Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 7
25. júlí 1984-DAGUR-7 næstunni þá breytir það engu með uppskeruna. Kartöflurnar fáum við aðallega af Ströndinni og þeir úti í Höfðahverfi eru einnig með mikla kartöflurækt. Annars kemur hráefnið víða að.“ - Einhverjar nýjungar á döf- inni í kartöfluvinnslunni? „Já, á landbúnaðarsýningunni í haust ætlum við að kynna fram- leiðslu sem er að fara í gang hjá okkur. F>að eru kartöflur sem við köllum mínútukartöflur, þær eru tilbúnar í pakkanum, tekur örfá- ar mínútur að hita þær upp. Við höfum orðið okkur úti um skemmtilegar umbúðir, það er kassi með glugga á miðjunni svo fólk geti séð hvað er inni í honum og þá þarf það vonandi ekki að kreista hann allan utan. Það hef- ur viljað brenna við með Þykkva- bæjarkartöflurnar, að fólk er að kreista pokana og þar með kart- öflurnar. Það er ekki mjög gæfu- •egt.“ Þá var að fylgjast með ferðum kartöflunnar í gegnum ógurlega stóra og mikla vél. Fyrst er kart- öflunum hent ofan í vélina og færiband sér síðan um að koma henni áfram. Eins og við var að búast eru kartöflurnar skrælaðar í byrjun og hendast þær og þeyt- ast um sérhannaðan skrælara er tilheyrir kerfinu. Er þær koma þaðan út taka á móti þeim ungl- ingar tveir, sinn hvorum megin við bandið og eru þeir vopnaðir hníf. Þeirra starf er að skera burtu augu og brúnu klessurnar er ekki fara úr við skrælunina. Einnig tína þeir burtu þær kart- öflur er ófýsilegar þykja til átu. Sagði Sævar að afföll væru nokk- ur þegar verið er að vinna með gamlar kartöflur, en sáralítið er um að kartöflum sé hent þegar þær eru nýjar. % 3V2-4 tonn á dag Áfram rúlla kartöflurnar. Næst eru þær skornar niður í þessa litlu fínu bita sem við þekkjum öll og þannig fara þær í steikingu. Það tekur 7 mínútur að sullast áfram í olíunni og út koma þær 140 gráðu heitar. Lítið þýðir að pakka þeim þannig, þær færu í einn klump, því er ferðinni hald- ið áfram inn í „þriggja hæða vél“ sem kælir þær smám saman niður í 12 gráður. En það er ekki nóg. Þær eiga sér engrar undankomu auðið og fara sjálfkrafa inn í frysti þar sem 40 gráðu frost tekur við þeim í sinn „hlýja“ faðm og meðhöndlar á tilhlýði- legan hátt. Kartöflurnar koma beinfrosnar út og fara beint í neytendapakkningar. Þeim er síðan dreift um land allt. Ferðin tekur um hálftíma frá því kartafl- an leggur af stað og þar til hún er komin í Fransman pokann. Sævar sagði að verksmiðjan framleiddi 3'/2—4 tonn á degi hverjum og er þá um 8 tíma vinnudag að ræða. Salan er geysi- mikil, það safnast aldrei fyrir lag- er hjá þeirp, það fer allt beint út til neytenda. Sagði hann að á síð- asta ári hefðu þeir framleitt 760 tonn af frönskum kartöflum. Það þótti okkur bara sæmilega mikið og fórum að hugsa um hvað þjóð- in borðaði mikið af frönskum kartöflum allt í allt. Það er lík- lega dágóður slatti. Er við þökkum Sævari fyrir fylgdina'í gegnum Kjötvinnsluna og kartöflufabrikkuna spurðum við hann hvernig væri að búa inni á Akureyri en vinna á Svalbarðs- eyri? „Það er mjög gott. Mér finnst ákaflega þægilegt að keyra hing- að á morgnana, þá get ég í róleg- heitum hugsað um starfið og hvernig ég ætla að leggja daginn niður fyrir mér. Það er mjög gott að koma ekki bara beint í vinn- una og þurfa að byrja strax. mþþ Það tekur kartöflurnar 30 mín. að-fara í gegnum „kcrfið“. Hér eru þær í upphafi ferðarinnar. Unglingarnir tína burtu skemmdar kartöflur og snyrta þær heilu. Myndir HJS. Nýtt á markað- inum Kynninga^ð! 100% hreinn appelsínusafi frá Flórida Engum sykri, litarefnum, rotvarnar- efnum, né öðrum aukaefnum er bætt í í hverjum líter af safa eru u.þ.b. 2.4 kg af Flórida appelsínum Mjólkursamlag KEA Akureyri • Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.