Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 13
27. iúlí 1984- DAGUR - 13 Með kamivalblik íaugum „Hópurinn sem œtlar að taka þátt í þessu með virkum hætti er sífellt að stœkka. Menn flykkjast undir merki Dúdú-fuglsins og ormsins Nikulásar staðráðnir í að gera þetta að eftirminnilegri helgi. Fólk er sífellt að átta sig betur og betur á því að það er ætlast til þess að allir séu skemmtikraftar á þessari hátíð, þó ekki íþeirri merkingu að allir eigi að troða upp, heldur að allir taki þátt íþví að skemmta sér og öðrum. Þetta er spurning um hug- arfar - spurning um það að fólk ætlist ekki tilþess að „einhverjir aðrir“ sjái um að vera skemmtilegir. Það verður engin fastmótuð dagskrá, en hins vegar er eins víst að effólk er ekki á svœðinu svo til allan tímann má það búast við því að missa afeinhverju stór- kostlegu, “ sagði Hermann Sveinbjörnsson, blaðafulltrúi Dúdú-fuglsins í viðtali við Dag. Þráinn Karlsson yfirsmiður Dúdú-fugisins sýnir okkur gripinn - að vísu vantar þarna á hann fætur og vængi. Þegar verkinu er lokið verður þetta 5 metra hátt apparat. Karnivalblik „Fólk má búast við því að verða vakið um klukkan 10 á laugar- dagsmorguninn. Pá kemur það til með að heyra einhvern há- vaða og mikilvægt er að fólk hræðist ekki, heldur spretti upp með karnivalblik í augum, komi sér niður í bæ og síðan á það að geta fengið allt sem hugurinn girnist á karnivalsvæðinu, eða svo gott sem. Má þar nefna karnivalölið landsfræga, sem er bruggað sérstaklega fyrir þessa hátíð og verður þar af leiðandi á sérstökum karnivalflöskum. Þarna verða heilsteiktir lambs- skrokkar, steiktir og grillaðir sveppir, sérbakað karnival- brauð, karnivalostar og sér- lagaðar karnivalpylsur. Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað fyrirtæki í bænum hafa tekið þessum hugmyndum vel og hafa virkilega sýnt með því gott for- dæmi. Við gerum svo sem ekkert frekar ráð fyrir að allír rjúki upp til handa og fóta og klæði sig í skringileg föt og skrautleg, en þó eru margir hópar þegar búnir að tilkynna þátttöku með þeim hætti. Verða þeir með músik, dans og fleira skemmti- legt, sjálfum sér til skemmtunar og þeim öðrum sem viðstaddir verða. Þeir sem hins vegar fara í bæinn feimnir og svolítið óframfærnir þurfa hins vegar ekki að örvænta þegar á svæðið verður komið, þó að þeir líti allt of venjulega út og þar með „öðruvísi“. Þarna verður einn mjög mikilvægur liður á dag- skránni. Við verðum nefnilega með þjónustu á staðnum þar sem fólki verður gefinn kostur á að breyta algjörlega um svip. Þar verður hægt að fá skraut- málningu á húð og hár við vægu verði. Menn eiga að geta gengið ósköp venjulegir inn í stýrishús af togara sem komið verður upp á svæðinu og gjörsamlega óþekkjanlegir út aftur. Ekki er þetta nú varanleg breyting því ekkert er auðveldara en að þvo af sér litina að karnivali loknu. Sviðapottar úr eldhúsinu Eins og allir vita byggist suðræn tónlist, sem þarna verður höfð í hávegum, mest á takti og trumbuslætti. Við verðum nátt- úrlega ekki með hljóðfæraleigu, en bendum fólki á að ekkert er auðveldara en að tæma eina baunadós og nota hana sem trommu, hengja framan á sig sviðapottana úr eldhúsinu og berja þá með ausum eða sleif- um og sakar þá ekki að vefja bareflin með einhverjum tusk- um. Alls konar flautur og blást- urshljóðfæri eru vel þegin. Fólk þarf bara að „fíla“ taktinn, það er allt og sumt. Öskudagsbún- ingarnir geta fallið vel að því andrúmslofti sem þarna verður reynt að skapa og nóg ætti að vera til af þeim. Og hvað með grímubúningana frá því í „gamla daga“ þegar grímuböll voru í algleymingi? Boðið verður upp á alls kyns þjónustu og skemmtan og því fleiri sem hafa upp á eitthvað slíkt að bjóða því fjölbreyttari verður hátíðin. Eiga ekki ein- hverjir krikketkylfur sem þeir geta efnt til einhverrar keppni með? Eða flugdreka sem þeir geta látið svífa yfir svæðinu? Einhver framtakssamur þyrfti að selja blöðrur á svæðinu. Ak- ureyringar og gestir þeirra þessa helgi þurfa bara að gefa ímynd- unaraflinu lausan tauminn, losa sig við hömlurnar og sleppa ei- lítið fram af sér beislinu. Það er ekki vanþörf á í öllu þessu krepputali og álvershjali. „Við þurfum að lyfta umræðunum á örlítið hærra plan,“ eins og Nó- belsskáldið sagði. Finna nýjan flöt á skemmtanalífinu, þar sem ekki er nauðsynlegt að vera undir áhrifum annars en gleði og kátínu og þess sem er að ger- ast hverju sinni. Skátar ætla að skemmta sér og öðrum með eins konar tívolí- uppákomu, Félag fatlaðra verð- ur með loftriffla og skotbakka sem menn geta fengið að prófa, vonandi verða einhverjir til þess að bjóða upp á púttkeppni í golfi, vítaspyrnukeppni og raunar er ómögulegt að fara nánar út í þá sálma. Við sem höfum staðið í að undirbúa þetta vonumst til að sem flest komi okkur sjálfum á óvart. Fljótandi diskó? Næsta víst er að Drangur verði við Höephnersbryggju og þar verður hægt að kaupa veitingar og jafnvel verður þar sett upp diskótek. Nautaat verður á skautasvellinu við Leirutjörn og þar verður sko ekki boðið upp á neina kálfasýningu. Verslun- um er gefinn kostur á að vera með torgsölur og að sjálfsögðu eru veitingastaðir bæjarins öllum karnivalgestum opnir. Hátíðin hefst um hádegi á laugardag á öllu svæðinu frá nyrðri enda göngugötunnar að Laxdalshúsi. í kringum mið- nættið verður varðeldur og húll- umhæið á laugardag endar með flugeldasýningu, sem Hjálpar- sveit skáta sér um. Um kl. 11 á sunnudagsmorgun geta menn farið að hugsa sér til hreyfings aftur. Ekki er vitað með vissu um neina fræga skemmtikrafta á svæðinu, en þó hefur heyrst að einn og einn muni slæðast þangað, jafnvel kántrýhetjur og rokkarar, sem einhverjir verða staddir í bænum. Öllum er að sjálfsögðu frjálst að skemmta sér og öðrum, jafnvel þó þeir séu kunnir skemmtikraftar. Þetta er fyrst og fremst hugs- að sem hátíð allrar fjölskyld- unnar, þar sem allir eru jafn- ungir í andanum. Að vonum hefur fólk tekið þessum hug- myndum misjafnlega, þar sem það veit ekki gjörla hvað um er að ræða. En undantekningar- laust hefur viðhorfið orðið á einn veg þegar fólk veit um hvað málið snýst. Fólk er spennt og til í leikinn. Látum þetta heppnast og gerum þetta aftur,“ voru lokaorð blaðafull- trúa Dúdú-fuglsins, Hermanns Sveinbjörnssonar. - KGA Dúndurfjör á karnivali - að sjálfsögðu. Mvndir: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.