Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 7
' 27,-júl í 1984 -f t)AQUR -7 Birgir Marinósson starfsmanna- stjóri Iðnaðardeildar Sambandsins: Birgir Marinósson. , JVlaður fyrir- tœkisins og starfsfólksins“ - Góðan daginn, er þetta Birgir Marinósson starfs- mannastjóri hjá Iðnaðar- deild Sambandsins á Akur- eyri? „Já, það er maðurinn, komdu blessaður." - Hvert er verksvið starfs- mannastjórans Birgis Mar- inóssonar? „Það er fyrst og fremst að hafa umsjón með ráðningu starfsfólks til fyrirtækisins, að sjá um að allir samningar séu haldnir og að útlista það fyrir verkstjórum og öðrum sem hafa með launamál að gera hverjir séu samningar og hvernig beri að túlka þá.“ - Petta hlýtur að vera yfir- gripsmikið starf á svo fjöl- mennum vinnustað? „Jú, það er það, því hér starfa í dag um 760 manns. Mér hefur fundist þetta mik- ið starf og hefur kostað geysilega mikla umframtíð, því hér eru unnar kvöld- og næturvaktir. Síðan sjáum við hér í launadeildinni um alla launaútreikninga. “ - En þótt starfið sé yfir- gripsmikið og tímafrekt hef- ur þú gefið þér tíma til þess að sinna félagsmálum af krafti? „Þau hafa sjálfkrafa flétt- ast inn í þetta starf, og að mínu mati á að fylgja þessu starfi að hafa einhverja um- sjón með félagsmálunum og stýringu á hvernig þau ganga. Ég hef alltaf litið á mig bæði sem mann fyrir- tækisins og starfsfólksins. Það er töluvert um það að fólk leiti til mín með alls kyns vandamál sem ég reyni að leysa úr og þykir vænt um ef ég get orðið að liði.“ - Pú hlýtur að eiga þínar frístundir, við hvað ert þú þá að dútla? „Fyrir utan félagsmálin þá er það golfið sem er í efsta sæti vinsældalistans. Við hjónin skreppum í veiðitúra við og við en það er golfið sem hefur forgang. Ég fór fyrst í golf upp úr 1960 með Hafliða Guðmundssyni en það er reyndar ekki fyrr en í sumar sem ég hef spilað eitthvað að ráði. Ég lít oft til himins og kalla þakkarorð upp til Hafliða fyrir að hafa komið mér á golfvöllinn á sínum tíma. Golfið er geysi- lega góð íþrótt fyrir mann eins og mig sem var alltaf mikið í íþróttum eða þar til bakið bilaði.“ - Pú hefur gert töluvert af því að semja lög, Ijóð og texta við dægurlög? „Já, ég hef gert töluvert af því þótt lagasmíðin hafi ekki verið mikil. Ég hef gefið út, tvær ljóðabækur. Textar við dægurlög eru orðnir þó nokkuð margir.,, - Hverjir eru þeir þekkt- ustu? „Það sem er þekktast eftir mig í gegnum tíðina er nú bæði ljóð og lag en það er „Glókollur" og „Á heim- leið“. Það sem hefur gengið einna mest í seinni tíð er textinn „Siglt í norður“ með Örvari Kristjánssyni." - Ert þú að fást við þetta í dag? „Ekki nema um sé beðið, ekkert öðruvísi en auðvitað er ég alltaf að setja saman vísur.“ - Er enginn vandi að semja dægurlagatexta eftir pöntunum? „Nei, það er enginn vandi.“ - Ef ég ætla að gefa út plötu og vantar bæði lög og texta þá get ég leitað til þín og fengið efni sem á eftir að „slá í gegn“? „Já, að minnsta kosti text- ana, ég get engu lofað með lögin en textarnir eru ekkert mál.“ - Þú ert alltaf hress? „Já, vinur minn, það verð- ur svo að vera. - Pá þakka ég fyrir og vertu blessaður. „Sömuleiðis, blessaður.“ gk-- Takið eftir! Garðverkfæri Vorum að fá rafmagnsorfin aftur. Sama góöa verðiö. Opið á laugardögum frá kl. 10-12. SKIPAÞJÓNUSTAN HF. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN TRYGGVABRAUT10 SÍMI (96)24725-21797 P.O. BOX614 AKUREYRI Aldraðir Bjóðum ykkur velkomna í sumarbúðir kirkjunnar við Vestmannsvatn. Nokkur pláss laus 10.-17. ágúst. Síminn er 96-43553. Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn. Húsbyggjendur - Verktakar Lokum vegna sumarleyfa vikuna 6.-12. ágúst. Möl og sandur hf. Strengjasteypan hf. DALVÍK I m Frá bæjarsjóði Dalvíkur Samkvæmt heimildi í lögum um tekjustofna sveit- arfélaga og 1. grein laga nr. 49/1951 verður beðið um nauðungaruppboð á fasteignum á Dalvíkur- kaupstað vegna vangoldinna og gjaldfallinna fasteignagjalda ársins 1984 hafi þau ekki verið greidd innan 30 daga frá dagsetningu auglýsing- ar þessarar. Dalvík 25.07.1984. Bæjarritarinn Dalvík. Til sölu Fokhelt einbýiishús 141,4 fm, ásamt bílskúr 27,8 fm við Reykjasíðu. Afhendist í september. Til greina kemur að taka 2-3ja herb. ibúð upp í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.