Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 30. júlí 1984 30. júlí 1984 - DAGUR-7 „Máttum þakka fyrir að sleppa með stig“ - sagði Nói Björnsson eftir 2:2 leik gegn Breiðabliki í Kópavogi „Eins og fyrsti hálftíminn í síð- ari hálfleik spilaðist get ég ekki annað sagt en að við máttum þakka fyrir að sleppa með eitt stig frá þessu, mér fannst við 11. umferðin í b-riðli 3. deildar var leikin fyrir helgina og leik- menn liðanna síðan sendir í frí fram í miðjan ágúst. Nánast er formsatriði að ljúka keppni í þessum riðli hvað varðar efsta sætið. „Spútnikarnir“ úr Ólafsfirði, leikmenn Leifturs, sem komu upp úr 4. deild sl. haust gera stuttan stans í 3. deildinni og hafa nánast gulltryggt sér sæti í 2. deild næsta sumar. Sannarlega glæsilegur árangur. Leikirnir fyrir helgina voru á milli Magna og Þróttar N. sem leikinn var á Grenivík, HSP og Hugins og loks milli Vals og aldrei eiga glætu á þessu tíma- bili,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs eftir að Þór hafði gert jafntefli við Breiðablik í Kópavogi um helgina 2:2. Austra. í leik Magna og Þróttar höfðu heimamenn yfirburði og unnu 2:0 með mörkum Hrings Hreinssonar og Jóns Illugasonar og mörk Magna hefðu hæglega getað orðið miklu fleiri. HSÞ og Huginn háðu mikinn baráttuleik og það var Róbert Agnarsson sem skoraði sigur- mark HSÞ með skalla. Þá var hart barist á Reyðarfirði en þar skildu Valur og Austri jafnir, Sig- urbjörn Marinósson skoraði fyrir Val en Bjarni Kristjánsson fyrir Austra. Staðan í deildinni er nú þessi og eins og sjá má eru Leifturs- „Þetta var frekar daufur leikur af okkar hálfu lengst af,“ sagði Nói. „Við fengum að vísu tvö ágæt færi í fyrri hálfleiknum, Halldór skaut framhjá úr öðru og menn í sérflokki, en þeir leika undir stjórn Kristins Björnssonar þess gamalkunna leikmanns: Leiftur 9 7 2 0 25:7 23 Austri 9 3 5 1 13:9 14 Magni 10 4 2 4 15:14 14 HSÞ 9 4 2 3 10:14 14 Þróttur N. 8 3 3 2 16:11 12 Huginn 8 0 4 4 11:20 4 Valur 9 0 2 7 9:24 2 I hinum riðli deildarinnar er hörkukeppni þriggja liða um sæti í 2. deild að ári, en það eru Vík- ingur Ólafsvík, Fylkir og Reynir Sandgerði sem berjast um það sæti. Einar Arason eiginlega spilaði sig út úr hinu. Þeir tóku svo yfir í síðari hálfleiknum allt þar til 15 mínútur voru eftir en þá sóttum við grimmt á lokakaflanum." Blikarnir skoruðu tvö fyrri mörk leiksins. Það fyrra gerði Jóhann Grétarsson um miðjan fyrri hálfleik og Þorsteinn Geirs- son það síðara um miðjan síðari hálfleikinn. Staðan 2:0 og útlitið ekki glæsilegt fyrir Þórsara. En með mikilli seiglu tókst þeim að jafna metin. Halldór Áskelsson skoraði fyrra markið eftir hornspyrnu og Jónas Ró- bertsson það síðara með skalla. Að vísu varði Friðrik Friðriksson skalla Jónasar en að mati línu- varðar sem var vel staðsettur datt Friðrik inn fyrir marklínuna með boltann. Blikarnir óhressir með þetta mark en Þórsarar voru ekki í neinum vafa um að boltinn hefði farið inn fyrir. Þór náði því í afar dýrmætt stig í hinni hörðu baráttu í 1. deild og mun ekki veita af hverju stigi þegar upp verður staðið. Þórsar- ar höfðu nú loks af að skora tvö mörk í leik en það hefur verið veikasti hluti liðsins í sumar að skora mörk. Ekki hefur vantað færin og liðið hefur oftlega yfir- spilað andstæðinga sína en tapað samt. „Spútnikarnir“ í 2. deildina Völsungur aftur á sigurbraut „Þessi slæmi kafli hjá okkur er vonandi að baki núna og það er ágætt fyrir okkur að fá þetta Liðs- auki til Völsungs Wilhelm hefur verið að æfa með okkur, hann mun vonandi ná að fríska upp á framlínuna hjá okkur,“ sagði Kristján Olgeirsson annar þjálfara Völsunga er við ræddum við hann um helgina, en Völsung- ur á von á liðsauka fyrir næsta leik liðsins í deildinni. Sá sem um ræðir er Wilhelm Fredriksen, gamalkunnur „ref- ur“, sem lék lengst af með KR en spilaði svo með Þrótti í vor. Wil- helm er fluttur austur og hefur mætt á æfingar hjá Völsungi og verður löglegur er Völsungur mætir ísafirði á Húsavík 15. ágúst. Má telja víst að Wilhelm komi til með að styrkja lið Völsungs, hann er stór og leikinn leikmaður sem er grimmur er mark andstæðinganna nálgast. frí,“ sagði Kristján Olgeirsson annar þjálfari Völsunga á Húsavík um helgina eftir að lið hans hafði unnið sigur á Tinda- stóli 2:1. Þar með var fyrsti sigur Völsunga í júlí staðreynd en liðið hefur átt afar slakan kafla að undanförnu, líkt og gerðist í fyrra. „Þetta hlýtur að koma hjá okkur og ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Kristján. Hann kom mikið við sögu í leiknum á Sauðárkróki og skoraði fyrra mark Völsunga. Það var sannkallað „gullmark“, þrumu- skot sem fór í bláhornið „á la Kristján“. Hinn þjálfari liðsins, Helgi Helgason, skoraði svo síðara mark Völsunga af stuttu færi. Boltinn var gefinn fyrir markið, þar stukku markvörður Tindastóls og einn leikmanna Völsungs upp og boltinn hrökk frá þeim til Helga. Margir vildu meina að brotið hefði verið á markverði Tindastóls en dómar- inn var ekki á sama máli. Staðan var því 2:0 í hálfleik fyrir Völsunga en strax á 3. mín- útu síðari hálfleiks minnkaði Tindastóll muninn með góðu skallamarki frá Sigurfinni Sigur- jónssyni. Eftir þetta var mikil barátta á vellinum allt fram undir leikslok að heimamenn gáfu eftir og Völsungar fögnuðu því sigri og þremur stigum og liðið er nú aftur eitt í 2. sæti deildarinnar. Önnur úrslit þessarar umferðar voru Völsungum hagstæð. Sigl- firðingar gerðu góða ferð á Suðurnes og sneru heim með stig eftir 2:2 jafntefli gegn Víði í Garði. Sömu úrslit urðu í leik ÍBÍ og UMFN, FH vann Ein- herja 2:1 og ÍBV sigraði Skalla- grím 3:1. Jónas Róbertsson jafnaði fyrir Þór. 4. deildin: Reynismenn eru komnir í úrslitin Reynismenn eru búnir að tryggja sér sigurinn í d-riðli 4. deildar í knattspyrnu og eru því komnir í úrslitakeppnina. Reynir lék um helgina gegn Svarfdælum og sigraði 6:0. A sama tíma léku einnig Hvöt á Blönduósi og Geislinn frá Hólmavík og unnu þeir síðar- nefndu með þremur mörkum gegn tveimur í jöfnum leik. Staðan í riðlinum er þessi: Reynir 8 7 1 0 29:5 22 Skytturnar 7 4 0 3 23:13 12 Svarfdælir 7 3 13 17:19 10 Geislinn 7 2 0 5 8:15 6 Hvöt 7 1 0 6 6:28 3 í e-riðli stendur keppnin á milli Tjörness og liðs Vasks á Akur- eyri. Leik Tjörness og Æskunnar var frestað en Vaskur sigraði Vorboðann með 8 mörkum gegn þremur. Fyrr í vikunni léku Æsk- an og Vorboðinn og sigraði Æsk- an í þeirri viðureign 3:1. Staðan í e-riðli er nú þessi: Tjörnes 6 5 0 1 16:3 15 Vaskur 7 4 2 1 21:12 14 Árroðinn 6 2 2 2 9:10 8 Vorboðinn 7 115 12:26 4 Æskan 6 114 8:15 4 §111 ■' J Hér er Hafþór Kolbeinsson í góðu færi, en boltinn fór framhjá Valsmarkinu. Mynd: KGA „Nýttum ekkifærin og var refsað“ — sagði Njáll Eiðsson fyrirliði KA eftir að Valur hafði unnið KA 4:1 á Akureyrarvelli „Við áttum að vera búnir að gera út um Ieikinn en nýttum ekki færin og var refsað fyrir það,“ sagði Njáll Eiðsson fyrirliði KA eftir að KA hafði tapað 1:4 fyrir Val á föstudags- kvöldið. Valsmenn gerðu út um leikinn á síðasta stundar- fjórðungi hans og héldu suður með 3 stig, en KA sem nú hef- ur fengið á sig 10 mörk í tveim- ur síðustu leikjunum stendur illa eftir þennan ósigur. Áhorfendur voru varla búnir að koma sér fyrir í stúkunni þeg- 1. deild Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi: KA-Valur 1:4 UBK-Þór 2:2 Þróttur-ÍBK 1:2 Fram-KR 1:2 ÍA-Víkingur fr. Akranes 12 10 1 1 22:8 31 Keflavík 13 7 3 3 16:11 24 Þróttur 13 4 6 3 14:12 18 Valur 13 4 5 4 15:11 17 Víkingur 12 4 4 4 21:20 16 KR 13 3 6 4 13:20 15 UBK 13 2 7 4 12:14 13 KA 13 3 4 6 19:27 13 Fram 13 3 3 7 14:17 12 Þór 13 3 3 7 16:21 12 ar Valur hafði skorað. Hilmar Sighvatsson með mark strax á 2. mínútu. En Hafþór Kolbeinsson jafnaði metin strax á 7. mínútu og það léttist nokkuð brúnin á mönnum. Út allan hálfleikinn átti KA fullt eins mikið í leiknum og einnig í síðari hálfleik eða þar til kom að síðasta stundarfjórð- ungi leiksins. Þá skoruðu Valsmenn þríveg- is. Fyrst Ingvar Guðmundsson, þá Guðni Bergsson og loks Valur Valsson. í öll skiptin sofnaði KA- 2. deild Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi: Tindastóll-Völsungur 1:2 ÍBÍ-UMFN 2:2 Víðir-KS 2:2 ÍBV-UMFS 3:1 Einherji-FH 1:2 FH 12 8 3 1 24:10 27 Völsungur 12 6 2 4 18:17 20 UMFN 12 5 3 4 12:10 18 Víðir 11 5 3 3 18:17 18 ÍBÍ 12 4 5 3 19:17 17 UMFS 12 5 2 5 18:16 17 KS 11 4 4 3 14:13 16 ÍBV 10 3 5 2 15:11 16 Tindastóll 12 2 2 8 14:27 8 Einherji 12 0 2 10 8:22 2 vörnin illa og Valsmenn voru fljótir að þakka fyrir sig. Það er greinilegt að KA-liðið á erfiða leiki framundan og liðið verður að taka á öllu sínu til þess að forðast fall í 2. deild. Það vantar ekki að liðið leikur jafnvel og andstæðingarnir oftast nær, en sífellt gerist það að einbeitinguna vantar augnablik og andstæðing- arnir eru fljótir að ganga á lagið. Vertíð íslenskra golfleikara er nú að ná hámarki. Nú í vikunni hefst íslandsmót þeirra á Graf- arholtsvelli og er búist við geysilegum fjölda kylfínga þangað, en GR heldur mótið í tilefni 50 ára afmælis klúbbsins. Næsta mót verður hins vegar á Akureyri enda á Golfklúbbur Akureyrar 50 ára afmæli næsta sumar. íslandsmótinu lýkur nk. föstu- dag og strax daginn eftir hefst á Jaðarsvelli á Akureyri hið árlega Jaðarsmót, en það er eitt af Mistök af þessu tagi í næstu leikjum þýða sennilega það að KA fellur, en ef liðið nær sér vel á strik ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að halda sæti sínu. Erfitt er að gera upp á milli leikmanna KA eftir þennan leik, þeir voru jafnir, áttu þokkalegan leik lengst af en hrundu svo allir saman er leið að leikslokum. stærstu mótum sem haldið er hjá Golfklúbbi Akureyrar og er það opið mót. Þetta mót verður sem sagt um verslunarmannahelgina eins og venjulega. Helgina þar á eftir halda Hús- víkingar sitt árlega opna mót sem er tveggja daga mót, og helgina þar á eftir er Ingimundarmótið hjá Golfklúbbi Akureyrar. Þess- ari miklu törn lýkur svo með Norðurlandsmótinu sem að þessu sinni verður á Sauðárkróki25. og 26. ágúst. Norðlenskir kylfingar þurfa því ekki að kvíða verkefna- skorti á næstunni. Golf: Mörg stórmót á næstunni Opna KEA-golfmótið: Jón sigraði bæði með og án forgjafar Jón Halldórsson Golfklúbbi Ólafs- fjarðar sigraði í opna KEA-mótinu sem haldið var í Ólafsfírði um helgina. AIls mættu 39 kylfíngar til leiks. Þeir léku 18 holur á laugardag í sæmilegu veðri og síðari 18 holurnar í gær í „skítakulda“ með íshrönglið á sjónum úti fyrir. Keppt var í þremur flokkum og leikið bæði með og án forgjafar. Jón Halldórs- son sem sigraði í karlaflokki sem fyrr sagði lék á 165 höggum. Annar varð Guð- mundur Ragnarsson frá Siglufirði á 170 höggum en Þorvaldur Jónsson sem virtist vera með unnið mót er 9 holur voru eftir fékk 48 á síðustu 9 holunum og varð að gera sér 3. sætið að góðu á 171 höggi. Þor- valdur er Ólafsfirðingur, þekktur sem markvörður KA í knattspyrnu en keppir fyrir GA í golfinu. Jón Halldórsson sigraði einnig með forgjöf, var á 133 höggum nettó, Ármann Þórðarson GÓ annar á 136 höggum og Steinar Skarphéðinsson GSS þriðji á 140. í kvennaflokki sigraði Sigríður B. Ól- afsdóttir GH sem lék á 192 höggum, Rósa Pálsdóttir GA önnur á 226 höggum og Ása Bjarnadóttir GÓ þriðja á 136. Sig- ríður sigraði einnig með forgjöf, var á 132 höggum, Rósa á 172 og Ása 176. I drengjaflokki sigraði Kristján Gylfa- son GA en hann lék á 163 höggum. Það gerði einnig Ragnar Þ. Ragnarsson GH en Kristján sigraði Ragnar í bráðabana á 3 valdar í úrvalslið Þrjár stúlkur úr Þór voru valdar í íslenskt úrvalslið skipað stúlkum 19 ára og yngri. Þetta voru þær Diana Gunnarsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Þórdís Sigurðar- dóttir. Liðið lék gegn bandarísku úrvalsliði í Reykjavík og lauk leiknum með jafntefli 2:2. 2. holu. Þriðji varð Aðalbjörn Pálsson GA á 169. Með forgjöf sigraði Ragnar sem lék á 129 höggum nettó. Jafn honum var Aðalbjörn Pálsson en Ragnar var með betri útkomu á síðustu 6 holunum og telst því sigurvegari. Þriðji Magnús Karlsson GA á 131 höggi nettó. KEA gaf öll verðlaun í keppnina og er þetta mót orðinn árlegur viðburður og mótið vel sótt þótt núna hafi vantað bestu spilara Norðlendinga í karlaflokki sem voru að keppa á móti í Keflavík. Norðmenn meist- arar Norðmenn urðu Norðurlandameistar- ar í knattspyrnu drengja 15 ára og yngri, en Norðurlandamótinu lauk á Akureyri í gær. Norðmenn þurftu einungis jafntefli gegn Færeyingum í síðustu umferðinni til þess að tryggja sér titilinn en þeir gerðu gott betur og unnu örugglega 5:0. Þá unnu Svíar lið Finna með einu marki gegn engu. Lokaleikur mótsins var svo á milli íslands og Danmerkur. Það var nokkuð mikill baráttuleikur og var ljóst að bæði liðin ætluðu sér sigur. Alexander Högnason skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu en Danirnir jöfnuöu skömmu síðar og þannig var staðan allt fram undir leikslok er Danir náðu að skora sigurmarkið. Lokastaða mótsins var þessi: Noregur Svíþjóð Danmörk ísland Finnland Færeyjar 5 4 1 0 12:4 9 5 3 1 1 12:3 7 5 3 0 2 13:10 6 5 2 1 2 8:5 5 5 1 1 3 8:6 3 5 0 0 5 2:27 0 Mikil barátta framundan „Staða okkar nú þegar við förum í fríið er ekki spennandi, hún er eiginlega hryllileg,“ sagði Nói Björnsson fyrir- liði Þórs er við ræddum við hann um helgina. „Það sem hefur háð okkur er að við höfum ekki nýtt færin okkar, við höfum oftsinnis verið betri aðilinn, ekki nýtt fær- in okkar og því tapað. En við skoruðum tvö mörk á móti Blikunum og eigum við ekki að vera bjartsýnir og segja að þetta standi allt til bóta,“ sagði Nói. „Við erum greinilega illa staddir," sagði Njáll Eiðsson fyrirliöi KA. „Það er hörð barátta framundan og við byrjum t.d. á tveimur erfiðum útileikjum cftir fríið, leikum við KR og Akranes. Ég held að við verðum að vinna 2 eða 3 leiki af þeim 5 sem eftir eru ef við ætlum að forð- ast fallið,“ sagði Njáll. Hola í höggi! „Jú, þakka þér fyrir, þetta var notaleg tilfínning en það er ekki hægt að lýsa henni, þetta verður manni ógleyman- legt,“ sagði Skúli Skúlason golfleikari á Húsavík, en sá gerði sér lítið fyrir í síðustu viku og fór holu í höggi á velli þeirra Húsvíkinga. Draumahöggið, þetta óskahögg allra kylfinga kom á 5. braut hjá Skúla, á par 3 holu sem nýlega hefur verið lengd og er nú um 170 metrar. Skúli tók sér 4-járn í hönd, kúlan flaug, hoppaði tvívegis og small síðan í holuna. Þarf varla að taka það fram að fögnuður viðstaddra var mikill. „Ég mátti ekki vera minni maður en Kristján," sagði Skúli og hló við, en Kristján Hjálmarsson félagi Skúla fór einnig holu í höggi á Húsavík á dögunum. Þeir Skúli og Kristján eru tveir fremstu kylfingar Húsvíkinga og hafa staðið sig vel í sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.