Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-25.JÚIÍ1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTjANSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓH/^'N KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ferðaþjónusta plægður akur • • Rúmlega 200 manns gistu flugstöðina á Ak- ureyrarflugvelli í fyrrinótt, samkyæmt frétt í Degi á baksíðu blaðsins í dag. Ástæðan var sú, að fjórar af vélum Flugleiða voru hér veðurtepptar vegna þoku syðra. Farþegarnir urðu að halda út nóttina, ýmist í flugstöðinni eða í flugvélunum sjálfum. En hvers vegna? Svarið er einfalt; það var hvergi hótelrými fyr- ir farþegana á Akureyri eða í nágrenni. Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart yfir mesta ferðamannatímann, en það þarf ekki til. Það hefur áður komið fyrir, jafnvel um hávetur, að farþegar hafa þurft að hírast í flugvélum á Akureyrarflugvelli heila nótt. Slíkt er til skammar fyrir „ferðamannabæinn" Akureyri, en því miður er langt um liðið síðan bærinn gat staðið undir því nafni hvað þjónustu við ferðamenn varðar. Til skamms tíma hefur þjónusta við ferða- menn verið talin frístundaáhugamál nokkurra sérvitringa. Ferðamannaþjónusta var ekki talin atvinnugrein og hefur tæpast fengið al- menna viðurkenningu sem slík enn sem kom- ið er. En þetta hefur verið að breytast, því það hefur sýnt sig að ferðamannaþjónusta getur gefið góðan arð, hún getur veitt fjölda manns atvinnu og aflar þjóðinni þar að auki gjaldeyr- is. ísland hefur margt að bjóða erlendum ferðamönnum og landsmenn sækja í auknum mæli í ferðalög innanlands. Erlendir ferða- menn koma til landsins í stórum hópum á hverju sumri — og margir þeirra koma til Ak- ureyrar á leið sinni um Norðurland. En þeir stoppa fæstir þar lengi, þar sem hótelrými er af skornum skammti. Tekjur bæjarbúa af komu þeirra verða því minni en ella. Þetta er slæmt, því Akureyri og nærsveitir hafa margt að bjóða ferðamönnum og ýmiss konar þjón- usta er til fyrirmyndar. En það ber allt að sama brunninum; það vantar ný hótel, ekki síst til þess að lengja ferðamannatímann með ráðstefnuhaldi vor og haust — og jafnvel yfir vetrarmánuðina. Stækkun og endurnýjun Hótels KEA leysir nokkurn vanda, en dugir ekki til. Sveitarfélög á Norðurlandi þurfa að sam- einast um markvissa uppbyggingu í ferða- málum. Þar er óplægður akur, sem ástæða er til að yrkja, ekki síst vegna þess ástands sem er í atvinnumálum fjórðungsins. - GS í * * ' *T *\ '-: ;-*•«-» ¦ Margir af þessum hestamönnum verða eflaust meðal gesta á Melgerðismelum um helgina. Myndin er frá vorkapp- reiðum Léttis. Myndir: GS „Þetta verður ekkert venjulegt hestamannamót'' - íslendingar, Svisslendingar, Þjóðverjar og Hollendingar fjölmenna á Melgerðismela „Þetta mót verður allt öðruvísi en önnur hesta- mannamót, því nú verður fyrst og fremst hugsað um áhorfendur en ekki sýn- endur og það verður alltaf eitthvað um að vera á sýn- ingarsvæðinu," sagði Reynir Hjartarson, eimi þeirra sem sér um undir- búning fyrir hestamanna- mótið sem haldið verður á Melgerðismelum um helg- ina. Samkvæmt upplýsingum Reyn- is verður mikið um að vera á Melgerðismelum laugardag og fram á sunnudag. Meðal helstu nýjunga má nefna parakeppnina og hestamenn bíða spenntir eftir einvíginu milli bestu gæðinga Léttismanna og Fáksmanna, en miðað er við úrslit í hvítasunnu- mótum félaganna. Tveir bestu gæðingarnir frá hvoru félagi úr þeim mótum reyna með sér á Melgerðismelum. Á laugardaginn verður kvöld- vaka við varðeld og þar verða ýmiss konar uppákomur í léttum dúr og dans verður stiginn í 200 fermetra tjaldi. Það verður líka líf í tuskunum í veitingaskálan- um, því þar verða trubadorar á ferðinni með gítara og harmonik- ur til að leika undir almennan söng. Vegleg verðlaun eru í boði og einnig er keppt um aukaverð- laun. Eigandi besta gæðingsins fær til að mynda einn „Eldjárns"- hnakk frá Iðnaðardeild Sam- bandsins og ef einhver setur ís- landsmet í gæðingadómum eða kappreiðum þá getur hinn sami farið til Sigurðar Snæbjörnssonar bónda á Höskuldsstöðum og sótt til hans eitt folald. Það verður því mikið um að vera á Melgerð- ismelum um helgina og búist er við fjölmenni. Aðgangur er 300 kr. og gildir hann á sýningar mótsins og dansleikinn. Ekkert þarf að greiða fyrir börn. Heiðursgestir mótsins verða þeir Sigurbjörn Bárðarson og Hörður G. Albertsson, sem koma með sín fótfráu hlaupa- hross. Einnig koma keppendur víðs vegar af landinu og frá Þýskalandi, Sviss og Hollandi. Þeir eru þegar mættir á Melgerð- ismela og byrjaðir að venja keppnishrossin við staðinn. ¦ Reynir verður mættur með gæðing sinn Sám, sem stóð efstur af gæðingum Léttismanna í vor. Þeir félagarnir þreyta kapp við Neista og Sigurbjörn Bárðarson frá Fáki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.