Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -1. ágúst 1984 ÚTGEFÁNDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stefnan er skýr Á 27. kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var að Hrafnagili dagana 4.-5. nóvember 1983, var m.a. samþykkt ályktun um atvinnumál. Rétt þykir að rifja þessa ályktun upp vegna þeirra deilna og mismunandi skoðana sem fram hafa komið varðandi byggingu álvers við Eyjafjörð, meðal annars hér í Degi. í þessari ályktun kjördæmisþingsins var sérstaklega fjallað um orkuiðnað og í þeim kafla hennar sagði: „Samhliða annarri atvinnuuppbyggingu verður að stefna markvisst að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins. Ljóst er að staðarval orkuiðnaðar mun hafa afgerandi áhrif á byggðajafnvægi. Þingið skorar á stjórnvöld að hraða svo sem kostur er nauð- synlegum rannsóknum vegna hugsanlegrar byggingar álvers við Eyjafjörð. Verði talið ör- uggt að lífríki Eyjafjarðar verði ekki hætta búin og takist að tryggja hagkvæmt orkuverð, styður þingið byggingu slíks álvers við Eyja- fjörð. Þá leggur þingið áherslu á uppbygg- ingu stærri iðnaðar víðar í kjördæminu og minnir sérstaklega á Húsavík í því sam- bandi. “ Svo mörg voru þau orð í ályktun kjördæmis- þings framsóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem samþykkt var fyrir tæplega níu mánuðum síðan. Ekkert hefur breyst í þessum málum sem ætti að hafa þau áhrif að afstaða framsóknarmanna í kjördæminu sé önnur en þarna var samþykkt. Engin formleg samþykkt hefur heldur verið gerð sem breytir þessari afstöðu. Á hinn bóginn er rétt að geta þess, að þó að þessi ályktun hafi verið samþykkt mótat- kvæðalaust, mikill meirihluti þingfulltrúa hafi ljáð henni atkvæði sitt, þá voru nokkrir ein- staklingar sem sátu hjá við atkvæðagreislu um þennan lið ályktunarinnar. Þeir hafa að sjálfsögðu rétt til sinna skoðana í þessum efnum sem öðrum. Kjördæmisþing framsóknarmanna eru æðstu ákvarðanaaðilar, hvert í sínu kjördæmi. Það eru teknar lýðræðislegar ákvarðanir af kjörnum fulltrúum á þessi þing. Samþykktir kjördæmisþinganna lýsa því opinberri stefnu framsóknarmanna í kjördæmunum. Stefna framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra varðandi uppbyggingu orkuiðnaðar, og þá sérstaklega með tilliti til hugsanlegrar byggingar álvers við Eyjafjörð, er því skýr. Hún kemur fram í ofangreindri ályktun. Frá því umræður um álver við Eyjafjörð tóku að dafna svo mjög á vordögum, sem raun hefur orðið á, hefur Dagur fylgt þessari stefnu, sem mörkuð var á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra í nóvember á síðasta ári. Lóðamál Heildverslunar Valdemars Baldvmssonar: Lítill áhugi bæjarstjórnar á auknum atvinnutækifærum - segir Hólmgeir Valdemarsson framkvæmdastjóri „Nei, nei, ég er ekki búin að fá lóð og sé ekki fram á það. Þó er aldrei að vita hvað verð- ur núna, það er margt á döf- inni,“ sagði Hólmgeir Valde- marsson, framkvæmdastjóri heildverslunar Valdemars Baldvinssonar, er Dagur spurði hann um lóðamál heild- verslunarinnar. Tvö ár eru nú síðan heildversl- un sótti fyrst um lóð og eru lóð- irnar orðnar 8 sem sótt hefur ver- ið um eða komið hafa til greina, en málið er enn óleyst. Sagðist Hólmgeir hafa á sínum tíma, þ.e. fyrir tveimur árum, sótt um Sana- völlinn, en sér hafi ekki verið svarað. Hann skrifaði aftur bréf, en var ekki svarað. Þá var haft samband við bæjaryfirvöld og það var komið á fundi með skipu- lagsstjóra og formanni bygg- inganefndar. Það komst loks skriður á málið þegar Jóni Geiri Ágústssyni og Guðmundi Sigur- björnssyni var falið af bæjarráði að leita að lóðum handa heild- versluninni. Þá komu nokkrar lóðir til greina, m.a. Sanavöllur- inn og á bæjarráðsfundi var heildversluninni úthlutað 6400 m2 lóð nyrst á Sanaveilinum. Það fór fyrir bæjarstjórn, sem fannst þetta vera frumhlaup hjá bæjar- ráði og vísuðu þessu aftur til þeirra. Bæjarráð samþykkti aftur Sanavöllinn. Formaður hafnarnefndar, Stef- án Reykjalín, tilkynnti þá að Slippstöðin væri tilbúin að láta af hendi lóð sem hún ætti á horni Tryggvabrautar og Hjalteyrar- götu. Þá var ekki annað eftir en að semja við Árna Valmundar- son um kaup á húseign sem hann á á þeirri lóð. Bæjarstjórn hefur ekki treyst sér til jress ennþá. Sagði Hólmgeir að hann teldi sig knúinn til að láta á það reyna hvort hann fengi að byggja á Sanavellinum, þ.e. hvort fyrri samþykktir bæjarráðs standa. „Einstaklingur hér í bænum hef- ur líka boðið mér lóð og ég ætla að athuga það mál. Það er stór lóð á Eyrinni og virðist ekki vera gegn skipulagi. Ef hvorugt gengur verð ég að fara út fyrir bæinn, það eru hreinar línur. Mér finnst það mjög harður kost- ur að vera ekki á tveimur árum búinn að fá fyrirgreiðslu af hálfu bæjarins, það er dæmalaust. Þeir eru núna að reyna að troða mér hér niður með Gleránni, buðu mér lóð niður við Nótastöðina Odda. Sú lóð er afar óhentug. Miðað við það hús sem ég ætla að byggja og þá útiaðstöðu sem fyrirhuguð er, er ekki hægt að nýta þá lóð nógu vel og þeir vita það vel. Þeir bjóða þetta til að geta sagst hafa boðið mér eitt- hvað. En það er alveg augljóst að ef við fáum ekki úthlutað lóð sem okkur hentar, er meirihluti bæjarstjórnar að sýna það og sanna að þeir vilja ekki aukna uppbyggingu í bænum og aukin atvinnutækifæri,“ sagði Hólm- geir. HJS „Umsækjandinn verður að líta í eigin barm“ - segir Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi Dagur leitaði til Sigurðar Jó- hannessonar bæjarfulltrúa og spurði hann hvað liði af- greiðslu á lóðarumsókn Heild- verslunar Valdemars Baldvins- sonar. „Lóðarumsókn þessi hefur ver- ið æðilengi til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum á Ákureyri og afgreiðsla hennar tekið allt of langan tíma, en ég tel að þar sé ekki eingöngu við þau að sakast. Umsækjandinn verður einnig að líta í eigin barm. Það er eðliiegt að eitthvað vefjist fyrir bæjaryfir- völdum að afgreiða lóðarum- sókn, þegar umsækjandinn beinir nær eingöngu óskum sínum að lóðarspildu sem hefur ekki verið til úthlutunar fram að þessu. Lóðarspilda þessi, hin marg- umræddi Sanavöllur er á hafnar- svæðinu, á svæði sem skv. aðal- skipulagi Akureyrar á að nýtast til starfsemi sem tengist sjávarút- vegi, svo sem fiskverkun og fisk- iðnaði, eða annarri starfsemi sem er nátengd sjávarútvegi og höfn- inni. Bæjarstjórn og hafnarstjórn hafa fram að þessu talið að svæði þetta væri nauðsynlegt þenslu- svæði til væntanlegrar uppbygg- ingar slíkrar starfsemi. Það hefði verið í hæsta máta óeðlilegt ef bæjarstjórn hefði út- hlutað á hafnarsvæðinu, í beinni andstöðu við skoðanir hafnaryfir- valda, lóðum undir aðra starf- semi sem ekki tengdist hafnar- starfseminni eins mikið og t.d. fiskverkun og fiskiðnaður. Ég tel að, ef umsækjandi hefði frá byrjun verið til viðræðu um aðrar lausnir á sínum lóðarmál- um en Sanavöllinn, hefði þetta mál verið leyst núna. Þá vil ég láta það koma fram, að þegar lóðarmálið var komið það langt að afgreiða átti tillögu um lóðarúthlutun til Heildv. Valdemars Baldvinssonar á Sanavellinum, á bæjarstjórnar- fundi 12. mars s.l. þá var þeirri afgreiðslu frestað að beiðni um- sækjanda. Þá fyrst var hann til- búinn til að ræða aðra möguleika og óskaði eftir að þeir möguleik- ar yrðu kannaðir. Síðan hefur málið ekki verið til afgreiðslu í bæjarstjórn. Ég veit að það er mjög erfitt fyrir fyrirtæki í fullum rekstri sem er í þörf fyrir aukið rými fyrir starfsemi sína, að fá ekki fljóta úrlausn á sínum lóð- armálum. Því meiri ástæða er það fyrir umsækjandann að leita samvinnu til lausnar á málinu, en binda sig ekki við lóðarúthlutun á svæði sem ekki hefur verið til úthlutunar fram að þessu. Ég vil að lokum ítreka það að lóðarumsókn þessi þarf að fá af- greiðslu og lausn þarf að fást á lóðarmálum Heildverslunar Valdemars Baldvinssonar s/f, en sú lausn má ekki felast í því að skerða möguleika Akureyrar- hafnar til að gegna framtíðarhlut- verki sínu. Aðrar lausnir hljóta að vera fyrir hendi.“ gk- Sjálfsbjörg: Alvarleg árás á lífsafkomu öryrkja Fundur í stjórn Sjálfsbjargar, fé- lagi fatlaðra á Akureyri, haldinn fimmtudaginn 19. júlí 1984, mót- mælir harðlega þeirri breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 261, um greiðslu almannatrygginga á lyfjakostnaði, sem' tók gildi 1. júní sl'., þar sem lyf til öryrkja voru hækkuð um 140%, ásamt því sem sett var reglugerð um hámark eininga lyfjaávísana við tveggja mánaða not, en það þýðir í raun allt að 300% hækkun á lyfjum til langsjúkra öryrkja, á sama tíma sem örorkulífeyrir hækkar aðeins um 16,5%. Þá mótmælir stjórnin einnig þeirn hækkun sem gerð hefur verið á greiðslum sjúkratryggðra á sér- fræðingshjálp og rannsóknum, sem nemur á sama tíma 170%. Hér er um að ræða hina alvar- legustu árás á lífsafkomu öryrkja og annarra langsjúkra, þegar jafnvel stór hluti af lágum lífeyri fer til greiðslu á þessari lífsnauð- synlegu þjónustu. Þá lýsir stjórnin furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórnvalda, og mótmælir henni harðlega, að hækka aðeins grunnlífeyri al- mannatrygginga hinn 1. júní, en hækka ekki einnig tekjutrygg- ingu, barnalífeyri og heimilisupp- bót, sem eru bara hluti af lífeyri öryrkja og ellilífeyrisþega, á sama tíma sem öll önnur laun í landinu hækkuðu um 2%. Stjórnin skorar á stjórnvöld að endurskoða þegar ákvörðun sína um þessar hækkanir og skerðingu lífeyristekna, þar sem með þeim ræðst hún á garðinn þar sem hann er allra lægstur og varpar raunar stórum hópi sjúkra ör- yrkja út á kaldan klakann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.