Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-27. júlí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFI: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Iðnþróun fyrir Norðurland Framan af öldinni byggðist vöxtur þéttbýlis á Norðurlandi að mestu á sjávarútvegi, þjón- ustu við landbúnað og sjávar- útveg og úrvinnslu landbúnað- arafurða. Á síðasta áratug fjölgaði íbúum Norðurlands meira en landsmeðaltal, sem ekki hafði gerst áður á þessari öld. Þetta mátti þakka aukinni sókn á fjarlæg togaramið og fjölgun togara, auk þess sem vöxtur var í iðnaði og opinberri þjónustu. Þannig bættust við nær 1.000 störf við sjávarútveg- inn á þessum áratug og svipuð aukning varð í opinberri þjón- ustu. Samhliða vaxandi atvinnu jukust meðaltekjur á Norður- landi umfram það sem gerðist í öðrum landshlutum. En dýrðin stóð ekki lengi, því þegar í lok áratugarins heyrðust raddir, sem vöruðu við því sem fram- undan var. Þetta kemur m.a. fram í „Iðnþróunaráætlun fyrir Norðurland", sem lögð var fram á Fjórðungsþingi Norðlendinga á Akureyri 1980. Sigfús Jónsson, þáverandi starfsmað- ur byggðadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, var einn þeirra sem vann að gerð hennar. Hann sagði m.a. þegar hann kynnti áætlunina á þing- inu: „Þrátt fyrir þessar framfarir að undanförnu, er ekki útlit fyr- ir nema mjög takmarkaðan hagvöxt á svæðinu á næstu árum, án sérstakra aðgerða. Orsakast það af því að fyrirsjá- anlegt er að mun minni vöxtur verður í framtíðinni í þeim þrem greinum sem mest hafa vaxið síðan 1970." Síðar í erindi sínu sagði Jón: „Af framansögðu er ljóst að ef ekki kemur til sérstakt átak til eflingar iðnþróun, mun iðnaður ekki geta orðið sá vaxtarbrodd- ur framleiðsluatvinnuveganna sem þarf til þess að öllum nýlið- um á vinnumarkaði svæðisins gefist kostur á atvinnu heima fyrir. “ Jón kom víða við í erindi sínu, en í lok þess kynnti hann til- lögu þeirra sem að iðnþróun- inni störfuðu og sagði: „Þar sem verulegt átak þarf til upp- byggingar á iðnaði á næstunni er lagt til að byggðasjóður veiti á hverju ári næstu þrjú árin fjár- hagslega fyrirgreiðslu að fjár- hæð 500 m.kr. til iðnaðar á Norðurlandi á verðlagi 1. sept- ember 1980. Dregið verði úr lánum til sjávarútvegs á Norð- urlandi sem þessari aukningu nemur. “ Margt athyglisvert kom fram í þessari iðnþróunaráætlun og greinargerð Jóns og félaga hans. En því miður var lítið gert með þau aðvörunarorð sem þar var að finna. Iðnþróunaráætl- unin er einhvers staðar rykfall- in í skúffu. Það er enn verið að tala um að það verði að gera eitthvað, „til að tryggja að ný- liðum á vinnumarkaði svæðis- ins gefist kostur á atvinnu heima fyrir." Minna er um að verkin hafi verið látin tala. Ein- staka bjartsýnismenn hafa tek- ið til hendinni, en það dugir ekki til. Það er krafa Norðlend- inga, að stjórnvöld beiti sér fyr- ir markvissum aðgerðum í iðn- þróun á Norðurlandi og veiti sérstaklega til þess fé. Og það fé á ekki að þurfa að sækja til Reykjavíkur. Miðstöð fram- kvæmdanefndar iðnþróunar- innar á að vera á Akureyri. - GS Fyrirsögn greinarkorns þessa kann að sýnast nokkuð kunnugleg í augum einhverra, og þeir hinir sömu hafa al- veg á réttu að standa, ef þeir telja sig hafa séð hana einhvers staðar eða heyrt. Hún er nefnilega stolin og það ekki frá neinum smákörlum. Sjálfu Hinu Opinbera, eða öllu heldur þeim armi þess sem Ríkisútvarp er nefnt. Hér er nefnilega um að ræða nafn á einum flokki þess sérkennilega af- brigðis auglýsinga sem tilkynningar nefnist hér á landi, og er í sjálfu sér ekkert verra að kalla svo, heldur en til dæmis skilaboð eins og Kaninn gjarnan nefnir auglýsingar. í þeim flokki auglýsinga sem hér um ræðir eru þulin upp kostaboð ferðaskrif- stofanna, sem allar lofa okkur ódýrri sól og sumarsælu, og inn á milli fljóta svo orðsendingar sérleyfishafa, gjarnan um breyttar eða bættar áætl- anir. Svo sannarlega þægilegt áheyrnar eftir að búið er að hóta manni lögtaki, lokun á rafmagni eða afklippingu bílnúmera, svo að nokk- ur af píningartólum valdamannanna séu nú nefnd. Dýr sól eða ódýr Einhvers staðar stendur víst skrifað að sólin skíni jafnt á réttláta sem rangláta, og um þetta mun vart vera deilt. Hitt er svo öllu umdeildara hvort sólin sé dýr eða ódýr þegar búið er að pakka hana innan í lit- prentaða bæklinga ferðaskrifstof- anna, og selja ásamt flugi og gist- ingu, meira að segja með helmings barnaafslætti eða meir. Nýverið var í okkar ágæta Ríkisút- varpi einkar fróðlegur umræðuþátt- ur, einmitt um þetta mál, hvort sólar- landaferðir eru dýrar eður ei. Nú blandast engum hugur um það að sólarlandaferðir frá íslandi eru dýrar, og hljóta jafnvel að verða það sakir legu landsins hér lengst norður í Dumbshafi. Það var þó óþarfi að tefla þarna fram þrem eða fjórum gegn einum til að koma þessari stað- reynd til skila. Einhvern tíma hefði þetta að minnsta kosti meðal krakka verið kallað að ráðast á minni máttar. En þó svo að sólarlandaferðir verði ef til vill alltaf fremur dýrar hérlendis þegar á heildina er litið, þá er ekki þar með sagt að ekki megi lækka verð þeirra, og umfram allt gera þær hlutfallslega ódýrari fyrir það fólk sem raunverulega þyrfti á slíku að halda, til dæmis öryrkja, ungt verkafólk og einstæða foreldra og það án þess að ferðaskrifstofurnar þyrftu að tapa umtalsverðum upp- hæðum. Þetta mætti til dæmis gera með því að afnema barnaafslætti, nema um sé að ræða einstæð foreldri, þessara afslátta njóta hvort eð er ekki önnur börn en þeirra foreldra sem annað hvort skrifa ferðina á fyrirtækið, og gera það reyndar fyrst og fremst til að fá aukagjaldeyri út á krakkana, eða börn þeirra sem hafa há laun opinber eða óopinber. Einn- ig mætti lækka þessar ferðir með því að bjóða gistingu á ódýrari hótelum en nú er. Islendingar fara tæplega til sólarlanda til að kúldrast inni í hús- um þannig að gistingin þarf varla að vera neinn lúxus. En framar öllu verður að koma þvf þannig fyrir að þeir borgi sínar ferðir sem borgað geta þannig að hægt verði að huga að hinum sem minna hafa milli hand- anna. Glímt við þjóðveginn En það eru engan veginn allir sem fara til sólarlanda, og kemur þar bæði til þjóðrækni mörlandans og blankheit, þó svo að það sé víst orðið lítið ódýrara að ferðast innanlands en utan. Og þörfum þess fólks sem annað hvort kýs eða neyðist til að verja fríinu til að skoða sitt eigið land má ekki gleyma, og þá ekki heldur þörfum þeirra útlendinga sem í sí- auknum mæli leggja það á sig að ferðast alla leið hingað til að berja fósturjörðina okkar sem við öll erum svo stolt af, augum. Og einmitt um þessar mundir stendur hin árvissa glíma landans við þjóðveginn sem hæst, nær reyndar hámarki núna fyrstu helgina í ágúst. En það er ekki eingöngu hið afr- íska þjóðvegakerfi sem fólk verður að glíma við vilji það leggja leið sína um landið. Þar kemur einnig til bens- ínverð sem vart á sinn líka. Margir vilja kenna þar um óhóflegum álögum hins opinbera, en það er þó ekki nema hluti af skýringunni. Það getur tæpast leikið nokkur vafi á því að hið þrefalda dreifikerfi á Rússa- olíunni sem við höfum, skilar eigend- unum dágóðum hagnaði. Að minnsta kosti hafa þeir efni á að fjárfesta í ýmsum harla fjarskyldum hlutum svo sem myndbandaleigu, þar sem þeir hafa meira að segja tök á að yfir- bjóða Sjónvarpið, en það er svo sem engin furða þó að olíukóngar á ís- landi vilji sjá þjóðinni fyrir sínu sárt- saknaða Dallas, þegar aðrir bregð- ast. Það skyldi þó aldrei vera að á meðal þeirra leyndist svo sem einn JR? Hann átti það nefnilega til að braska með lóðir. En það eru fleiri en túrhestar einir sem verða fyrir barðinu á olíuverðinu. Sagt er að út- gerðin sé einnig að sligast undan því, og hvað sem annars má um útgerðar- menn ýmsa segja, þá er enginn vafi á því að olíukostnaður er verulegt vandamál hjá ýmsum útgerðarfyrir- tækjum. Þó eitthvað af olíukostnað- inum sé eflaust í raun húsgögn, sólar- landaferðir og pelsar, þá er það ör- ugglega ekki hjá öllum. En lítil von verður að teljast til þess að olíuvið- skipti landsmanna verði rannsökuð á næstu árum, svo vel hafa olíufélög- in komið sér fyrir, hafa jafnvel átt fulltrúa í ríkisstjórnum allmarga undanfarna áratugi. Karnival og kántrý Vafalaust hrjá ýmis önnur vandamál ferðamenn á íslandi, en fyrirbæri það sem þjóðvegakerfi er kallað, og hátt bensínverð, en einnig hefur margt áunnist hvað varðar bætta þjónustu við ferðamenn. Langar mig sérstak- lega að minnast á viðleitni fólks á hinum ýmsu stöðum til að laða að ferðamenn með alls kyns uppákom- um. Má í því sambandi nefna hið komandi „karnival“ okkar Akureyr- inga, og hið bráðsniðuga framtak Hallbjarnar á Skagaströnd, kántrý- hátíðina. Hliðstæða hluti mætti vel hugsa sér miklu víðar og gjarnan ár- vissa á hverjum stað. Þetta myndi efla atvinnulífið á þeim stöðum sem nú eiga undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi. Svona við- leitni mætti jafnvel styrkja af al- mannafé, til dæmis þeim fjármunum sem ausið hefur verið í hið botnlausa fyrirtæki þeirra Reykvíkinga sem nefnt hefur verið því hástemmda nafni Listahátíð. Hér er í rauninni verið að gera tillögu um það að Lista- hátíðin verði færð út um allt landið og henni dreift yfir allt sumarið undir ýmsum nöfnum, allt eftir getu og vilja hvers staðar. í framhaldi af þessum hugmyndum um að skipta þannig Listahátíð upp í tíma og rúmi, mætti hugsa sér að þeir staðir sem sýna framtak í ferðamál- um (t.d. meðal annars þeir staðir sem héldu hátíðir og uppákomur styrktar af almannafé, gjarnan með menningarlegu ívafi án þess að gleyma alþýðleikanum), fengju ein- hvers konar löggildingu sem „ferða- mannastaðir“, en slíkar löggildingar þekkjast til dæmis í Frakklandi og veita meðal annars viðkomandi stað rétt til að reka spilavíti sem annars eru bönnuð. Hér á landi væri til dæmis hægt að hugsa sér að þessir staðir fengju leyfi til sölu á sterkum bjór, en þessi tillaga fellur sjálfsagt ekki í kramið hjá nefndinni sem marka átti stefnu í áfengismálum, og mikið hefur verið hlegið að nú í gúrkutíðinni, enda áttu aðilar ferða- mála þar víst engan fulltrúa þótt furðulegt sé, né þeir sem atvinnu hafa af veitingarekstri. Áfengismál eru þó ekki bara heilbrigðis- og dómsmál, þau eru líka atvinnumál og ferðamál.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.