Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 3
25.JÚIM984-DAGUR-3 „Einstæðir f oreldrar verst settir cc - segir Jón Björnsson félagsmála- stjóri Akureyrar en margir leita til Félagsmálastofnunar um fjárhagsaðstoð „Við afgreiddum 43 erindi í júiií frá fólki sem hafði leitað til okkar um fjárhagsaðstoð," sagði Jón Björnsson félags- málastjóri Akureyrarbæjar er við ræddum við hann, og sagði Jón að þetta væri nokkuð lægri tala en verið hefði í vetur. „Reyndar hittist þannig á í jiuií að við vorum að afgreiða ýmsar vistanir og sumardvalir sem við tökum þátt í og það hækkaði töluna eitthvað. Það er til í dæminu að sama fólkið fái hér ávallt aðstoð en það er mjög lítill hluti af heildinni. Hinsvegar er algengt að fólk komi hér á skrá og sé á skrá nokkra mánuði á meðan það er að komast í gegn um erfiðleika þá sem það á við að stríða." - Er þetta fólk sem hefur lent í atvinnuleysi?. • „Þetta getur komið til af ýms- um ástæðum. Margí af þessu fólki þarf að lifa af bótum og sjúkradagpeningum og einstæðir foreldrar eru nokkuð stór hópur af þessu. Þetta eru hugsanlega þeir hópar fólks sem verst hafa farið út úr þeirri kaupmáttar- skerðingu sem orðið hefur. Einstæðir foreldrar eru í ein- staklega erfiðri aðstöðu, sérstak- lega ef einhver hörgull er á vinnu. Þeir geta lent í því að það kosti þá hátt í það jafn mikið að kaupa gæslu fyrir börn eins og vinnan gefur þeim svo í aðra hönd. Þegar atvinnuleysi er svo uppi er dálítið um að einstæðir foreldrar hafi engar aðrar tekjur en meðlag og mæðra- eða feðra- laun og þeir geta ekki farið þang- að sem vinnan er eins og barn- laust fólk getur. Einstæðir fo'r- eldrar geta lent í verstu aðstöð- unni af öllum". - Er ástandið verra en undan- farin ár, fleiri sem þurfa að fá hjálp?. „Það varð mikil breyting á þessu árið 1982, þá fjölgaði mikið þeim sem þurftu að fá hjálp. Það er nokkuð um það núna að fólk sé að velta áfram hlutunum sem það ræður ekki við, sé að missa húsnæði sitt og þetta folk leitar hingað," sagði Jón Björnsson. Á fjórða þúsund manns hafa skrifað undir - áskorun um að álverskosturinn verði skoðaður til hlítar Á fjórða þúsund Eyfirðingar hafa undirritað áskorun um að stóriðjukosturinn verði skoðaður til hlítar, sam- kvæmt upplýsingum Jóns Arnþórssonar, sem haft hef- ur umsjón með söfnuninni. Það er hópur áhugamanna um framfarir við Eyjafjörð sem beitti sér fyrir þessari undirskrifta- söfnun, eftir að álversandstæð- ingar byrjuðu fundarhöld og undirskriftasöfnun gegn álveri á svæðinu. í samtali við Jón kom fram, að ákveðið hefur verið að bíða með lokaátak söfnunarinnar fram yfir sumarleyfi og miða lokadag hennar við 15. septem- ber. M eru flestir komnir heim úr sumarleyfum og þá verður líka afstaðin ferð til Kanada, þar sem skoðuð verða álver Alcan. í þeirri ferð verða fréttamenn og helstu fulltrúar þeirra sem eru með og á móti því að álvers- kosturinn verði skoðaður til hlítar. Sagðist Jón búast við auk- inni umræðu um þessi mál að þeirri ferð lokinni. Jón sagði ennfremur, að á þessum undirskriftalistum væru eingöngu nöfn Eyfirðinga, ásamt heimilisfangi og nafnnúmeri, og enginn væri yngri en 18 ára. „Okkar listar eiga því að segja vilja Eyfirðinga í þessu brýna hagsmunamáli," sagði Jón Arn- þórsson í lok samtalsins. - GS Leiðrétting á verðkönnun Neytendasamtökin hafa beðið fyrir leiðréttingu á einu atriði varðandi nýlega verðkönnun sem samtökin stóðu að. Þar var undir- strikað, að epli væru ódýrust í útibúi KEA við Byggðaveg. Það er ekki rétt, því eins og sjá mátti við lestur á niðurstöðum könnun- arinnar voru eplin ódýrust í KEA við Hrísalund. Þar með reyndist Hrísalundur hafa 12 vörutegund- ir ódýrastar af þeim sem könnun- in náði til, eða jafnmargar og Hagkaup. / sól og sumaryl, er sælt að vera til. Mynd: KGA í^vershiB Sambyggt útvarp og segulband á aðeins kr. 3.670,- Kassettur áteknar og óáteknar. Hljómplötur í úrvali. Einnig mikið úrval af sjónvörpum og hljómflutningstækjum. m m Þá niiiiiuiin við á bílatækin frá Kenwood og ^w Audioline. Hljómdeild. Eigum úrval af reiðhjólum 3ja gíra á hagstæðu verði. Einnig þríhjól. Þá minnum við á útilegu- vörurnar, tjöld, svefnpoka, tjalddýnur o.fl. o.fl. m Eínmg Vorum að taka upp ^barnaskóínokkrumgerðum. S^skurog-veski. Skódeild. # Sport- og leikfangadeild. yHI^^B^ ilT/ilmIi'IIlvP'~~~___ ______ fl B"^ >i^H ^m ::I::?^^g>j^ j^S----- Vr^iifeg^S f (96)21400........ I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.