Dagur - 25.07.1984, Side 2

Dagur - 25.07.1984, Side 2
2-DAGUR-25. júlí 1984 Ætlarðu að taka þátt í karnivali um helgina? Kristján Oskarsson: Pottþétt ekki, er að fara suður, en mér líst samt vel á hugmyndina. Árni Sigurðsson: Nei, ég verð kominn út á sjó. Þórunn Vilbergsdóttir: Ég held ekki, verð að líkind- um að vinna. Sveinn Tómasson: Ætli það, ég verð í Munaðar- nesi. „Karnival á að verða árviss viðburður“ - Spjallað við Hermann Arason framkvæmdastjóra Hermann Arason: „Á karnivali gefst kostur á að láta hugmyndaflugið hlaupa með sig í gönur.“ Mynd: KGA. Karnival er í uppsiglingu, það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum. Það er alveg ótrúlega margt sem til stendur á karnivali og þeir sem standa að undirbúningi hafa verið á þeytingi út og suður, allt á að vera klappað og klárt þegar stundin rennur upp. Fram- kvæmdastjóri karnivals er Hermann Arason, sem margir Akureyringar kannast við af skemmtilegum uppátækjum. Hermann er Akureyringur í húð og hár, „model ’57“, segir hann. Á föstudaginn sögðum við og sýndum frá því þegar hann og fleiri smökkuðu á karnivalöli og ýmsu öðru mat- arkyns, sérstaklega hönnuðu fyrir karnival. Og því er upp- lagt að spyrja Hermann hvort ölið hafi smakkast vel. „Jú, það smakkaðist mjög vel. Allt sem við fengum til smökkun- ar er löngu búið. En það verður nóg fyrir mannskapinn þegar að hátíðinni kemur.“ Hermann segist vera áhuga- maður um margt. „Sérstaklega það sem er nýtt og hefur aldrei verið gert áður. Alltaf verið í ein- hverju svoleiðis. Má nefna frægð- , arverk okkar Þorvaldar Þor- steinssonár sumarið ’81 þegar við sömdum og settum upp sumar- revíu.“ - Heldurðu að Akureyringar séu móttækilegir fyrir uppákomu eins og karnivali? „Ég hef grun um að einhverjir séu til sem ekki hafa sterka trú á þessu. Það sem við erum að gera er að reyna að fá fólk til að skemmta sér einu sinni án þess að vera beinlínis matað. Það er svo margt annað sem býðst, kvik- myndir til dæmis, Akureyringar eru djúpt sokknir í videóvæðing- una, sem gleggst má ráða af öllum þeim fjölda sem er af vid- eóleigum í bænum. Svo eru alltaf að koma skemmtikraftar úr Reykjavík til að skemmta hér fyrir norðan, því að það virðist ekki vera nokkur kjaftur hér sem getur fengið samborgara sína til að brosa.“ - Vantar eitthvað í bæjarmór- alinn? „Ég held að það vanti að fólki sé gefinn kostur á að koma sér á framfæri. Það eru margir sem eiga ýmislegt í pokahorninu sem þeir hreinlega þora ekki að koma með fyrir almennings sjónir vegna þess að Akureyringar hafa ekki verið móttækilegir fyrir öðru en því sem kemur annars staðar frá - og þá helst frá Reykjavík." - Hvernig hefur ykkur gengið að fá mannskap? „Það hefur gengið nokkuð vel. Hugmyndinni var vel tekið, allir voru spenntir og jákvæðir, til- búnir til að stuðla að því að þetta megi lukkast sem best. Við höfum leitað til félaga og klúbba og svo einstaklinga sem við vitum að eru virkir í svona málum. Beðið þá að tala við sína menn og reyna að virkja þá. Ég hef ver- ið nánast einn á hlaupum rríilli manna og það er ekki möguleiki að útskýra fyrir öllum allt sem hægt er að gera. Það er spurning um hugmyndaflug hvers og eins og það eina sem við getum gert er að treysta þessu fólki til að gera góða hiuti. Því að á karnivali gefst mönnum kostur á að láta hugmyndaflugið hlaupa méð sig í gönur.“ - Hvernig verður staðið að fjármögnun á fyrirtækinu? „Við reynum auðvitað að halda kostnaði alveg í lágmarki. Maður hefur heyrt einhverja minnast á að við ætlum okkur að græða á þessu, en það er algjör misskilningur. Við erum fyrst og fremst að hugsa um að lífga upp á bæjarlífið. Maður hefur gert dálítið af því að ganga á milli fyrirtækja og betla auglýsingar, og það er það leiðinlegasta í sambandi við þetta allt.“ - Má vænta þess að annað karnival verði haldið? „Við ætlum að gera karnival að árvissum viðburði. Ég held að Akureyringar séu óttalegar gufur í skemmtanamálum. Það hafa ýmsir reynt að vera með árvissar skemmtanir hér, eitthvað fyrir alla fjölskylduna, unglingana eða einhverja ákveðna hópa. Þetta hefur gengið í tvö, þrjú ár, en svo allt búið. Fólk getur velt fyrir sér af hverju. Ég held að það sé vegna þess að fyrsta árið er mikið hugsað um og lagt í framkvæmd hlutanna, en svo næsta ár er slak- að á og ekki gerðar eins miklar kröfur. Þriðja árið liggur við upp- lausn, menn eru hættir að nenna þessu, sjá engan hag af þessu. Upphaflega sjónarmiðið er horfið. En ef fólk er staðráðið í að skemmta sér á karnivali, þá er ekkert efamál að vel tekst. Og framtíðardraumurinn er sá, að strax í apríl eða maí verði menn farnir að hugleiða karnivalið í júlí. Og ekki bara Akureyringar, heldur að landsmenn allir fái fiðr- ing í fæturna þegar fer að nálgast þessa hátíð á Akureyri.“ A leið íhundana Hundaeigandi skrifar: Fyrir skömmu birtist í Degi grein frá heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar, þar sem skorað var á eftirlits- mann með hundahaldi á Akureyri að herða aðgerðir sínar gagnvart lausagöngu hunda hér í bæ. í viðtali við heilbrigðisfulltrúa Akureyrar kom fram að ágrein- ingur væri um hver ætti að sjá um eftirlitið, og því ekki von að ár- angur sé mikill ef ekki er ljóst hver á að sjá um þá hlið málsins. Virðist ljóst, ef svo á að halda áfram, að þá séu hundamál Ak- ureyringa á góðri leið með að fara í hundana, og er það engum til góðs síst þeim hundaeigendum sem eftir reglunum fara, en líða fyrir nokkra trassa sem ekki gæta hunda sinna sem skildi. í reglum um hundahald á Ak- ureyri frá 7.3. ‘75 annari grein b- lið segir svo: Árlega skal greiða í bæjarsjóð leyfisgjald fyrir þá hunda sem undanþága er veitt fyrir. Gjaldið sem bæjarstjórn ákveður fyrir 1 ár í senn skal renna til þess að standa straum af kostnaði við eftirlit með hundum í bænum, og skal upphæðin við það miðuð o.s.frv. Samkvæmt þessu mun gjald fyrir hund á s.l. ári hafa verið 1000 kr og þar sem hér munu vera um 200 hundar á skrá þá gefur auga leið að hér er um verulega upphæð að ræða, a.m.k. rífleg laun handa eftirlitsmanni. Hitt er skiljanlegt, að þægilegra sé að láta upphæð þessa renna í sjóð bæjarins og vísa síðan á lög- reglu þegar kvartað er undan hundum. Gaman væri að fá upplýst, hvort engu af umrædd- um peningum hafi verið varið til eftirlits með hundum og ef svo er þá á hvern hátt. í umræddri grein segir heil- brigðisfulltrúi, að ekkert mál sé að framfylgja reglunum, þar sem gott hundafangelsi sé á staðnum. Einnig að undanfarið hafi mein- dýraeyðir verið að sinna þessu, en hann hafi ekki neina aðstöðu til þess. Hver hefur þá aðstöð- una? Er ekki hundafangelsið í húsnæði bæjarins á vinnustað meindýraeyðis? Hinsvegar er ekki von að hann sé að skipta sér af þessu, ef það er ekki hans starf, frekar en aðrir bæjarstarfs- menn. Ég held að nú sé kominn tími til að ráðamenn Akureyrarbæjar framfylgi þeim reglum sem þeir settu sjálfir og ráði eftirlitsmann, fyrir þá peninga sem hundaeig- endur greiða sjálfir til þessara hluta. Má benda á að um langt skeið hefur bærinn haft eftirlitsmann með búfé í bæjarlandinu og hefur það starf verið vel af hendi leyst og komið þeim málum í gott horf. Væri sú raun á með eftirliti með hundum þá gætu heilbrigðis- yfirvöld ábyggilega andað létt- ara.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.