Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-25. júlí 1984 „Þyrfti að vera á hjólaskautum“ - Stórt olíumálverk eftir Eirík Smith hengt upp í Iðnaðarbankanum Kugmynda- samkeppni um búnað á tjaldstæðum Ferðamálaráð íslands hefur ákveðið að efna til hugmynda- samkeppni um búnað á tjald- svæðum, í samvinnu við Arki- tektafélag íslands og samkvæmt samkeppnisreglum þess. Keppnin verður opin öllum ís- lenskum ríkisborgurum og er- lendum ríkisborgurum sém lög- heimili eiga hér á landi. Tilgangur með keppninni er að fá tillögur að ýmiss konar búnaði, sem nota má á tjaldsvæðum og útivistarsvæðum víðs vegar um landið. Heildarverðlaunafé er kr. 205,000,- Reiknað er með að keppnis- gögn verði afhent í byrjun ágúst- mánaðar og að frestur til að skila tillögum renni út í lok október. Trúnaðarmaður dómnefndar er Þórhallur Þórhallsson, starfs- maður AÍ, Freyjugötu 41, 101 Rvk., sími 11465 og heimasími „Ég er fæddur Gaflari og alla tíð síðan hef ég verið Gaflari, en þrátt fyrir það hafa margar af mínum myndum farið til Akureyrar,“ sagði Eiríkur Smith, listmálari,en á mánudaginn var sett upp eftir hann stór og mikil mynd í af- greiðslusal Iðnaðarbankans á Ak- ureyri. Myndina málaði Eiríkur samkvæmt ósk bankans og er hún 4.65 m. á lengd og 1.40 m. á breidd. En hvað er listamaðurinn að segja í þessari mynd? „Myndin á að vera tákn vorsins, ég reyni að túlka vor- komuna í Eyjafirði," sagði Eirík- ur.„Þegar ég var beðinn að mála þessa mynd þá voru mér ekki settar neinar skorður aðrar en þær, að hún ætti að minna á Ak- ureyri eða Norðurland. Að öðru leiti hafðiég frjálsarhendur. í>ess vegna hef ég unnið þessa mynd eins og aðrar mínar myndir. Það breytir engu þótt hún sé únnin eftir pöntun." - Éað eru einhverjar verur þarna á sveimi? „Já, ég hef alltaf haft mjög gaman af því að mála ýmiskonar verur inn í mínar myndir. I þessu tilfelli fannst mér þetta liggja beint við, þar sem myndin er hugsuð sem útsýnið frá Vaðla- heiði verstur yfir Pollinn. Er ekki talið að þar sé byggð huldu- fólks?“ Mynd: GS. Eiríkur Smith, listmálarí. - Ein veran er öðrum sterkari, er hún mennsk? „Já, ein virðist veraldlegri en aðrar, en þar er ekki um neina ákveðna konu að ræða eftir að hún er komin í þessa mynd. Allt á þetta að tákna vorkomuna og þetta kemur frá mér eins og af sjálfu sér. Ég geri mér enga grein fyrir því hversu hlutirnir eru skynsamlegir í myndinni á meðan verkið er að mótast. Pað var gaman að vinna að þessari mynd. Það voraði vel hér við Eyjafjörð og lá því beint við að vinna úr þvf efni. En það er erfitt að vinna svona stórar myndir, maður þyrfti helst að vera á hjólaskautum með pensil- inn,“ sagði Eiríkur Smith. -GS 16788. Dómnefnd skipa: Reynir Vil- hjálmsson, landslagsarkitekt, formaður; Ragnar Jón Gunnars- son, arkitekt, FAÍ, ritari; Birna G. Bjarnleifsdóttir, leiðsögu- maður; Jón Gauti Jónsson, fram- kvæmdastjóri; Ulrik Arthursson, arkitekt, FAÍ. O.C. Thorarensen „skattakóngur ’84“ Álagningaskrá Norðurlandsumdæmis eystra 1984 var lögð vikudaginn 25. júlí. Helstu niðurstöður hennar eru þessar Heildarfjárhæð álagðra gjalda: Fjöldi Upphæð Einstaklingar 18.509 605.959.273 Börn 1.187 1.720.061 Félög 785 167.027.903 Samtals kr. 774.707.237 Meðaltalshækkun álagðra gjalda er 35,45%. Tekjuskattur er lagður á 8.120 einstaklinga kr. 257.959.273, 910 börn kr. 1.126.616 og 142 félög kr. 22.500.138. Eignarskattur er lagður á 3.226 einstaklinga kr. 11.303.270 og 345 fé- lög kr. 13.947.381. Útsvör eru Iögð á 15.961 einstakling kr. 228.478.936 og 554 börn kr. 583.670. Aðstöðugjald er lagt á 1.740 einstaklinga kr. 11.996.060 og 503 félög kr. 69.427.200. Endurgreiðslur ríkissjóðs eru: Persónuafsláttur til greiðslu útsvars, eignarskatts og sjúkratrygginga- gjalds kr. 43.704.281 vegna 9.241 einstaklings. Barnabætur til 7.837 einstaklinga kr. 103.750.753. Hæstu gjaldendur eru: Tekjuskattur Útsv. og aðst.gj. Önnur gjö/d Samtals 1. Oddur C. Thorarensen, Brekkug. 35, Akureyri 868.623 420.160 211.562 1.500.345 2. Ólafur Ólafsson db., Stórigarður 13, Húsavík 488.860 261.130 103.749 853.739 3. Gauti Arnþórsson, Hjarðarlundi 11, Akureyri 538.007 165.400 43.447 746.854 4. Sigurður K. Pétursson, Hrafnagilsstr. 2, Akureyri 496.472 154.560 30.739 681.771 5, Baldur Jónsson, Goðabyggð 9, Akureyri 488.840 149.170 34.437 672.447 6. Teitur Jónsson, Byggðavegi 123, Akureyri 416.693 137.220 43.536 597.449 7. Jón Aðalsteinsson, Árholti 8, Húsavík 419.968 140.420 29.140 589.528 8. Óli Þ. Ragnarsson, Goðabraut 4, Dalvík 359.705 176.700 47.314 583.719 9. Sigurður Ólason, Munkaþverástr. 31, Akureyri 405.867 132.570 26.335 564.772 10. Girish B. Hirlekar, Kotárgerði 16, Akureyri 410.826 120.020 23.557 554.403 11. Júlíus Gestsson, Grundargerði 4c, Akureyri 400.573 127.480 25.736 553.789 12. Baldur Ingimarsson, Bjarmastíg 10, Akureyri 374.139 119.920 40.498 534.557 13. Elías I. Elíasson, Hrafnagilsstr. 36, Akureyri 367.881 138.790 27.536 534.207 14. Halldór Baldursson, Ásvegur 25, Akureyri 352.021 130.460 26.249 508.730 Félög T. og eignarsk. Aðstöðugj. Önnur gjöld Samtals 1. KaupfélagEyfirðinga, Akureyri 4.358.388 16.369.540 8.984.265 29.712.191 2. Manville hf., Húsavík 8.426.294 17.691 8.443.985 3. Útgerðarfélag Akureyringa hf., Akureyri 65.955 2.843.020 3.894.984 6.803.959 4. Slippstöðin hf., Akureyri 386.320 3.445.000 2.843.205 6.674.525 5. VerksmiðjurSÍS, Akureyri 5.420.040 162.601 5.582.641 6. Kaupfélag l'ingeyinga, Húsavík 643.350 2.632.670 1.662.425 4.938.445 7. Höldursf., Akureyri 527.750 3.170.000 618.079 4.315.829 fram mið- Hækkun % 30,92 -9,13 56,17

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.