Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. jútí 1984 Það er margan ungling- inn sem dreymir um að halda utan og kynnast menningu sem er ólík þeirra eigin. Flestir telja það þroskandi að sjá sig um í heiminum, en sitja ekki alltaf heima á sömu hundaþúfunni, þó öðrum líði ágœtlega með það og þroskist vel. AFS skiptinema samtök- in gera mörgum ung- lingnum kleift að dvelja hjá fjölskyldu í fram- andi landi í eitt ár eða sumarlangt. Þau eignast nýja mömmu, pabba, systkini og að sjálfsögðu ótal vini. Margir íslensk- ir unglingar hafa verið svo heppnir að komast út á vegum AFS og nú fyrir skemmstu luku þrjú akureyrsk ung- menni ársdvöl í Banda- ríkjunum og Kanada. Þau heita Hilma Sveins- dóttir og Hrönn Péturs- dóttir, þœr dvöldu í Bandaríkjunum og Jón Stefánsson sem dvaldi í Kanada. Akureyrar- deild AFS var stofnuð í fyrra og þau eru fyrstu skiptinemarnir sem fara til þessara landa á henn- ar vegum. Við fengum þau Hilmu, Hrönn og Jón til að gefa okkur hlutdeild í því sem þau upplifðu þetta ár sem þau dvöldu í „landi tœkifæranna“. Hl Upphaf AFS - Hvernig stóö á því að farið var að skiptast á nemum milli landa? Hilma: „Þetta byrjaði eiginlega í fyrri heimsstyrjöldinni. Það voru amer- ískir sjúkrabifreiðastjórar sem fóru til Frakklands og með því átti að stuðla að friði. Svo datt þetta niður þar til 1947 er farið var að senda nema milli landa. En þetta er hugsað sem friðarsamtök." Hrönn: „Nú er komið svo margt inn í þetta, Bandaríkin senda kennara til Sovétríkjanna og öfugt. Iðnnemar eru líka sendir á milli.“ Jón: „Þetta ár sem við vorum úti voru 8.000 skiptinemar í 60 löndum á vegum AFS.“ Hrönn: „Ég heyrði að 27.000 skipti- nemar hefðu reynt að komast að í Bandaríkjunum einum á næsta ári, en það fengust ekki heimili nema fyrir 3.000. Mér finnst það hrikalegt." Jón: „Núna er þetta hugsað sem svo að unglingar fari til annarra landa, kynnist þar menningu og ólíku um- hverfi, fari síðan heim og kynni það.“ Hilma: „Við áttum líka að kynna ís- Hrönn, Nonni og Hilma öll vel hress eftir lærdómsríka dvöl fjarri heimahögum í 1 ár. En það er eins og þar stendur: Það besta við hverja ferð er að koma heim aftur. land í Bandaríkjunum og við kynnt- umst skiptinemum alls staðar að úr heiminum, þannig kynntumst við líka þeirra menningu." Hrönn: „Mér fannst ég læra mjög mikið á þessu. Ég hafði aldrei hugsað út í af hverju Bandaríkin eru eins og þau eru í dag. Þau bara voru þarna og mér fannst að þau hefðu alltaf verið þarna eins og þau eru núna. Þegar ég fór að læra sögu Bandaríkjanna fór ég fyrst að velta því fyrir mér að þeir eru ekki búnir að vera lengi það stórveldi sem þeir eru í dag.“ er eitthvað fyrir utan Bandaríkin. Þau eru númer 1,2 og 3, hinn hluti heimsins skiptir litlu máli.“ Hrönn: „Mér fannst svo furðulegt stundum, eins og með Olympíuleik- ana, af því að ég var í Los Angeles þá gat ég fylgst svo vel með þessu. Fólk skilur ekkert í því að Sovétmenn vilji ekki taka þátt í þeim, ég benti þeim á að þeir voru ekki með í Olympíuleik- unum í Sovétríkjunum 1980. Þeim fannst það ekki vera það sama, þeir höfðu rétt fyrir sér þá, en Sovétmenn höfðu ekki rétt fyrir sér núna.“ Jón: „Rússar eru alltaf vonda fólkið, þeim var kennt um allt. Bandaríkin og Kanada eru frjálsustu lönd í heimi.“ Hilma: „Það er ekki nema von að þetta sé svona, þetta er kennt í skólan- um. í sögubókunum stendur að Banda- ríkjamenn hafi stoppað bæði stríðin, það sé allt þeim að þakka. Ég var með þýskum strák í sögu og hann var mjög hissa á þessu, Hitler var náttúrlega verri en nokkur skepna." Hrönn ásamt fjölskyldu sinni í páskaferðinni sem farin var til Yosemitc. Hrönn er lengst til hægri á myndinni. 9 Við erum góðir, Rússarnir vondir Hilma: „Þeir halda að þeir hafi æðis- lega mikið vald í heiminum, meira en þeir hafa. Þeir hugsa ekkert um að það U Fjölskyldurnar - En hvar nákvæmlega voruð þið og hvernig líkaði ykkur við fjölskyldurn- ar? Hilma: „Ég var í Kansas City í Missourifylki. Það er í Miðríkjunum. Fjölskyldan sem ég var hjá er alveg ágæt, ég held að ég hafi verið frekar heppin. Ég eignaðist þarna foreldra og 5 systkini, en þau voru öll farin að heiman, nema yngsta dóttirin sem er jafngömul mér og við vorum auðvitað mikið saman. Þau eiga blómabúð og hjónin vinna bæði við hana, ég vann þar stundum. Þau eru með þjónustu að hjálpa til við brúðkaup og ég vann stundum við það. Þau eru ekta amerísk millistéttafjölskylda, tala mikið, eru voðalega indæl og hjálpsöm.“ Hrönn: „Ég var í Los Angeles sem er í Kaliforníu. Mín fjölskylda var alveg frábær, þau eru reyndar ekki bandarísk heldur finnsk og þýsk. Þau eiga eina dóttur, sem lrka er jafngömul mér, eins og systir Hilmu. Okkur kom öllum mjög vel saman og þau vildu allt fyrir mig gera.“ Jón: „Þetta var allt öðruvísi þar sem ég var. Bærinn sem ég var í er nyrsti bærinn í Albertafylki, þar búa um 1.000 Indíánar. Það er allt mjög frum- stætt þarna og mér líkaði ekkert sér- staklega vel við fjölskylduna. Ég kom eiginlega bara heim til að borða og sofa.“ j| Tilbúið þorp - Jón, segðu okkur aðeins nánar frá þessum bæ. Jón: „Þetta er bara eins og geymslu- staður. Áður fyrr komu hvítir menn þarna til að kaupa skinnin af Indíánun- um, þetta var verslunarmiðstöð. Þann- ig var það þar til fyrir 15-20 árum. Þá var ekki lengur hægt að lifa bara af skinnaverslun, Indíánarnir vissu ekkert hvað þeir áttu að gera, þeir fengu enga menntun eða slíkt. Það var fyrirsjáan- legt að þeir myndu flykkjast til stór- borganna og verða þar vandamál. Það vildi stjórn Albertafylkis hins vegar ekki og bjó því til þetta þorp handa þeim. Þarna voru sett niður mörg stór hjólhýsi sem fólk býr ennþá í, sumir hafa ekkert klósett bara útikamar og það er ekki rennandi vatn nema í ein- stöku húsi og örfáir hafa bæði heitt og kalt vatn. í miðjum húsunum er ofn sem kyndir upp allt húsið. Þetta er eins og ef Danir kæmu hingað, rækju okkur upp á Vatnajökul, létu okkur læra dönsku og danska sögu. í þorpinu eru 2 ættflokkar Indíána og svo er fólk sem er orðið blandað, hver flokkur hefur sína stjórn sem reyna svo að koma sér saman um mál- efni bæjarins. Einn ættflokkurinn átti landið þarna og fyrir 1-200 árum seldi hann ríkinu landið og þeir fá í staðinn allt frítt frá ríkinu, hús, menntun og bara allt, auk peninga til að lifa af. All- ir í þorpinu fá peninga frá ríkinu, því það er engin atvinna í bænum. Eina at- vinnan þarna er vinna við að slökkva skógarelda á sumrin og það eru ekki nærri því allir í því. Lögreglumennirn- ir, kennararnir og kaupmennirnir eru allir hvítir, allir sem vinna eitthvað eru hvítir. Indíánarnir drekka mjög mikið því þeir hafa ekkert sérstakt að gera, auk þess sem þeir verða mjög fljótt drukknir, blóðið í þeim er eitthvað öðruvísi. Ég var í „High school" þarna í bæn- um og það voru ekki nema 24 nemend- ur í honum og 2 kennarar. Ég lærði voðalega lítið, nema enskuna. Mér fannst svona eins og ég væri kominn í 7. bekk aftur.“ - Hvernig gekk þér að aðlagast þessu? „Mér brá óneitanlega fyrst þegar ég sá útikamrana við húsin, sem voru ákaflega hrörleg. Ég var að hugsa um að láta flytja mig, en svo þrjóskaðist ég við og hugsaði með mér að ég fengi aldrei aftur svona tækifæri í lífinu.“ ■: Allt til Ameríku - Af hverju völduð þið Ameríku og hvað fannst ykkur sérstakt þar? Hilma: „Ég valdi Bandaríkin af því 27. júlí 1984-DAGUR-9 að mig langaði að læra ensku, auk þess vissi ég að það var margt að sjá þarna. Það er svo margt öðruvísi en hér. Ég get nefnt glæpi, sem er mikið af í öllum stórborgum. í næstu götu við götuna sem ég var í bjó mafíukarl og meðan ég var úti var hann skotinn í bílskúrnum heima hjá sér. Einnig fannst mér áber- andi mikið af mannránum og það var aðallega börnum sem var rænt. Það var alltaf verið að auglýsa í sjónvarpinu eftir krökkum sem hafði verið rænt. Sumir ræna þeim bara til að eiga þau, aðrir drepa þau og enn aðrir krefjast lausnargjalds." Hrönn: „Ég tók líka eftir þessu. Daginn áður en ég fór heim var ég í Ohio og sá þar plakat með myndum af börnum sem hafði verið rænt 1979—’81 og það voru foreldrarnir sem voru að auglýsa eftir þeim, þau héldu enn í vonina. Mér fannst mjög gaman að vera í Bandaríkjunum, ég kynntist þarna alls konar menningu, trúar- brögðum og slíku. Þetta er svo fjöl- breytt land.“ Jón: „Ég var að pæla í að fara til Jap- ans eða eitthvað annað, en það varð ofan á að ég fór til Kanada. Mig lang- aði að læra ensku og svo hugsaði ég líka með mér að þarna kynnist maður svo mörgu. Þú getur í rauninni fengið allt í þessu landi sem þarf annars að fara út um allan heim til að kynnast. Það er þarna fólk frá svo til öllum þjóð- um heims og það býr saman í hverfum, heldur í sína menningu, þannig getur maður kynnst svo mörgu í Ameríku. Það sem réði því að ég valdi frekar Kanada en Bandaríkin var að ég vildi fá vetur og ég fékk vetur. Ég get ekki lifað án þess að fara á skíði.“ Hrönn: „Það er eiginlega alls staðar hægt að fara á skíði í Bandaríkjunum. Það var ekki nema 2ja tíma akstur frá LA í skíðaland og það kemur aldrei vetur í LA, bara kalt og heitt sumar. Það sem mér fannst dálítið skrýtið þarna, var að það eru svo fáir sem geta í rauninni sagt að þeir séu amerískir. Við gerðum smákönnun í bekknum mínum, hverjir gætu sagst vera amer- ískir frá 2. ættlið og það voru 2 í bekkn- um af 42. Hinir áttu allir ættir sínar að rekja til annarra landa, aðallega Evrópu.“ Hilma: „Mér fannst þetta líka skrýtið, en ég þekkti einn Indíána sem sagðist vera amerískur, hann gat ekki annað.“ 0 Unglingarnir óþroskaðri - Eru unglingarnir eitthvað öðruvísi í Bandaríkjunum en hér. Hrönn: „Mér fannst þeir vera óþroskaðri úti. í skólanum sátu stelp- urnar og lökkuðu á sér neglurnar, bættu aðeins við andlitsmálninguna eða tóku rúllurnar úr hárinu og greiddu sér. Strákarnir hentu pappírskúlum í hvern annan. Það var þetta sem skólinn gekk út á.“ Hilma: „Mér fannst ég vera komin í Gaggann aftur þegar ég kom í skólann. Þau eru með skápa undir bækurnar í skólanum og stelpurnar erum með myndir af vöðvamiklum strákum og strákarnir með léttklæddar stelpur. Þetta er bara eins og í bíómyndunum. Á hverjum degi þurfti maður að hlusta á sögur um hverjir séu skotnir í hverjum, hverjir séu í ástarsorg og slíkt." Hrönn: „Mér fannst þau heldur ekk- ert stilltari en íslenskir unglingar, þau drekka og reykja ekkert minna, það er bara falið. Þau fara æðislega mikið á bak við foreldrana. Marjúana er mikið reykt þarna. Reykingar eru bannaðar á skólalóðinni í skólanum sem ég var í, en krakkarnir fóru inn í runnana og svo gat maður bara gengið á lyktina eftir því hvað þau voru að reykja." Hilma: „Maður getur aldrei vitað hvað krakkarnir eru að reykja. Það er alltaf spurt: Með hvað ertu? Hass, sígarettu? Ég fór á nokkra tónleika og þar var allt vaðandi í marjúana, krakk- arnir voru að vefja þetta fyrir framan nefið á öryggisvörðunum og þeir skiptu sér ekkert af þessu. Það er ekkert hægt að gera, þetta er orðið svo algengt. Það er líka fleira en marjúana. Ég þekkti eina stelpu þarna, sem mér virtist við fyrstu sýn mjög róleg og stillt. En svo komst ég að því að hún drakk mikið og var alltaf með fulla tösku af töflum. Hún var að bjóða hinum og þessum, róandi eða örvandi eftir aðstæðum. Þetta kemur manni mjög á óvart því krakkarnir virðast við fyrstu sýn vera mjög stillt og heilbrigð." Jón: „Krakkarnir þar sem ég var eru bara alveg eins og við. Þau drukku viskí og það er ekkert hægt að leyna neinu í svona litlum bæ. Svo þegar ég fór í stórborgirnar sá ég ýmislegt sem ég hélt að væri bara til í bíómyndunum. Það voru stundum haldin böll. Það er braggi þarna í bænum, sem er nokkurs konar félagsheimili þar sem allt var gert. Þetta var nú ekkert æðislegt, en það komu þó stundum hljómsveitir. Mottóið var, drekktu nógu mikið og þá er þetta allt í lagi. Krakkarnir geta voða lítið gert. Þau fara „down-town“ og hanga þar inni á hamborgarasjoppum. Það var ein búð í bænum, 2 hamborgarastaðir og sjoppa. Svo var glápt á sjónvarpið. Þau fengu sjónvarp fyrir 4 árum.“ Hrönn: „Böllin voru allt öðruvísi hjá okkur. Maður gat ekki farið einn á ball, það varð strákur að bjóða. Ég held að það sé mjög slæmt, því þá kom- ast sumir ekki á böllin." Hilma: „Maður skemmtir sér heldur ekki eins vel þegar maður þekkir strák- inn eiginlega ekki neitt, það verða allir svo stífir. Tvær stelpur mega ekki fara saman og það finnst mér asnalegt.“ Sjá nœstu síðu Þarna er Hilma ásamt nokkrum bekkjarsystkinum sínum eftir útskriftina í maí. Þar útskrifast unglingarnir 18 ára úr High School. Hilma er þriðja frá hægri. p* - Dagur ræðir við þrjá skipti- nema sem nýkomnir eru heim frá Bandaríkjunum og Kanada Viðtal: Helga Jóna Sveinsdóttir JÓGÚRT JÓGÚRT JÓGÚRT RABARBARI RABARBARI RABARBARI RABARBARI Og nú er jógúrt komið með rabarbara ::: Mjólkursamlag KEA ®®íb Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.