu áhrif- unum og áhrifum á annað at- vinnulíf á svæðinu. Einnig á því sviði sér „stóriðjustoppið11 drauga í öllum hornum. Mynd: GS. 4) Orkufrekur iðnaður getur fallið að atvinnu- lífi staðarins Skal af því tilefni enn vitnað til fundarins í Samkomuhúsinu og ræðu Finnboga Jónssonar þar sem hann sagði eftirfarandi: „Samstarfsnefnd um iðnþróun sem iðnaðarráðherra skipaði í febrúar 1982 til að kanna stöðu iðnaðar og möguleika á iðnþróun á Eyjafjarðarsvæðinu og skilaði áliti í júní 1983 fjallaði sérstak- lega um hugsanlegan orkufrekan iðnað við Eyjafjörð. Nefndin fjallaði m.a. um félagsleg áhrif af völdum slíks iðnaðar og segir í niðurstöðum nefndarinnar um það atriði m.a.: „Ekkert bendir til að byggðin standi svo veikt í heild eða í ein- stökum byggðarlögum að um al- varleg vandamál verði að ræða þó að til komi orkufrekur iðnað- ur. Á svæðinu er rík iðnaðarhefð og öflug iðnfyrirtæki sem að mannafla yrðu stærri en hugsan- legt iðjuver. Milli orkuiðnaðar og almenns iðnaðar í stærri stíl er stigsmunur en ekki eðlismunur. Verkkunnátta og þjálfun nýtist því í nýjum iðnaði án þess þó að ástæða sé til að ætla að aðrar greinar þurfi til langframa að líða fyrir tilflutning í störfum." „Að öllu samanlögðu telur nefndin ekki ástæðu til að óttast alvarlega félagslega röskun á svæðinu af völdum iðjuvers af stærðinni þrjú til fimm hundruð manns, ef fylgt verður þeirri meginstefnu sem fram kemur í skýrslu Staðarvalsnefndar að byggja ekki upp sérstakan verk- smiðjubæ í nágrenni verksmiðj- unnar." í niðurstöðukafla nefndarinnar um orkufrekan iðnað segir m.a.: „Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið telur Samstarfs- nefnd um iðnþröun í Eyjafirði að orkufrekur iðnaður geti fallið að atvinnulífi staðarins án þess að hafa í för með sér alvarlega röskun, enda verði fyllstu vörn- um beitt í umhverfis- og mengun- armálum." Þessa grein hafði Bjarni líka undir höndum en lætur samt eftir sér að segja í NT: „Að öllu samanlögðu tel ég að neikvæð félagsleg áhrif álvera séu nokkur og hafi verið vanmetin hingað til. Samkeppnisáhrifin verða mest og verst í þeim byggðum og hér- uðum sem síst mega við því.“ Nei, hér er við menn að eiga sem sjá aðeins það sem þeir vilja sjá. Þeir vita að það er baun und- ir 18. dýnunni og kvarta sáran eins og prinsessan í ævintýrinu forðum. & Á mörkum draums og vöku Einn frummælenda í Samkomu- húsinu var Valgerður Bjarna- dóttir bæjarfulltrúi og talaði þar á mörkum draums og vöku um ósnortið land og ómengaða framtíð okkur öllum til handa og lýsti vantrú sinni á allt sam gert væri til að kanna álverskostinn. í næsta blaði Helgarpóstsins mátti svo lesa viðtal við Valgerði með 5 dálka fyrirsögn: „Álvers- rannsóknin humbukk". „Þetta eru lágmarksrannsóknir til að hafa einhverja góða,“ bætti hún svo við án frekari rökstuðnings. Ekki man ég lengur hver það var sem sagði í ræðu sinni á fund- inum að leitt væri ef menn gætu ekki haldið áfram að byggja hús eða gætu ekki leigt alla bílana sína eða kannski ættu þeir ekki nógu margar flugvélar og ef til vill væri flugskýlið þeirra orðið of lítið. En í „Norðurlandi" blaði Al- þýðubandalagsins hér um slóðir las ég óundirritaða frásögn af ál- versfundununt í sama dúr og þá væntanlega á ábyrgð Erlings Sig- urðarsonar sem er ábyrgðarmað- ur blaðsins. Þar sagði frá undir- skriftasöfnun okkar sem styðjum stóriðjukostinn með þessjum orðum: „í upphafi voru aðstandendur þeirrar söfnunar nafnlausir, en síðan hafa birst nöfn tveggja þeirra Aðalgeirs Finnssonar og Vilhelms Ágústssonar en fyrir- tæki hans Bílaleiga Akureyrar er eitt fárra sem góðan arð hafði af framkvæmdunum við Kröflu á sinni tíð og byggði sig raunar verulega upp á þeim tíma. Kannski eygja þeir nú nýjan upp- gangstíma fyrir einkagróða sinn?“ Tilvitnun lýkur. Umræddir menn eru í forsvari fyrirtækja sem hafa um 200 manns í vinnu á Akureyri. Það er ekki að furða að fólkið með pat- entlausnirnar í smáiðnaðartæki- færunum „milljón stykkið" telji sig hafa efni á því að sneiða að því sem er dálítið stærra í sniðum og fyrirferðarmeira í athafnalíf- Sami Erlingur sem í Degi var nefndur „stórisannleikur" ritaði grein um álverskostinn í NT ný- lega og fylgdi þar með mynd af Akureyri tekin úr Vaðlaheið- inna, en í fjörðinn lygnan og tær- an var búið að fella inn mynd af álverinu í Straumsvík sem sýnist mara þar í kafi. Ekki veit ég hvort huldufólk hefir hér verið að verki, en nokkuð er, að myndin virðist tekin í nágrenni Hallanda- bjarga en „skærur“ huldufólksins þar við vegagerðarmenn urðu blaðamatur nýlega. Var stíft vitn- að í Helga Hallgrímsson náttúru- fræðing um byggð huldufólksins á þessum slóðum, sem teldi nærri sér vegið við lagningu þjóðvegar- ins út og upp Vaðlareit! Við þennan fagra fjörð Þannig verða ýmsar tiltektir þeirra álversandstæðinga kími- legar, en oft á tíðum lítið innlegg í alvöruumræðuna um það hvort við höfum yfirleitt „nóg að bíta og brenna á rnorgun". Nýjustu bleklausnirnar er að finna í blaði Starfshóps gegn álveri „Ný leið í atvinnumálum". Þar er farið vítt og breitt um völlinn og margur smáiðjukosturinn nefndur, þar sem atvinnutækifærin verðleggj- ast á milljón stykkið og talið upp: Lífefnaiðnaður, rafeindaiðn- aður, skipasmíðaiðnaður. Úr- vinnsla sjávarfangs og búvöru. Fiskeldi og ræktun matjurta og skrautjurta. Þetta gæti allt verið beint úr stjórnmálayfirlýsingu allra stjórnmálaflokkanna á Is- landi svo ágætir eru þessir mála- flokkar og á öllum þessum svið- um er verið að vinna. Öllum þessum málaflokkum er atvinnu- málanefndin og Iðnþróunarfélag- ið að sinna, mismikið eftir eðli málsins og einum að auki, ferða- mannaiðnaðinum sem er ekki sá þýðingarminnsti. Að lokum vill það gleymast í allri ræðu álversandstæðinga, að það eru gamalgróin og traust fyrirtæki á Akureyri og víðar við Eyjafjörð sem ásamt blómlegum landbúnaði og fiskvinnslu hafa myndað þann grundvöll atvinnu- starfsemi sem við byggjum á í dag. Það er vegna þeirrar starf- semi, að við getum boðið stóriðju og öðrum nýjum atvinnuhug- myndum til samstarfs við okkur um framtíðaruppbyggingu við þennan fagra fjörð. Jón Arnþórsson. : | Ekki er limaburðurinn neitt verri en hjá Þær eru góðar ' - Komnar í úrslit rOl á íslandsmótinu Þórsstúlkurnar tryggðu sér um helgina sigur í 1. deild b á ís- landsmótinu í knattspyrnu og munu leika til úrslita um ís- landsmeistaratitilinn við sigur- vegarann í a-riðlinum. Þær léku tvo leiki um helgina, á föstudag sigruðu þær Súluna með 5 mörkum gegn 1 og skoraði Kolbrún 3 mörk, en Sigurlaug og Þórunn sitt markið hvor. Á sunnudag sigruðu þær síðan Hött 4:1 og gerði þá Þórey 2 af mörkum Þórs, en Kolbrún og Valgerður 1 hvor. Þjálfari stúlkn- anna er Guðmundur Svansson. KA lék á laugardag gegn Súl- unni og sigraði 5:0 með mörkum frá Borghildi og Þóru sem gerðu 2 hvor og Valgerður gerði 1 mark. „Sendi þeim spóluna" Það er oft hart barist í 4. deild- inni og ekkert gefið eftir. í e-riðli hafði Árroðinn yfir 1:0 þegar 4 mín. voru eftir til leiks- loka. Þá jafnaði Tjörnes og alveg í lokin skoruðu þeir síðan sigur- markið í leiknum. Greinileg meistaraheppni hjá efsta liðinu í riðlinum. Geislinn og Reynir léku á Hólmavík í d-riðli og sigraði Reynir 2:1. „Það var dæmt af okkur gott mark, við áttum allan leikinn, bara óheppni," sagði Jón Ólafsson upptökustjóri Geislans. „Það var enn verra á Dalvík um síðustu helgi gegn Svarfdælum. Dómarinn var svakalegur, þeir skoruðu tvö mörk kolrangstæðir og síðan sleppti hann að dæma tvö víti á þá. Talaðu bara við þá á Dalvík, við tókum leikinn upp og ég sendi þeim spóluna," bætti Jón við. Leiftur mokar inn stigum Leikmenn Leifturs halda áfram að hala inn stig í 3. deildinni og nánast formsatriði fyrir þá að Ijúka leikjunum í riðlinum. Á sunnudag léku þeir gegn Val á Reyðarfirði og sigruðu 3:1. Hafsteinn Jakobsson skoraði fyrst fyrir Leiftur, en heimamenn jöfnuðu og þannig var staðan í hálfleik 1:1. í síðari hálfleiknum skildu leiðir og Hafsteinn bætti við öðru marki og Geir Hörður Ágústsson skoraði þriðja mark Leifturs. Sigurinn aldrei í hættu, en vallarskilyrði mjög slæm og leikurinn bar keim af því. Austri sigraði lið Magna í leik á Eskifirði 3:0. Guðmundur Árnason skoraði í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik bættu Kristján Svavars og Halldór Árnason við mörkum fyrir Austra í öruggum sigri liðsins. Hin Austfjarðaliðin stóðu sig betur unt helgina, Þróttur sigraði HSÞ-b 4:0 með mörkum Krist- jáns, sem gerði 2, Guðmundar og Þórhalls sem gerðu sitt markið hvor. Staðan í hálfleik 2:0 og sigurinn aldrei í hættu hjá heima- liðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.