Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR r r S B HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Tvistur setti met Eitt íshindsmet var sett á hestamannainótinu sem fram fór á Melgerðismelum um helgina. Metið kom í 300 metra stökki og var það Tvistur úr Rangár- vallasýslu sem það setti. Uann átti reýndar að vera nokkurs kon- ar „uppfylling" í þessu hlaupi, veita hinni þekktu hlaupahryssu Spólu einhverja keppni ef hægt væri en Spóla sá ekki við Tvistin- um sem hljóp á nýju glæsilegu meti 20,5 sek. Eldra metið var 20,7 sek. Við segjum nánar frá þessu mikla móti í blaðinu á miðviku- dag. Fyrstu verðlauna hrútur metinn á 6.600 kr. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið bótaverð fyrir fé sem ferst í umferðinni í ár. Þann- ig verður að greiða kr. 1.800 fyrir tvílembing, kr. 2.280 fyrir ein- lembing, 2.880 fyrir veturgamla kind og sama verð fyrir ána fram til júlíloka. Þá snarfellur hún hins vegar í verði, í kr. 2.280. Verð- mestir eru fyrstu verðlauna hrútar, sem eru metnir á 6.600 kr. Hrútar með 2. verðlaun eru hins vegar ekki metnir á nema 4.500 kr. og þeir sem ekki hafa fengið nema 3. verðlaun verða að sætta sig við að vera metnir á 4.080 kr. Ha, jájá, þetta er ágætur ís Lögreglan: Rólegt þrátt fyrir karnival „Þótt karnival hafí verið hald- ið í bænum um helgina er alls ekki hægt að segja að meira hafi verið að gera hjá okkur en venjulega, sennilega minna ef eitthvað var,“ sagði Matthías Einarsson varðstjóri hjá Akur- eyrarlögreglunni í morgun. Hann sagði að karnivalið hefði farið vel fram á allan hátt þótt fjölmennt hefði verið bæði síð- degis á laugardag og eins á laug- ardagskvöldið og frant á nótt þá. Að venju var lögreglan við hraðamælingar og voru nokkrir teknir sem „kitluðu pinnann“ um of, einn t.d. á 104 km hraða og annar á 100. f>á voru þrír öku- menn teknir á Akureyri um helg- ina grunaðir um ölvun við akstur. Kópasker: Næg atvinna og talsvert af ferðafólki Ég held ég megi fullyrða að ástandið sé nokkuð gott. Rækjuvinnslan hefur gengið vel, að vísu hefur veiði verið dræm núna á allra síðustu dögum. Við erum með kjöt- vinnslu á staðnum og þar hefur einnig gengið vel. Birgðir eru minni en nokkru sinni áður. Það hefur verið þokkaleg sala undanfarið. Annars er kjöt- vinnslan hjá okkur í þróun, við höfum mest haldið okkur við hefðbundna framleiðslu, en seinna meir þegar við erum komnir betur af stað með þetta þá gætum við snúið okkur að annars konar framieiðslu,“ sagði Pétur Þorgrímsson kaup- félagsstjóri á Kópaskeri er við slógum á þráðinn til hans að spyrja helstu tíðinda þar um slóðir. „Það hefur lítið verið byggt í sumar,“ sagði Pétur. „Það er unnið í tveim húsum sem byrjað var á í fyrrasumar. Það er ekkert um nýbyggingar.“ Aðspurður um brottflutning og byggðaröskun sagði Pétur að það væri töluvert af ungu fólki á Kópaskeri og brottflutningur þaðan væri ekki tilfinnanlegur, enda væri yfirleitt næg atvinna á staðnum. Sagði Pétur að talsvert af ferðafólki hefði sést á Kópa- skeri í sumar, meira en undanfar- in sumur. Taldi hann einmuna veðurblíðu mestu ráða þar um. Kaupfélagið rekur verslun í Ás- byrgi og sagði Pétur að þar hefði verið mikill ferðamannastraum- ur, hann hefði að vísu farið seint af stað, en tekið mikinn kipp nú í júlí. „Heyskapur gengur vel hér í nágrenninu og það er óhætt að segja að hann er mánuði fyrr nú en í fyrra. Sumir hafa lokið, en þó er töluverður hópur eftir. Vegir eru ágætir, ekkert er þó um að slitlag sé sett á þá.“ Pétur sagði að lítið væri um nýfram- kvæmdir, það biði allt betri tíma. Nokkur refabú eru starfrækt í hreppunum kringum Kópasker og hefur kjötvinnsla á staðnum séð um framleiðslu refafóðurs. Fiskúrgangur er fluttur frá Rauf- arhöfn og er hann aðaluppistaða refafóðursins. Sagði Pétur að enn sem komið væri framleiddi kjöt- vinnslan einungis refafóður fyrir búin í sveitinni. mþþ Það verður hæg norðanátt og væta hjá ykkur í dag sagði Eyj- ólfur Þorbjörnsson veður- fræðingur á Veðurstofunni í morgun. Á morgun gæti hins vegar orðið þokkalegasta veður, suðlæg eða suðvestlæg átt og þá fer veðrið að lagast er líður á daginn. Það er því já- kvætt útlit hjá ykkur fyrir norðan sagði Eyjólfur. # Röskir bændur Þessum stelum við ómeng- uðum úr Frey: Haukur Páls- son á Röðli í Torfalækjar- hreppi í Austur-Húnavatns- sýslu er kunnur á heimaslóð- um fyrir tilsvör sín. Auk bú- skapar stundar hann vinnu utan heimilis og geta þvi gegningar hans hitt á ýmsa tíma sólarhrings. Eitt sinn hlýddi hann á tal tveggja sýslunga sinna sem báðir reka stór bú og ræddu hvern- ig þeir stæðu að búverkum sínum. Annar sagði: Ég dunda mér við verkin þetta fram undir hádegi. Hinn bætti við: Ég vil nú helst vera búinn klukkan 10 á morgnana. Þá blandaði Haukur sér í sam- ræðurnar og sagði: Ég er nú vanur því að Ijúka þessu af kvöldið áður. # Allur er varinn góður Veglegt hestamannamót með tilheyrandi knalli var haldið á Melgerðismelum um helgina. Þar heyrðist einn grandvar hestamaður segja upp úr eins manns hljóði: Brennivín á maður aldrei að drekka nema edrú, annars leiðir það mann út í einhverja ekkisens vitleysu; kvennafar, slagsmál eða timburmenn. # Slök frammi- staða! Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að Oiympíu- leikarnir í Los Angeles eru hafnir, því fjölmiðlar hafa keppst við að greina frá því. Greinilegt er að útvarpið okk- ar ætlar að spjara sig, það er með mann á staðnum sem skýrir iandsmönnum frá gangi mála í pistlum sínum oft á dag og gerir hlutunum góð skil. Úti í kóngsins Kaup- inhöfn sitja hins vegar þrír menn á vegum sjónvarpsins okkar. Þeirra starf er að „kóp- era“ efni það sem danskir sjónvarpsglápendur fá að sjá í beinni útsendingu, skera það niður og senda það síð- an hingað heim. Við fengum að sjá fyrstu sendingu þeirra f gærkvöld, sjálfa setningar- athöfnina en hún hafði verið sýnd í beinni útsendingu vfða um heim sólarhring áður. En íslendingar fengu ekki að sjá nema rétt helming þessarar miklu hátfðar, því skyndilega var kominn hátta- tími hjá forráðamönnum sjónvarpsins um miðnætti. Þeir sem hafa áhuga geta svo sest niður við sjónvarpið kl. 18 f dag og horft á þennan framhaldsþátt sjónvarpsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.