Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 9
25. júlí 1984-DAGUR-9 „Alfreð gat ekki á sér setið . . .“ Gylfi Gíslason lyftingamaður. „Við höfum sent fyrirspurn um þaö út hvaða lyf Gylfi hafí tek- iö fyrir Evrópumótið á Spáni sem leiddu til þess að hann var tekinn „undir áhrifum ólög- legra lyfja“ eins og gefíð hefur verið út. Yið höfum ekki feng- ið svör við þeim fyrirspurnum og það virðist eitthvað standa í þessum herrum að gefa svör“ sagði Ólafur Sigurgeirsson hjá Lyftingasambandi íslands í samtali við Dag. Enn var ófært! í fyrrakvöld varð að fresta leik KS og ÍBV í 2. deildinni í þriðja skiptið, og ástæðan sú sama og áður, sú að Eyjamenn komust ekki til lands. „Við höfum fengið þær upplýs- ingar frá mótanefnd að þeir ætli að setja leikinn á þegar hið svo- kallaða sumarfrí leikmanna er skollið á, og erum mjög óánægðir með það,“ sagði Kari Pálsson Norðurlandsmót drengja: Fjögur lið eru efst og Þegar tvær umferðir hafa verið leiknar í Norðurlandamóti drengja sem stendur yfír á Norðurlandi þessa dagana, eru fjögur lið efst og jöfn með 3 stig, en Norðurlandameistar- arnir Danir og Færeyingar reka lestina og hafa ekki hlotið stig. I fyrstu umferð mótsins gerðu ísland og Svíþjóð jafntefli 1:1 í nokkuð skemmtilegum leik, Norðmenn unnu Dani 3:2 í hörkumiklum leik og Finnar fóru illa með Færeyinga, unnu þá 8:1 eftir að staðan hafði verið 1:1 í hálfleik. 2. umferð var leikin í gær. Á Sauðárkrkóki léku ísland og Fær- eyjar og lauk leiknum 4:0 fyrir ísland. Noregur og Finnland gerðu jafntefli á Húsavík 0:0 og aftur lágu Danir, nú fyrir Svíum 0:5. Næsta umferð mótsins verður háð á Akureyri annað kvöld. Á aðalvelli leika Noregur og ísland og hefst leikurinn kl. 20, Finn- jöfn land og Danmörk leika á KA- velli kl. 18 og Svíþjóð og Færeyj- ar mætast á Þórsvelli kl. 18. Leikur íslands og Noregs verð- ur án efa hörkuleikur og er full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að koma og fylgjast með leiknum. Liðin eru skipuð drengjum 15 ára og yngri og þeir leika skemmtilega knattspyrnu, drengirnir. Svo virðist sem ísland eigi nokkra sigurmöguleika í mótinu, og stuðningur áhorfenda gæti þar ráðið úrslitum. Á föstudag verður 4. umferð mótsins, og verður þá leikið á Húsavík og Sauðárkróki. Á Sauðárkróki leika Danmörk og Færeyjar kl. 17 og Noregur og Svíþjóð kl. 18.45 en á Húsavík ísland og Finnland kl. 18. Lokaumferð mótsins verður svo háð á Akureyri á sunnudag. Færeyjar og Noregur leika á Þórsvelli kl. 10.30, Svíþjóð og Finnland á aðalvelli kl. 12 og ís- land og Danmörk á aðalvelli kl. 14.45. formaður KS er við ræddum við hann í gær. „Þeir tala um að það verði að „keyra mótið áfram“ en eina lið- ið sem þarf að „keyra áfram“ í þessu móti er lið ÍBV. Ekki virð- ist áhuginn hjá mótanefnd vera mikill er á reynir að „keyra þá áfram“ því þá hefði verið hægð- arleikur að senda þá með Herj- ólfi eins og eina ferð í land og þá væri þessi leikur að baki. Við erum mjög óhressir ef við fáum ekki þetta keppnisfrí eins og hin liðin, menn eru búnir að ákveða hvernig þeir ætla sér að eyða þessum dögum og giftir menn í liðinu sem hafa gert áætl- anir vilja geta haldið sig við þær,“ sagði Karl Pálsson. Það er ekki á allra færi að taka svona „test“. Það hefur verið gert í Bretlandi og nýlega einnig í Svíþjóð og svo skyndilega þykj- ast Spánverjar vera þess um- komnir að geta þetta. Það sem ég þekki til málanna um þetta er þannig að ávallt hef- ur verið sagt hvaða lyf viðkom- andi íþróttamaður hefur tekið inn ef hann hefur verið sakaður um slíkt. Ég hef bara ekki trú á því að Spánverjarnir kunni þetta. Það eru 50-60 lyfjategundir sem koma fram í svona „testi“ og það er ansi hart að falla á svona „testi“ fyrir það að hafa tekið inn magnyl. Vegna þess að málið hefur alls ekki verið afgreitt til okkar er- lendis frá vorum við ekkert að flýta okkur að gera þetta opin- Leikið í 3. deild Þrír leikir fara fram í kvöld í 3. deild b-riðli og hefjast allir kl. 20.00. Magni og Þróttur N leika á Grenivík, HSÞ og Huginn í Mý- vatnssveit og á Reyðarfirði leika Valur og Austri. Að þessum leikjum loknum verður frí í riðl- inum til 10. ágúst. bert en Alfreð Þorsteinsson for- maður Lyfjanefndar ÍSÍ gat ekki á sér setið að gera blaðamál úr þessu og fá viðtal við sjálfan sig í leiðinni, sagði Ólafur. „Ólafs- fjörður open“ Gin næstu helgi halda Ólafs- fírðingar sitt árlega opna golf- mót og fer það fram á Skeggja- brekkuvelli að venju. Mót þetta nýtur alltaf mikilla vinsælda og þeir eru margir sem aldrei láta sig vanta á Ólafsfirði þegar það fer fram. Völlur þcirra Ólafsfirðinga vefst ekki fyrir mönnum að því leytinu að hann er ekki langur, en hann er ekki allur þar sem hann er séður og er fljótur að refsa mönnum ef þeir fara ekki rétt að. Keppnin í Ólafsfirði hefst á laugardag og verða þá leiknar fyrri 18 holurnar og mótinu lýkur svo á sunnudag. Keppt er í karla- flokki, kvennaflokki og drengja- flokki. Talið að við munum 33 fifi berjast um titilinn - segir Alfreð Gíslason um átökin í þýska handboltanum næsta vetur „Ég fer út núna í vikunni og maður fer beint í æfíngar og púl,“ sagði Alfreð Gíslason handknattleikskappi hjá þýska liðinu Essen er við ræddum við hann, en Alfreð hefur dvalið hér á landi að undanförnu í sumarfríi. - Fara þeir með þér Jón Krist- jánsson og Logi Einarsson? 1. deildin í knattspyrnu: Síðasta umferðin fyrir „sumarfrí (t „Nei, þeir koma til Þýskalands 18. ágúst og verða hjá okkur í tvær vikur. Þetta eru efnilegir strákar og það hlýtur að vera lær- dómsríkt fyrir þá að fara út því þjálfari Essen er mjög fær maður og þeir fá að fylgjast með og æfa.“ Alfreð sagði að Essen ætti fyrsta leik í lok september og við spurðum hann um átökin sem framundan eru. Hafa orðið mikl- ar mannabreytingar hjá liðun- um? „Það eru miklar breytingar hjá Groswallstad. Þeir hætta allir þessir reyndustu þar. Gummers- back missir líka marga leikmenn. Nú í vikunni verður leikin 13. umferð í 1. deildinni í knatt- spyrnu, en að þessari umferð lokinni taka leikmenn sér keppnisfrí fram í miðjan næsta mánuð. Þór á að leika á útivelli gegn Breiðablik, en í fyrri leik liðanna á Akureyri sigruðu Blikarnir mjög ósannfærandi. Þórsarar ættu að hafa alla burði til að snúa dæminu við í Kópavoginum en til þess verða þeir að nýta færin að sjálfsögðu. KA á að leika gegn Val á Ak- ureyrarvelli á föstudagskvöld. KA menn fóru illa með Vals- menn í fyrri leik liðanna og unnu sigur en Valsmenn kvittuðu fyrir með að slá KA út úr Bikarkeppn- inni á Akureyri á dögunum í spennandi leik. Leikurinn á föstudagskvöld ætti því að geta orðið skemmtilegur. Skagamenn virðast vera búnir að tryggja sér íslandsmeistara- titilinn svo það eina sem keppnin snýst um núna er 2. sætið sem gefur rétt til að taka þátt í UEFA-keppninni, og svo auðvit- að að reyna að hafna ekki í öðru af tveimur neðstu sætunum. Þórsarar hafa þann vafasama heiður að vera neðstir með 11 stig ásamt tveimur öðrum liðum en KA er í 6. sæti með tveimur stigum meira. Alfreð Gíslasun. Þessi liö eru því talin munu verða talsvert veikari. Við höfum ekki misst neinn leikmann, en fengum einn línumann frá Gummers- back. Það er álitið að við munum berjast um titilinn við Schwabing," sagði Alfreð að lokum. Heil um- ferð í 2. deild Leikmenn í 2. deild munu leika 12. umferö íslandsmóts- ins á laugardag, og halda síð- an í frí þar til um miðjan ágúst. Heil umferð verður á laugar- dag og hefjast allir leikirnir kl. 14.00. Á Sauðárkróki leika Tindastóll og Völsungur, tvö lið sem þurfa mikið á stigunum að halda. Tindastóll í botnbaráttunni en Völsungar sem virðast vera að missa skriðið í baráttunni á toppnum. Hérskýrast línur vænt- anlega eitthvað. Aðrir leikir eru Víðir-KS, ÍBl-UMFN, ÍBV-UMFS og Ein- herji-FH.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.