Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 9
1. ágúst 1984 - DAGUR - 9 Það verður ekki mikið um að vera á íþróttasviðinu um helg- ina sem í hönd fer, verslun- armannahelgina. Þó verða golfmenn á ferðinni eins og venjulega og verður t.d. eitt opið mót á Norðurlandi. Það er Jaðarsmótið svokallaða en í því móti eru leiknar 18 holur með og án forgjafar. Keppnin hefst kl. 9.00 á laugardagsmorg- un og hefst síðan aftur kl. 8.00 á sunnudagsmorgun og lýkur þá um daginn. Það er Útvegsbanki íslands á Akureyri sem gefur öll verðlaun í mótið að þessu sinni. Eru þau hin veglegustu en verðlaun eru til sýnis nú í vikunni í glugga bank- ans í Hafnarstræti. Jaðarsmótið hefur jafnan verið mjög fjölsótt mót og er ekki ástæða til að ætla að annað verði upp á teningnum nú. Völlurinn að Jaðri hefur að sögn kunnugra ekki verið betri í mörg herrans ár og er án alls efa í einna bestu standi þessa dagana af öllum golfvöllum landsins. Tekst KA að stöðva Þór? Síðari leikur KA og Þórs í 1. deild kvenna verður háður á KA-velli annað kvöld, og hefst hann kl. 20.00 Leikur þessi hefur engin áhrif. á það að Þór er þegar búinn að vinna sigur í b-riðli deildarinnar og mun leika til úrslita við það lið sem sigrar í a-riðlinum en allar líkur benda til þess að það verði lið Skagamanna. Þrátt fyrir það má búast við hörkuleik á KA- velli annað kvöld og KA-stúlk- urnar hafa fullan hug á því að stöðva sigurgöngu stúlknanna í Þór. Fjórir leik- menn frá Akureyri - í landsliði í Færeyjum Fjórir leikmenn sem leika með Akureyrarliðunum hafa verið valdir í landslið íslands skipað að mestu leikmönnum 21 árs og yngri en þetta lið leikur tvo leiki í Færeyjum í vikunni, gegn Færeyingum og Græn- lendingum. Þessir leikmenn eru Steingrím- ur Birgisson, Hafþór Kolbeins- son og Mark Duffield allir úr KA og Halldór Áskelsson úr Þór. Um er að ræða þriggja landa keppni sem fram fer í Þórshöfn og í Fuglafirði og verða leikirnir skráðir sem a-landsleikir. Allir leikmenn íslenska liðsins sem þegar hefur haldið utan leika með liðum í 1. deild. Langt er síðan Akureyri hefur átt fjóra menn í landsliðshópi í einu og er ekki fráleitt að enn fleiri leikmenn KA og Þórs hefðu átt erindi í þetta lið. Jaðarsmótið um helgina Hverjir eru mögu- leikar KA og Þórs? Fyrirliðar KA og Þórs í 1. deildinni voru sammála um það í Degi s.l. mánudag að erf- itt „prógram“ væri framundan hjá liðum þeirra er keppnin hefst aftur í 1. deildinni eftir sumarfrí leikmanna, en það verður 14. ágúst. Aðeins fimm umferðum er ólokið í 1. deildinni og getur fátt eða ekkert komið í veg fyrir stór- sigur Skagamanna í mótinu, helst að Keflvíkingar gætu gert þeim rusk í efsta sætinu. Ef þessi lið eru undanskilin má segja að öll liðin séu í bullandi fallhættu, og staða Akureyrarliðanna er langt frá því að vera góð. Þór er á botni deildarinnar ásamt Fram en Þór er með óhagstæðara marka- hlutfall. Þessi lið eru með 12 stig en síðan koma Breiðablik og KA með 13 stig. KA á eftir fjóra útileiki en að- eins einn heimaleik, en leikir liðsins eru þessir: KR-KA Akranes-KA Þróttur-KA Breiðabiik-KA KA-Fram Þórsarar eiga á pappírnum eftir léttari leiki, en þó ber þess að geta að heimavöllurinn hefur ekki reynst þeim sem skyldi frem- ur en KA. Þeirra leikir sem eftir eru, eru þessir: Þór-Fram Þór-KR ÍBK-Þór Þór-Víkingur Valur-Þór Menn geta sjálfsagt velt fyrir sér möguleikum liðanna á að halda sér uppi, en víst er að róðurinn verður erfiður og nú fyrst reynir á menn að standa sig. Yngri flokkar Nú er Ijóst hvaða lið fara úr Norðurlandsriðlum í úrslit ís- landsmótsins í knattspyrnu í 3. 4. og 5. flokki. í 5. flokki varð KA sigurveg- ari en naumt var það, liðið kemst í úrslitakeppnina á hag- stæðara markahlutfalli en Þór. í 4. flokki er hins vegar ekkert svoleiðis uppi á teningnum. Þar vann KA yfirburðasigur og markatala þeirra 40:0 segir meira en mörg orð um frammistöðu liðsins. Þórsarar mæta til leiks í úrslitin í 3. flokki, þeir eiga þar afar sterkan flokk sem hefur alla möpuleika á að spjara sig. Urslitakeppnin í 5. flokki verð- ur 9.-12. ágúst en í 3. og 4. flokki dagana 16.-19. ágúst. Góður árangur yngsta sundfólksins Sundfélagið Óðinn hélt nýlega sundmót að Sólgörðum í Fljótum, mót þetta var annað mótið sem félagið heldur fyrir sundfólk á Norðurlandi í aldursflokki 12 ára og yngri. Keppendur voru frá þremur félögum, þ.e. frá Óðni, Sund- deild KS og frá UMSS. Árangur á mótinu var nokk- uð góður og er þar helst að nefna árangur Birnu Björns- dóttur í 50 m skriðsundi meyja 35,8 og Rósu D. Ómarsdóttur KS í 50 m bringusundi meyja 10 ára og yngri 48,9. Kristján Sturlaugsson KS náði einnig góðum árangri og hafði nokkra yfirburði í sínum aldursflokki. 50 m flugsund meyja: 1. Anna M. Björnsdóttir, KS 43,3 2. Guðrún Hauksdóttir KS 44,9 50 m bringusund sveina 10 ára og yngri: 1. Jónas Sigurðsson KS 48,5 2. Hlynur Tuliníus Ó 55,9 50 m skriðsund sveina: 1. Kristján Sturlaugsson KS 36,0 2. Gunnar Ellertsson Ó 39,8 50 m skriðsund meyja: 1. Birna Björnsdóttir Ó 35,8 2. Anna M. Björnsdóttir KS 37,1 50 m bringusund meyja 10 ára og yngri: 1. Rósa D. Ómarsdóttir KS 48,9 2. Hulda Magnúsdóttir KS 54,5 50 m flugsund sveina: 1. Kristján Sturlaugsson KS 43,4 2. Gunnar Ellertsson Ó 44,9 50 m baksund tclpna: 1. Guðrún Hauksdóttir KS 47,4 2. Anna M. Björnsdóttir KS 47,7 50 m skriðsund sveina 10 ára og yngri: 1. Jónas Sigurðsson KS 45,6 2. Hlynur Tuliníus Ó 46,2 50 m bringusund sveina: 1. Baldur Rafnsson Ó 49,6 2. Ólafur Þ. Hall KS 49,8 50 m bringusund meyja: 1. Ása Fr. Kjartansdóttir KS 45,7 2. Guðrún Hauksdóttir KS 45,7 50 m skriðsund meyja 10 ára og yngri: 1. Rósa D. Ómarsdóttir KS 44,1 2. Hulda Magnúsdóttir KS 48,5 50 m baksund sveina: 1. Kristján Sturlaugsson KS 42,6 2. Ingiþór Ingólfsson Ó 52,5 100 m bringusund meyja: 1. Guðrún Hauksdóttir KS 1:40,0 2. Ása Fr. Kjartansd. KS 1:41,7 100 m skriðsund sveina: 1. Kristján Sturlaugsson KS 1:20,2 2. Gunnar Ellertsson Ó 1:34,1 100 m skriðsund meyja: 1. Guðrún Hauksdóttir KS 1:22,4 2. Anna M. Björnsd. KS 1:24,9 100 m bringusund sveina: 1. Baldur Rafnsson Ó 1:49,5 2. lngiþór Ingólfsson Ó 1:57,8 100 m bringusund stúlkna: 1. Ásdís Sigurðardóttir KS 1:37,1 2. Ingibj. Heiðarsd. UMSS 1:55,2 100 m bringusund drengja: 1. Svavar Þ. Guðmundss. Ó 1:25,9 2. Jón Kr. Sigurðsson KS 1:28,5 100 m skriðsund stúlkna: 1. Ásdís Sigurðardóttir KS 1:24,0 2. Ingibj. Heiðarsd. UMSS 1:38,3 100 m skriðsund drengja: 1. Jón Kr. Sigurðsson KS 1:22,6 100 m flugsund kvenna: 1. Elín Harðardóttir UMFB 1:23,9 2. Ásdís Sigurðardóttir KS 1:36,3 100 m baksund drengja: 1. Svavar Þ. Guðmundss. Ó 1:17,6 200 m fjórsund karla: 1. lngimar Guðmundsson Ó 2:47,9 2. Svavar Þ. Guðmundss. Ó 2:48,2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.