Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 6
':6 -'DftGtíR -''27,'júlíl ^84 Á Hörg á Svalbarðs- eyri búa saman 3 syst- kini. Pað þykir kannski ekkert í frá- sögur fœrandi, nema fyrir þær sakir að þau eru orðin nokkuð gömul, en öll vel ern. Pau heita Jónatan 88 ár, Guðmundur, 76 ára og Sigrún Bene- diktsbörn, hún er 93ja ára. Á ferð sinni á Svalbarðsströnd á dögunum þótti blaða- mönnum Dags tilvalið að líta inn til þeirra systkina, fá Sinalco sopa og spyrja tíðinda. Pað var Guðmundur sem hafði að mestu orð fyrir þeim, en Jónatan gat þó skotið inn orði við tækifæri. - Hafið þið alltaf búið hér á Hörg? „Nei, nei, við höfum ekki búið hér í þessu húsi nema í 22 ár. Við erum frá Breiðabóli sem er hérna rétt hjá. Þar vorum við með búskap, við þrjú og elsti bróðir okkar, Jóhannes hét hann.“ Jónatan vill ekki alveg sam- þykkja þetta: „Ég var aldrei við bú- skapinn. Ég bara keyrði.“ Jónatan var atvinnubílstjóri og er víst nýhætt- ur að keyra. Hann kom með fyrsta bílinn í sveitina árið 1929. Hafði hann númerið Þ-6, sem hann segist vera búinn að láta unglingsstúlku hafa. Hún á hins vegar öngvan bílinn ennþá, svo frændi hennar hefur núm- erið á sínum bíl. Svona gengur það fyrir sig. - Þið eruð líklega Þingeyingar í húð og hár? „Já, ætli við teljumst það ekki. Faðir okkar var úr Aðaldal og móðir okkar frá Þórisstöðum, hér rétt utar. Hún hét Sesselía og faðir hennai var frægur hákarlaformaður. Þau giftust 1887 og fluttu þá á Ytra-Hól í Kaup- vangssveit. Þaðan fluttu þau svo í Breiðaból þar sem þau bjuggu æ síðan. Þeim varð 15 barna auðið, 12 komust á legg, eins og sagt er og auk þess ólu þau upp systurson Benedikts föður okkar. Tvö dóu sama sólar- hringinn, 8. rnaí 1906, það hefurekki verið gleðidagur í lífi foreldra minna. Það gengu svo margir barnasjúk- dómar á þeim árum; þessum börnum hefði verið bjargað í dag.“ - Var aldrei þröngt í búi? „Ekki minnist ég þess; Breiðaból er kostajörð og það var alltaf mikið af gestum. Það var altalað hvað gott var að koma að Breiðbóli til að biðj- ast gistingar og fá mat. Við systkinin menntuðumst öll, hvert á okkar sviði. Stúlkurnar fóru á námskeið í matreiðslu og hússtjórn og sumar fóru í kvennaskóla. Það var ýmislegt sem við bræðurnir lærðum. Jónatan var lærður bílstjóri og ég var á bændaskólanum á Hvanneyri í 2 vetur, auk sumarsins á milli. Mér fannst ég hafa mjög gott af þeirri skólavist. Þegar skólavistinni lauk fór ég heim á Breiðaból og fór að búa þar með Jóhannesi.“ Guðmundur rekur menntaferil þeirra systkina og það verður að telj- ast nokkuð óvenjulegt að svo stór systkinahópur hafi allur menntast eitthvað á þessum tíma. Það varekki talið ónýtt þá að komast í kvenna- skóla þó nú þyki það kannski ekki merkilegt. matjurtir. Pabbi hafði lengi verið með matjurtagarð, kartöflur, gulræt- ur, og eitthvað fleira. Þegar ég kom af skólanum jókst svo garðræktin og við vorum með salat, radísur, hvítkál, blómkál, grænkál, rauð- rófur, o.fl., o.fl. Ég hafðilíka mikinn áhuga á kornrækt. Við ræktuðum korn í 6 ár, það gekk vel í 2 ár, sæmi- lega í önnur 2 og illa í 2 ár, svo þessu var hætt.“ Guðmundur sýnir okkur grasfræ sem hann ræktaði sjálfur og er búinn að geyma lengi ofan í kassa. „Annars er ég nú búinn að gefa heilmikið af fræjum, það eru krakkar sem eru að fara í búnaðarskóla og vantar fræ.“ - Þið fengust eitthvað við skógrækt, er ekki svo? „Jú, við höfum mikinn áhuga á því. Við ræktuðum samt engan skóg heima. Við plöntuðum í trjáreit hérna rétt fyrir ofan. Við sóttum tré í Vaglaskóg og til Akureyrar í þenn- an trjáreit. Hann er nú orðin heldur þéttur núna, en maður tímir ekki að höggva til að grisja.“ - Var ekki mikið líf og fjör hérna á síldarárunum? „Það er ég nú hræddur um. Þetta var nú flest aðkomufólk sem vann við síldina, stúlkur að sunnan. Einnig var þurrabúðafólk hérna af strönd- inni sem vann við þetta. Það voru fáir fluttir á Eyrina þá. Það var bræðsla á Hjalteyri, Dagverðareyri og Krossanesi og af því að nú er allt- af verið að tala um mengun, get ég sagt að það var hér mikil peningalykt sem var oft vönd í nefið. Ég held að þeir ættu að rannsaka allt vel i sam- bandi við þessa álfabrikku. Ég færði fólkinu í síldinni mjólk, skyr, smjör og hafði geldfé í girðingu á sumrin til að slátra svo það gæti fengið nýmeti. Þetta var allt svo ágætt fólk, það lék sér oft á kvöldin ef það hafði frístund og margt af því varð áberandi í þjóðlífinu seinna." - Langaði ykkur aldrei að flytja burt? „Þegar ég lauk mínu námi á Hvanneyri langaði mig í landbúnað- arháskóla í Kaupmannahöfn, en þangað fór einn af mínum skólabræðr- um. Ég fór bara heim og við höfum öll unað hag okkar vel. Mann hefur nú kannski stundum langað burt, en við erum uppalinn við sveitastörf og líka þau vel.“ - Nú eruð þið öll þrjú ógift, voruð þið bræðurnir ekkert kvensamir? „Það er svo margt í því. Þegar ég var ungur dóu um 20 ungmenni í sveitinni úr berklum sama árið og mikið af þeim voru stúlkur. Ég hef ekki getað elskað heitt nema einu sinni.“ Jónatan sagði hins vegar að allar konur væru konurnar sínar. „Ég fór í Vaglaskóg fyrir stuttu og þar voru stúlkurnar gráar og guggnar enda var mér sagt að þar hefði verið heljarinn- ar fyllerí. Strákarnir voru skárri. - Eruð þið nógu hress til að sjá al- veg um ykkur sjálf? „Já, við erum heilsuhraust. Sigrún fékk að vísu lungnabólgu í fyrra og þurfti að fara á sjúkrahús. Ég fór þá að leita fyrir mér eftir elliheimilis- plássi handa henni, en það var ekkert að hafa. Hún þráði líka bara að kom- ast heim og heim kom hún. Ég sé al- veg um húshaldið, kokka og allt það. Við Jónatan skiptum svo á milli okk- ar kostnaðinum. Hann borgar raf- magnið og ég matinn. Það er gott samkomulag á milli okkar.“ - Hafið þið haft einhver afskipti af pólitík? „Við erum svo frjálslynd að við höfum ekki hleypt okkur út í hana. Við hlustum á allt og svo kemur eitthvað út úr því. Það komu allra flokka menn á Breiðaból og þeir voru allir velkomnir,“ sagði Guð- mundur að lokum og dreif sig í ung- mennafélagsjakkann og þau systkini stilltu sér upp úti á tröppum til myndatöku. HJS ,,Við erum öll tiltölulega vel hress“ Dagur í heimsókn hjá systkinunum á Hörg Svalbarðseyri Guðmundur dregur upp albúm og sýnir okkur myndir af ættingjum og vinum. Hann er stálminnugur og virðist þekkja sögu hvers manns í smáatriðum. Það virðist vera mikill vinskapur á milli systkinanna allra, en þau eru 6 á lífi. „Það er sterkur frændgarðurinn." - Þið hafið lagt ungmennafélaginu Æskunni lið í gegnum tíðina, er ekki svo? „Jú, við systkinin höfum öll unnið eitthvað með ungmennafélaginu. Ég hannaði nýtt merki sem félagið hefur og var búinn að hanna nýtt um daginn, en þeim leist betur á það gamla. Ég held að hitt hefði orðið ansi laglegt líka.“ - Með hvaða búskap voruð þið á Breiðabóli og hvenig gekk hann? „Við vorum með allt mögulegt. Við ræktuðum t.d. upp undir 20 Systkinin á Hörg samankomin; bóndinn og bústólpinn Guðmundur, systirin Sigrún sem náð hefur 94ra ára aldri og loks Jónatan, sem ók um sveitir með aðra hönd á stýri. Mynd: mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.