Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 3
27. júlí 1984-DAGUR-3 Þessirgömlu ungu menn Fjárveitinganefnd Alþingis heimsótti Drangey á dögunum, þegar nefndin gerði víðreist um Norðurland vestra. Að sögn kunnugra mun nefndin hafa ætlað að athuga með flugvallarstæði í eynni!!! Ekki hafa farið fregnir af niðurstöðunni, en ferðin þótti takast vel. Með í förinni var gamla kempan Björn í Bæ á Höfðaströnd, áttatíu og tveggja ára gamall unglingur. Hann klæddist sínu fínasta; var í dökkum fötum, lakkskóm og með harðan hatt, eins og höfðingjum sæmir. Uppgangan í eyna er nokkuð glæfra- leg og ekki fyrir lofthrædda. En Björn tiplaði þarna upp eins og hvert annað unglamb. Hins vegar höfðu ekki allir þingmennirnir þor til upp- göngunnar. Þeirra á meðal var Frið- jón Þórðarson, fyrrverandi ráðherra. Björn í Bæ hafði orð á því þegar upp í eyna var koinið, að þetta hefði ver- ið skynsamleg ákvörðun hjá Frið- jóni. Það væri nefnilega ekki fyrir svona gamla menn eins og hann að leggja í svona glæfraferðir!! 200 krónur fyrireim smjörvadós DV fékk nokkra mæta menn til að segja til um verð á nokkrum al- gengurn vörutegundumn í síðasta helgarblaði. Verðskyn þessara manna var ærið misjafnt. Þannig var samanlögð niðurstaða Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, 758 krónur og 50 aurar. Raunverulegt heildarverð þessara vörutegunda var hins vegar 302 krónur og 65 aurar. Það vakti líka athygli, að Guðmund- ur „Jaki“ Guðmundsson fór álíka nærri raunveruleikanum. Hann taldi heildarverð þessara vörutegunda 730 krónur. Þannig var hann til með að greiða 200 krónur fyrir smjörvadós- ina, sem er þrefalt verð, og hann var einnig til með að greiða þrefalt verð fyrir vísitölubrauðið, kaffipokann og banana. Það er því ekki að undra þótt Jakinn eigi erfitt með að láta daglaunin hrökkva fyrir nauðsynj- um! Að vestan Hér er einn stolinn úr Vestfirska fréttablaðinu. Það var framkvæmda- stjóri nokkur á ísafirði sem brá sér bæjarleið til að leysa af í öðru fyrir- tæki í öðrum kaupstað. Allt í lagi með það. Þegar hann var spurður að því hvar hann byggi, ef gerast kynni að nauðsynlega þyrfti að ná sam- bandi við hann, sagðist hann búa á Hótel Ground. Það hótel fannst hins vegar hvergi í símaskránni, þrátt fyr- ir ítrekaða leit, enda ekki venjan að símar séu á tjaldstæðum . . . Nei, nei, þetta er ekki mynd frá vaxmyndasafninu, hvorki í London, Kaupmannahöfn né París, þótt þessir heiðursmenn ættu það allir skilið að komast í tölu þeirra sem söfn þessi fylla. Þó veit ég ekki hvort ég vil þeim svo illt. Myndin er úr sýningu Leikfélags Akureyrar fyrir mörgum árum. Við borðið sitja Marinó Þorsteinsson og Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, og bend- ir stemmningin á myndinni til þess að Sæmundur hafi orðið uppvís að einhverjum ekkisens bellibrögðum. Á milli þeirra stendur Haraldur Sigurðsson, bankafulltrúi, en lengst til hægrí er Jóhann Ögmundsson. Ég þekki hins vegar ekki þann sem er lengst til vinstrí. Meira af gellum Forráðamenn sjómannablaðsins Víkings kvörtuðu sáran yfir því á síð- asta þingi Farmanna- og fiskimann- asambandsins, að félagsmenn væru óduglegir við að kaupa sitt málgagn, en lægju þess í stað í Samúel og öðrum álíka uppbyggilegum mál- gögnum. Sjómenn svöruðu því til, að þetta gæti svo sem staðist, en jafn- framt gaukuðu þeir því að Víkings- mönnum, að ekki yrði það nú til að skaða málgagnið þótt það birti efni sem sjómönnum félli vel í geð, t.d. myndir af girnilegum „gellum“. Rit- stjórn Víkings tók þessum ábending- um vel, keypti slatta af léttsöltuðum gellum í næstu fiskbúð, myndaði þær í bak og fyrir flatmagandi á steinum í heita læknum í Nauthólsvík. Mynd- irnar voru svo að sjálfsögðu birtar í síðasta tölublaði Víkings!!! Föstudagur: Mánasalur opnaður fyrir matargesti kl. 19.00. Kristján Guðmundsson leikur fyrir matargesti. Sólarsalur opnaður kl. 21.30. Hljómsveitin Geimsteinn leikur fyrir dansi ásamt diskóteki. Laugardagur: ^ Tilboð föstudag og laugardag Blandaður sjávarréttakokteill. Heilsteikt nautafilet með bökuðum kartöflum, fylltum tómötum, spergilkáli og béamaisesósu. fs með jarðarberjum. Kr. 690,- Stefán Einar Jónsson Júlíusson Sjö rokksöngvarar rijfa upp gömlu góðu lögin milli ’50 og ’62. Miðasala og borðapantanir föstudaginn frá kl. 18.00-20.00. Astrid Anna Jensdóttir Vilhjálms Mánasalur: Uppselt í mat. Sólarsalur opnaður kl. 19.00. Þórir Baldursson og Kristján Guðmundsson leika fyrir matargesti. Rokkkóngurinn Rúnar Júlíusson rokkar ásamt hljómsveit sinni til kl. 03.00. Sunnudagur: Ásamt fjölbreyttum sérréttamatseðli. Þorsteinn Eggertsson BIKARINN Karnival- stemmning. Karnival- veitingar. Opið aila virka daga til kl. 01.00. Missið ekki af einstöku tækifærí. Tilboðsmatur sunnudagskvöld Rokkhátíð Blandaður sjá varréttakokteill. Gljáð svínahamborgarsteik með sykur- brúnuðum jarðeplum, maísbaunum, gulrótum „julienne“ og rauðvínssósu. Kr. 550,- Geislagötu 14 Mjöll Garðar Hólm Guðmundsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.