Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR f BfllNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VIÐHALDSFRÍIR VELJIÐ RÉTT MERKI Þrír sóttu um stöðu safnstjóra Minjasafnsins Þrír umsækjendur eru um starf forstöðumanns Minjasafnsins á Akureyri, sem nýlega var aug- lýst. Þeir eru Margrét Hermanns- dóttir, fornleifafræðingur; Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur við nám og störf í Svíþjóð og Símon Jóhannsson, sem nú er við nám. Stjórn safnsins hefur ekki ráðið í stöðuna, en að líkindum verður það gert í byrjun næsta mánaðar, samkvæmt heimildum Dags. - GS Sauðárkrókur: Átak í fegrun bæjarins „Því miður tókst okkur ekki að fá hingað garðyrkjumann. Yið reyndum en vorum of seinir,“ sagði Þórður Þórðar- son bæjarstjóri á Sauðárkróki er Dagur spurðist fyrir um það, en fyrirhugað var að ráða garð- yrkjumann til starfa á vegum bæjarins. Átti hann að sinna nauðsynlegustu verkefnum hjá bænum og vera til ráðu- neytis fyrir bæjarbúa. Sagði Þórður að bæjarstarfs- menn og unglingar í Vinnuskólan- um ynnu við fegrun opinna svæða og nokkrar franikvæmdir væru að hefjast við Skagfirðingabraut sem er aðalgata bæjarins. Fyrir skömmu hélt Veðramóta- ætt ættarmót á Sauðárkróki og gróðursetti þá um 300 birki- plöntur í Sauðárgili. Sagði Þórð- ur að það væri heilmikið og þarft framtak og mikil prýði fyrir bæinn. mþþ r jlljl 'J Það var þröngt setinn bekkurinn á Akureyrarflugvelli í gærmorgun. Mynd: KGA Rás 2: Nær til alls Norðurlands með haustinu Sendarnir fyrir dreifikerfi „Rásar 2“ víða um landið eru bæði komnir og á leiðinni til landsins og það er trygging fyr- ir því að þeir eru leystir út jafn- óðum og þeir koma til lands- ins,“ sagði Þorgeir Ástvalds- son „rásarstjóri“ er við rædd- um við hann. „Uppsetning sendanna hjá Pósti og síma á að standast alveg og það er held ég alveg ljóst að sendarnir á Vaðlaheiðinni verða komnir upp innan tveggja mán- aða. Þá heyra Norðlendingar í „Rás 2“ og hafa þennan valkost um ólíkt útvarpsefni.“ „Rás 2“ er tónlistarútvarp sem útvarpar allan daginn eða nánar tiltekið frá 10-18, þá er útvarpað síðdegis á sunnudögum og nætur- útvarp er um helgar eins og al- þjóð ætti reyndar að vita því þá eru báðar rásir Ríkisútvarpsins samtengdar. Akurvík fær sölu- leyfi í göngugötu Verslunin Akurvík hefur feng- ið leyfi bæjarráðs til dagsölu í göngugötunni á Akureyri. Sögðu þeir Akurvíkurmenn að fyrirhugað væri að selja grill og grillkol, einnig ýmsa smávöru eins og garðáhöld og annað slíkt. Hvernig þessu verður háttað er ekki endanlega ákveðið, en líkast til yrði þetta einkum á góðviðris- dögum til að lífga upp á lífið í Miðbænum. mþþ Rúmlega 200 manns gistu flugstööina - Örtröð á Akureyrarflugvelli í fyrrinótt þegar Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokuðust vegna þoku „Við fengum yfir okkur hingað fjórar vélar sem urðu að lenda hér vegna þess að ekki var hægt að lenda í Keflavík eða Reykjavík,“ sagði Gunnar Oddur Sigurðsson umdæmis- stjóri Flugleiða er við ræddum við hann um óvenjulega „traffik“ á Akureyrarflugvelli í fyrrakvöld. „Sú fyrsta sem kom var vél sem hafði farið héðan í áætlun til Reykjavíkur og varð að snúa við, en með henni voru 36 farþegar. Nokkrum mínútum síðar lenti hérna Boeing vél Flugleiða sem var að koma frá Grænlandi, þetta var 727-200 vélin og með henni voru 73 farþegar. Það liðu ekki nema 10 mínútur í næstu vél sem var Fokker vél með 40 farþega sem einnig var að koma frá Grænlandi. Loksins kom önnur Boeing þota Flugleiða sem var að koma úr áætlunarflugi frá Kaup- mannahöfn og Osló og með henni voru 63 farþegar. Þessir farþegar sem voru rúm- lega 200 talsins voru hér í flug- stöðinni alla nóttina. Við reynd- um að hlúa að þeim eins og hægt var og nokkur hluti þeirra sem hafði verið með þotunum gat lagt sig í þeim vélum. Það var ekkert gistirými að hafa á Akureyri, allt fullbókað. Af þessum hópi voru að vísu um 20 sem komu frá Grænlandi og áttu að fara í ferð um Mývatnssveit þannig að sá hópur var sendur til Húsavíkur á hótelið þar“. - í gærmorgun batnaði verðrið fyrir sunnan, vélarnar tíndust burtu hver af annarri og síðari þotan fór til Keflavíkur nokkru fyrir hádegi. Er óhætt að segja að þar hafi lokið miklum annatíma hjá starfsfólki Flugleiða á Akur- eyrarflugvelli. gk- Það verður áframhaldandi suðlæg átt á Norðurlandi og nokkuð svipað veður og undanfarið. í nótt og á morgun fer að líkindum að rigna, en hita verður samt þó nokkur. Og það var að sjálfsögðu veðurfræðingur á Veðurstofu íslands sem gaf þessar upplýsingar. # Vélmenni í landbúnaði? Alltaf er tækninni að fara fram. í framtíðinni má reikna með að kjöt verði hlutað í sundur með leisergeisla eða þrýstivatnsbunu og það verða að líkindum vélmenni sem stjórna verkinu. Þetta kemur fram í nýlegu hefti af Frey og er haft eftir Dick Car- rice, bandarískum tækni- manni. Sá hinn sami benti á, að Ástralir notuðu nú vél- menni til að rýja fé sitt. Sagt er að þau séu vandvirk, en fremur seinvirk. Nú starfa um 6.000 vélmenni við iðnað í Bandaríkjunum. Af þeim eru 4.000 við rafsuðu, en 200 í öðrum verkefnum, m.a. við efnisskurð með leisergeisl- um eða háþrýstibunum. Skyldi maður eiga eftir að upplifa það, að mæta vél- mennum á förnum vegi í Firð- inum í framtíðinni? # Fljótandi veit- ingastaður Ýmsar ferskar hugmyndir hafa komið upp á yfirborðið varandi undirbúning að karnivalinu á Akureyri um helgina. Ein var sú að fá skut- togarann Sólbak leigðan, leggja honum við festar úti á Pollinum og reka skemmti- og veitingastað um borð í skipinu. Ekki gat orðið út þessu, þar sem ráðamenn Út- gerðarfélagsins treystu sér ekki til að lána skipið. En fljótandi skemmmtistaður er ekki þar með úr sögunni. í at- hugun er fá Drang til að gegna þessu hlutverki. Hann er þar að auki mun heppilegri til þessara hluta, þar sem hann býður upp á víðáttumik- ið danspláss á dekki. En hvað úr þessu verður veit nú enginn; vandi er um slíkt að spá; en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá. # Jón Sólnes til Alcan Eins og fram hefur komið í fréttum hafa ráðamenn kana- diska álfyrirtækisins Alcan boðið nokkrum andstæðing- um álvers ásamt stuðnings- mönnum þess að álverskost- urinn verði skoðaður, í stutta skoðunarferð til Kanada. Alls er hér um 11 manns að ræða og kemur einkaþota Alcan- manna til Akureyrar í næsta mánuði til að sækja hópinn. Alcan-menn létu fulltrúum stóriðjunefndar það eftir að velja menn til fararinnar, nema hvað þeir óskuðu eftir því að Jón G. Sóines yrði með ( förinni. Ástæðan mun vera sú, að forstjórar Alcan spiluðu golf með Jóni þegar þeir voru hér á ferð á dögun- um. Það mun hafa verið á fjórðu holunni, sem heim- sókn Jóns var ákveðin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.