Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -1. ágúst 1984 Á að fara eitthvað um verslunar- mannahelgina? Valur Steingrímsson: Nei, ég býst ekki viö því. Margrét Baldvinsdóttir: Já, ég fer eitthvað austur, en er ekki búin að ákveða hvert. Halldór Halldórsson: Ég reikna með að verða á Vindheimamelum þar sem ís- landsmótið í hestaíþróttum verður. Steinunn Jóhannsdóttir: Ég bý í Hrísey og ætla bara að vera þar. Sigrún Ragnarsdóttir: Já, ég ætla sko í skóginn. „Góðar vörur goou veroi - Það er mottóið, segir Gunnar Árnason sem verið hefur verslunarstjóri Hagkaups á Akureyri en er á förum „Ég er Reykvíkingur og hef átt heima þar í gegnum tíðina, en kom hingað fyrir 2 árum og tók þá við starfi verslunarstjóra Hagkaups á Akureyri.“ Það er Gunnar Árnason sem segir frá. En hann hefur verið kallaður burt til starfa á heimaslóðun- um, Reykjavík, eftir 2ja ára starf hér á Akureyri. Hann er í Viðtali Dagsins í dag og við byrjum auðvitað á að spyrja hvernig honum hafi líkað lífið og starfið hér á Akureyri. „Mér hefur líkað mjög vel. Þetta er sérstaklega skemmtileg lífsreynsla fyrir mig, sem alinn er upp við stórborgarbraginn í Reykjavík. Þar er svo mikill hraði á öllu, allir að flýta sér, hérna er allt í smærri einingum og menn ekki eins mikið að flýta sér.“ - Hvað á að gera fyrir sunnan? „Ég verð áfram hjá Hagkaup. Tek við starfi sölustjóra. Það er allt annars eðlis en verslunar- stjórastarfið. Ég kem til með að hafa yfirumsjón með rekstri allra verslana Hagkaups, það er í Reykjavík, þar sem 3 búðir eru og hér á Akureyri og í Njarðvík. í grófum dráttum felst starfið í því að vera ábyrgur fyrir allri sölu sem verður í þessum verslunum." - En hér á Akureyri, hvert er starfssviðið þar? „f>að er daglegur rekstur versl- unarinnar. Ég hef yfirumsjón með innkaupum og sé um rekstr- arhliðina. Þá er starfsmannahald- ið í mínum höndum, en það eru 60 manns á launaskrá hjá fyrir- tækinu, 55 konur og 5 karlar. Verslunarstjóri er æðsti maður hér á Akureyri en lýtur yfirum- sjón þeirra fyrir sunnan.“ - I hverju varstu áður en þú komst hingað? „Ég var sölustjóri hjá Pennan- um.“ - Hvernig hefur gengið á þeim tíma sem þú hefur verið hérna? „Það hefur gengið vel. Við höfum gert stórátak í fatainn- kaupum og ég held við getum ófeimnir sagt að við gefum tísku- vöruverslunum ekkert eftir bæði hvað varðar gæði og úrval. Ég tel að það sér af hinu góða að hafa sterkan aðila sem getur keppt við kaupfélagið, það heldur vöru- verðinu niðri. Og það er einmitt stefna okkar hér, að hafa sama vöruverð og er í Reykjavík. Við leggjum engan flutningskostnað á vörurnar og höfum aldrei gert. Það hefur haft þau áhrif að vöru- verð í bænum hefur lækkað. Við erum ánægðir með okkar hlutdeild á markaðnum, en eins og Akureyri er í dag er ekki grundvöllur fyrir því að stækka við sig. Þær verslanir sem fyrir eru anna öllu svæðinu prýðilega vel. Við höldum bara okkar striki, að reyna að útvega góðar vörur á góðu verði.“ - Nú ertu á förum og þér hefur líkað vel hér á Akureyri. Held- urðu að þú saknir einhvers? „Já, ég kem áreiðanlega til með að sakna starfsins og starfs- fólksins, sem allt er einvalalið. Mér finnst þetta góður bær, gott veðurfar, en það vita Akureyr- ingar 'oest um sjálfir. Það er ekk- ert spennandi að flytja suður í rigninguna. En það er aldrei að vita nema ég komi einhvern tíma aftur hingað. Sjálfur hefði ég vilj- að vera lengur, en ég var kallaður suður til starfa eins og það heitir, ég bað ekki um flutning.“ mþþ Gunnar Árnason vcrslunarstjóri: Þetta var skemmtileg lífsreynsla fyrir mig. Heimsendingaþjónustan snarversnar Anna Jóna Jónsdóttir skrifaði og hafði þetta fram að færa: Nú fyrir stuttu var heimsendinga- þjónusta KEA færð úr Matvöru- deild yfir í Höfðahlíð og átti það að vera þægilegra fyrir viðskipta- vini þar sem fleiri vörutegundir eru á markaðnum í Höfðahlíð. En þessi þjónusta hefur snar- versnað við þessi skipti. í Mat- vörudeildinni í Hafnarstræti var mjög góð þjónusta fyrir sveita- fólk. Bíllinn tók vörur þar kl. 11.30 til 12.00 og maður gat pant- að fram á síðustu stundu, fólkið þar tók alltaf niður pöntun og var aldrei með nein mótmæli. En í Höfðahlíð kemur bíllinn kl. 11.00 og verður að vera búið að panta kl. 10.00 um morguninn. Á miðvikudagsmorgun fór ég út á tún að snúa heyi kl. 7.30 og komst ekki inn aftur fyrr en kl. 10.45 og hringdi í Höfðahlíð og ætlaði að fá sent brauð, ost og ýmsar nauðsynjar, en ég fékk al- gjöra neitun. Á föstudagsmorgun hringdi ég kl. 10.10, ég komst ekki inn í síma fyrr, en það var alveg sama sagan, ég fékk það svar aðþað ætti að panta fyrir kl. 10.00. Eg mátti hringja í ættingja og biðja hann að kaupa þetta fyr- ir mig og keyra það út í böggla- geymslu. En til hvers er þessi þjónusta ef ekki er hægt að nota hana? Ef fólkið í Höfðahlíð nennir ekki að sinna smáaukapöntun endrum og eins verður bara að ráða sér manneskju til þess að sinna þessu Kona á Eyrinni hringdi: Ég sendi krakka í sjoppuna í Tryggvabraut, í Essó-stöðina þar til að kaupa fjögur pylsubrauð, og væri það í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi. Pylsubrauðin kostuðu hins vegar 10 krónur stykkið sem er helmingi dýrara en í verslun og þegar krakkinn kom til baka kom í ljós að brauðin voru svo illa skorin og svo illa farin að það var eða þá að leggja þessa heimsend- ingaþjónustu fyrir sveitirnar niður. Langflestar sveitakonur vinna úti og geta ekki náð í síma á þessum eina klukkutíma. Ég vil biðja forráðamenn KEA að breyta þessu til hins betra, t.d. að bíllinn komi ekki fyrr en kl. 11.30 og að starfsfólk sinni pöntunum jafnóðum og þær berast en ekki ekki hægt að nota neitt þeirra. Eitt þeirra alveg skorið í tvennt þannig að það var vita vonlaust að setja í það sósu eða nokkurn skmDaðan hlut. Ég hringdi og talaði um þetta við þær sem voru þarna við af- greiðslu. Sú fyrri sem svaraði lagði símann frá sér og talaði ekki við mig. Önnur kom í sím- ann en var snúin og afundin. Krakkinn fór og fékk skipt á brauðinu sem var alveg skorið í milli kl. 10.00 og 11.00 þannig að þær geti afgreitt pöntun sem berst hálftíma áður en bíliinn kemur. Ég vona að viðkomandi aðilar skilji mig og mógðist ekki. Ég vonast eftir betri þjónustu. Einnig þykir mér dálítið skrýt- ið að heimsendingaþjónustan skuli vera í þeirri búð sem vör- urnar eru langdýrastar. og ónýt tvennt. í fyrri ferðinni hafði hann ekki fengið poka utan um brauð- in, heldur voru brauðin vafin inn í tvær litlar eldhúsþurrkur. Mér finnst allt í lagi að vekja athygli á þessu enda tel ég þetta lélega þjónustu. í Hagkaupi t.d. er hægt að kaupa fimm brauð innpökkuð í poka á 22,50 kr. en þarna kosta 4 brauð 40 krónur. Er virkilega leyfilegt að selja pylsubrauð á 10 krónur stykkið? Pylsubrauðin dýr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.