Dagur - 30.07.1984, Síða 1

Dagur - 30.07.1984, Síða 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 30. júlí 1984 86. tölublað höfnina - og inn Eyjafjörð Viðgerðin á Harðbak kostar 2,6 m. Viðgerð er hafln á Harðbak, sem lenti í árekstri við Estoníu fyrir skömmu, eins og kunnugt er. Slippstöðin hf. gerði tilboð í verkið og var því tekið. Tilboð Slippstöðvarinnar var upp á 2.685.000 krónur og er reiknað með að viðgerð taki þrjár til fjórar vikur. - KGA Ólafsfjörður: ís rak inn í „Það voru nokkuð margir jak- ar hér á firðinum á laugardag, þeir dreifðust talsvert um allan fjörð og nokkra rak hér alveg inn í botn og einnig inn í höfn- ina, en það varð enginn skaði af,“ sagði Ármann Þórðarson í Ólafsfirði er við spurðumst fyrir um ísinn sem rak inn fjörðinn um helgina. Það sást fyrst til þeirra á föstu- dag, þetta varð aldrei neitt voða- lega mikið og ekki til verulegra óþæginda, nema hvað það kóln- aði ansi skarpt. Þessir jakar sem rak að landi eru að molna uppi í fjörunni núna. Ég held að ekki sé ástæða til að óttast að það verði eitthvað úr þessu, að vísu höfum við aldrei séð ís svona snemma, hann hefur yfirleitt ekki látið sjá sig fyrr en um miðjan vetur. Sagði Ármann að nokkrir jak- ar hefðu sést inn á Eyjafirði, jafnvel inn hjá Rauðuvík. Óvenjuleg sjón í Ólafsfjarðarhöfn í júlímánuði, sem betur fer. Myndina tók Jón Klemensson um helgina. Allt tilbúið til að hefja framleiðslu“ - segir Hafþór Helgason fjármála- og skrifstofustjóri hjá Haga hf. „Við áformum að setja allt á fulla ferð hér um ntiðjan ágúst,“ sagði Hafþór Helgason fjármála- og skrifstofustjóri hjá Haga h.f. á Akureyri er Dagur ræddi við hann, en mik- ið uppbyggingar- og endur- reisnarstarf hefur verið unnið hjá fyrirtækinu að undnförnu. „Þaö verður ný vara sem verð- ur á boðstólum frá fyrirtækinu,“ sagði Hafþór. „Fólk á að geta komið hér inn eða í Tré-X búð- ina í Reykjavík og valið sér inn- réttingar í eldhúsið og baðið eða fataskápa eftir uppstillingum og bæklingum sem verða á þessum stöðum, og kippt innréttingunum síðan með sér 1 bílskottinu heim- leiðis. Fólk setur þetta síðan saman heima hjá sér sjálft eftir nákvæmum og einföldum leið- beiningum sem fylgja með“. - Er þetta lík framleiðsla og hefur verið á boðstólum frá IKEA?. „Já, þetta er ekki ósvipað nema að gæðin eru miklu mun meiri á okkar framleiðslu, það er ljóst. Pá komum við til með að standa mjög sterkt í verðsam- keppninni og verða með lægst verð á markaðnum. Hönnunarvinna á þessari fram- leiðslu hefur farið fram hér innan fyrirtækisins í ljósi 20 ára reynslu og það er allt tilbúið til þess að hefja framleiðslu. Hráefnið er komið að hluta til en það sem er erfiðast í dag er fjármögnunin. Fyrirtækið stendur enn í dag illa hvað það snertir og við höfum í raun og veru ekki fengið staðfest- ingu á því að stutt verði við bakið á okkur. En við munum berjast áfram fullir bjartsýni og vonumst til þess að menn sýni trú á því sem hér er búið að gera. Það er búið að endurskipuleggja fyrir- tækið frá grunni og hinn full- komni vélarbúnaður stendur til- búinn. Starfsmenn fyrirtækisins verða 15-20 talsins og framleiðsla fyrir- tækisins verður seld undir merk- inu „Haga-einingar“ sagði Haf- þór að lokum. gk-.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.