Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 3
30.júlí 1984- DAGUR-3 Ekki mikið umstang í kringum minkinn - Litið inn hjá Ara Jónssyni minkabónda á Sólbergi Svalbarðsströnd Á bænum Sólbergi á Svalbarðsströnd býr Ari Jónsson, bóndi. Ari er með kúa- og loðdýra- búskap, nánar tiltekið þá býr hann með mink. Er blaðamenn bar að garði var Ari að gefa minkunum og tók hann vel í að hleypa okkur inn til minkanna til myndatöku og veita okkur smá viðtal. - Hvað gefurðu þeim að borða? „Petta er sérstakt loðdýrafóð- ur, lagað í nýju loðdýrafóð- á Dalvík. Það var alltaf vandamál með fóðrið þar til sú stöð kom“. - Fá þeir alltaf sama matinn, hvort sem það er mánudagur eða jól? „Já, já, þeir fá alltaf það sama og þeim viröist líka það ágætlega. Ég gef einu sinni á dag, svona yfirleitt en um gotið fá þeir tvisv- ar svo læðurnar mjólki vel.“ - Hvað ertu með marga minka? „Þeir eru í kringum 540 og það er frekar lítið bú. Ég er með svartan mink, brúnan og hvítan. Sá svarti er grimmastur og heitir bara svartminkur eða standard sá brúni heitir Pastel og sá hvíti Perla.“ Blaðamenn horfðu agndofa á minkana í búrunum og þorðu ekki fyrir sitt litla líf að nálgast þá of mikið, enda sagði Ari að þetta væru fremur grimmar skepnur. Hann þreif samt upp stóran og mikinn högna úr búri sínu og sýndi okkur. Það er hægt með því að hafa sterka hanska og fara varlega að dýrunum. Við tókum eftir því að hvolparnir slógust mikið í búrunum. - Er engin hætta á að þeir meiði hvorn annan eða sleppi út? „Þeir slást nú aðallega í góðu. Það geta að vísu komið upp sam- búðarvandamál, þannig að ég verð að taka eitt dýr úr búri, en það er fremur sjaldgæft. Það er ekki hægt að hafa 2 fullorðin dýr saman í búri, þau bítast of mikið. Hvolparnir geta hins vegar alveg verið saman 2 eða 3. Þeir eiga ekki minnsta möguleika á að sleppa út nema verið sé að færa dýr milli búa og það gleymist að loka. En það er bara trassa- skapur.“ - Ertu búinn að vera lengi með þennan minkabúskap? »Ég er búinn að vera með þetta á 2. ár. Aðallifibrauðið eru kýrnar, en að því kemur að ég hef ekki þrek í það og ég er að þreifa fyrir mér hvort þetta hent- ar mér þegar ég hætti kúabú- skapnum, Það er ekki mikið um- stang í kringum minkinn, nema rétt um gotið þá þurfa þeir mikla og góða umönnun. Þetta hentar því vel eldra fólki sem hefur ekki fulla starfsorku. Minkurinn er samt erfiðari en refur því mink- urinn étur ekki hvað sem er eins og refurinn. Það er talið að nú sér hagstæðara að búa með mink en ref.“ - Hvenær gjóta læðurnar? „Aðal gottíminn er í maí og hvolparnir eru síðan svæfðir í nóvember. Það er mjög mannleg slátrunaraðferð, það er sprautað svefnlyfi í þá og ef vanur maður sér um þetta eiga þeir að vera sofnaðir þegar nálin er tekin út,“ - Hvert eru skinnin seld? „Þau fara um víða veröld. „Ætli það sé engin leið að sleppa og taka smásprett hérna á gólfinu,“ gæti þessi minkur verið að hugsa. Þetta er fullorðinn högni sem Ari tók úr búri sínu til að sýna blaðamönnum. Myndir: mþþ Gefið á garðann. Dýrin fá fiskúrgang alla daga ársins og eru víst alltaf jafn lystug. Mest þó til Danmerkur og Englands. Þar eru haldin uppboð sem umboðsmenn okkar úti sjá um. Þar fer þetta svo í pelsa sem margir eru ansi laglegir." - Er einhver einn litur vinsælli en annar? „Það er mjög breytilegt milli ára. En ætli svartminkurinn sé ekki með stöðugast verðlag, það þykja fallegustu pelsarnir." - Þarf ekki aðbúnaður dýr- anna að vera góður til að skinnin verði góð? „Jú, það þarf mikið hreinlæti. Það verður að halda kössunum þurrum og hreinum, það er skil- yrði til að fá góð skinn.“ - Var ekki dýrt að koma þessu upp? „Jú, það var mjög dýrt. Ég keypti efni og bjó öll búrin til sjálfur og það var gífurleg vinna. Nú er farið að kaupa þetta til- sniðið frá Danmörku og setja svo bara saman. En það má geta þess að það er alltaf verið að prédika að bændur eigi að draga úr þess- um hefðbundnu offramleiðslu- búgreinum og snúa sér að loð- dýrarækt. En það er mjög dýrt að koma þessu upp og stjórnvöld verða að sýna því meiri skiining með meiri og hagstæðari lánum,“ sagði Ari Jónsson að lokum. HJS ÍHt'V \ÁmI y&SBKBHp, ^ ■ | ifj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.