Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 11
25.JÚIÍ1984-DAGUR-11 Tímaritið Þroskahjálp Tímaritið Þroskahjálp 2. tölu- blað 1984 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. I ritinu er að finna ýmsar grein- ar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum skrifar grein sem hann nefnir „Um tímasprengj- ur". Greinina byggir hann á er- indi sem hann flutti á Landsþingi Þroskahjálpar síðastliðið haust, um ráðgjöf og stuðning við for- eldra fatíaðra barna. Grein um atvinnumál ritar Friðrik Sigurðsson og Einar Hólm Ólafsson fjallar um menntamál. Frásögn af starfsemi Deildar blindra og sjónskertra Álftamýr- arskóla skrifuð af Þorbirni Bjarnasyni. Þá geinir Ásta María Hjalta- dóttir frá tómstundarstarfi van- gefinna unglinga og sagt er frá myndlistasýningu á Sólheimum í Grímsnesi. Af öðru efni má nefna fasta þætti s.s. „Af starfi samtakanna" og „Hirt úr blöðum". Tímaritið Þroskahjálp er sent áskrifendum og er til sölu á skrif- stofu samtakanna Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Áskriftarsíminn er 91-29901. ___________ Lauga- hatiö Héraðssamband S.-Þingeyinga efnir nú í ár eins og undanfarin ár til Laugahátíðar um verslunar- mannahelgina. Að venju verður vandað til dagskráratriða og alls undirbúnings svo að flestir finni eitthvað við sitt hæfi og megi líða sem best í því fagra umhverfi, sem Laugastaður býður upp á. Forráðamenn þessarar sam- komu hafa leitast við að skapa það öryggi, sem til þarf, öllum þeim sem sækja Laugahátíð. Það er einlæg von Laughátíðarnefnd- ar að Laugahátíð '84 megi sýna og sanna að hægt er að halda fjöldasamkomu, þar sem sönn hátíð ríkir meðal þátttakenda. Tímaritið Storð Tímaritið STORÐ, fyrsta hefti þessa árs, er nú komið út. Louisa Matthíasdóttir, listmálari, prýðir forsíðu ritsins og hefst það jafn- framt á ítarlegu viðtali við hana, eftir Matthías Johannessen, rit- stjóra Morgunblaðsins. Grein- inni fylgja nýjar myndir af lista- konunni eftir Pál Stefánsson, svo og myndir af málverkum hennar. STORÐ efnir síðan til um- ræðna um þekkingu ungs fólks á íslandi á sögu sinni og menning- ararfleifð, og taka þau Arnór Hannibalsson, lektor, Ólafur Proppé, lektor, Fríða Á. Sigurð- ardóttir, rithöfundur, Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. menntamála- ráðherrá, Kristín Halldórsdóttir, alþingismaður, Einar Kárason, rithöfundur og Andrés Björnsson, útvarpsstjóri þátt í þeirri umræðu. Með þessu tölublaði STORÐ- AR skiljast jafnframt leiðir Har- alds J. Hamar og Almenna bóka- félagsins, sem gáfu út ritið í sam- einingu frá upphafi. í inngangs- orðum að STORÐ segir Harald- ur: „Það hefur orðið að sam- komulagi að hvor haldi til síns heima - og STORÐ fylgi þeim aðilanum sem sérhæft hefur sig í útgáfu tímarita." DALVIK.URSK.aLI Skipstjórnarnám Á Dalvík er starfrækt 1. stigs skipstjórnarnám sem veitir rétt til stjórnunar fiskiskipa allt að 120 lestum. Námið er skipulagt í samvinnu við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Umsóknir fyrir skólaárið '84-85 þurfa að berast fyrir 20. ágúst. Umsóknum fylgi: a) Afrit af prófskírteini grunnskóla. b) Vottorð um siglingatíma. c) Heilbrigðisvottorð. d) Augnvottorð frá augnlækni. e) Sakavottorð. f) Vottorð er staðfesti sundkunnáttu. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 61380 og 61491. Heimavist er á staðnum. Skólastjóri. Frá kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Komtö vtö í Byggðavegi og versltö í feiíalagtö. Kjömarkaðsverð er hagstætt verð. Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Bifvélavirki Nemi eða maður vanur bílaviðgerðum óskast á verkstæði úti á landi. Umsóknir er greini nafn og símanúmer sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „Bílaviðgerðir". Ut \^^*L • :#i# Kaupfélag Svalbarðseyrar auglýsir hér með eftir tilboðum í flutning á starfsmönnum frá Akureyri til Svalbarðseyrar til vinnu, og frá Svalbarðseyri til Akureyrar að aflokinni vinnu. Um er að ræða 10-15 manns. Útboðsgögn fást á skrifstofu Kaupfélag Sval- barðseyrar þar sem allar frekari upplýsingar eru veittar. Tilboðum ber að skila fyrir 15. ágúst nk. til Kaupfélags Svalbarðseyrar. Kaupfélag Svalbarðseyrar áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Dýrin kunna ekki umferöarreglur. Þess vegna þarf að sýna aðgæslu í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferðar- reglur og ríða hægra megin og sýna bílstjórum sams konar viðmót og þeir ætlast til af þeim. yUMFERÐAR RÁÐ Saurbæjarhreppur Skattskrá Saurbæjarhrepps 1984 liggurframmi í Torfufelli og Hleiðargarði frá 25. júlí til og með 8. ágúst 1984. Kærufrestur verður frá 25. júlí til og með 23. ágúst nk. Oddvitinn. ff------~-----:------------------------------------—-------¦---------------¦------------;---------------- '--------------"----—" IGNIS kæliskápar nýkomnir 140 iítra kæliskápur. HæðöScm. Breidd 45 crri. DýptöOcm. Verð aðeins kr. t.190,- 310 lítra kæliskápur. Hæð 159 cm. Breídd 55 cm. Dýpt 60 cm. Vtrð aðeins kr. 17.640,- 410 lítra kæliskápur. Hæð 160 cm. Breidd 68 cm. Dýpt 60 cm. Verð kr. 24.600,- Óseyri 6, Akureyri. Pósthólf 432. Sími 24223.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.