Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 5
3. ágúst 1984 - DAGUR - 5 Fyrstu vísur þessa þáttar orti Benedikt Valdemarsson frá Þröm. Litkast völlur leysist mjöll, Ijóma fjöll og stræti. Ljóðin snjöllu lífga öll lýð á höllum fæti. Sólin skreytir dal og djúp, dásemd veitir lýði. Gefur leiti gylltan hjúp geislinn heiti og blíði. Ljósið kallar lífið á. Leysist allur snærinn. Voga, hjalla, stein og strá strýkur fjallablærinn. Laufgast óðum ás og hlfð. Anga rjóðar grundir. Nóttin hljóða björt og blíð býður góðar stundir. Aðalsteinn Ólafsson kvað er „frelsaður" maður vísaði honum til vegar: Affrelsuðum mér vísað var á veginn blómum stráða, en ég get ekki unað þar sem englar húsum ráða. Einfarinn, nefnist þessi vísa Aðalsteins: Ég er gestur í heimslystarhöllu, vil helst vera rekinn á dyr, leiður á lífinu öllu. Lifi þó samt eins og fyrr. Ingibjörg Bjarnadóttir, Gnúpu- felli í Eyjafirði sendi þættinum þessar vísur. Gaman að fá send- ingar frá blessuðum frúnum. Tíðavísa: Tíð er liðin, tíð er grá. Títt í svellum brestur. Tíðaverkir tíðum hrjá. Tíðir syngur prestur. í nóvember 1983 birtist frétt í ís- lendingi um slæma afkomu Dags. Pá kvað Ingibjörg: Ýmsir rengja okkar hag, aðrir klaufum sletta. Hver vill eiga dauðan Dag? Djöfuls bull er þetta. Vinur kvaddur: Pig ég kveð með kæfðum trega. Komin eru þáttaskil. Pað er ekki endilega alltaf sælt að vera til. Þessi er nafnlaus: Eitthvað slæðist öðrum frá. Áfram læðist vaka. Andans glæðist gleðiþrá góð effæðist staka. Næstu vísu kvað Ingibjörg eftir umræður um álver við Eyjafjörð og vítamínvinnslu á Húsavík. - Ef . . . Ef - yfir sveitum álver gín eitrast loft í Grundarþingum. Ef-grannar vinna vítamín verður fjör í Pingeyingum. Sigfús Axfjörð á að hafa ort þessa vísu um sig sjálfan: Gerði um frónið gaurinn margt görpum tjón og skaða til að þjóna illri art Axfjörð Krónustaða. Eftirfarandi vísur urðu til þegar ríkisstjórnin ákvað að taka lán í útlöndum, meðal annars til að greiða meðlög barna óreiðu- manna, sem ekki hirða um að annast þau sjálfir: Áður var að allra hyggju einboðið að senda þá kvensömu að Kvíabryggju, kvelja þá við ár og Ijá. Nú er hverjum hórdómshana hleypt í stjórnlaust kvennarán. Borgar fyrir bamarana Berti strax - og tekur lán. Jón Bjarnason. NÝTT Á AKUREYRI Fyrirhuaað er að byggja í haust parhús með bílskúr. Hér er um aö ræöa einingahús úr timbri þar sem hvor íbúð yröi 3ja herbergja 74,8 fm aö stærö. Húsin afhendist fokheld, með gleri, útihurðum, skjólveggjum og einangrun í loft og veggi. Gert er ráð fyrir að byggja við Borgarsíðu og Bakkasíðu, ef skipulagsnefnd samþykkir. Verð íbúðar, án bílskúrs, sökkla, lóðar og teikninga er kr. 536.000,00 og bygging- araðili er tilbúinn til að láta tvo fyrstu hluta Húsnæði- sstofnunarláns ganga upp í kaupverð, en hlutarnir tveir eru áætlaðir kr. 420.000,00. Teikningar á skrifstofunni. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, , efri hæð, sími 21878 Kl. 5—7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður ■V; "Hfeíse- Frá Laxdalshúsi Vegna veðurs er enn til Karnivalgóðgæti í Laxdalshúsi. ÖI ★ Pylsur ★ álegg ★ ostar. Opið frá kl. 14.00 - 23.00 sími 24490 býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. ★ ★ Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 4. ágúst Hljomsveitin Portó frá Akureyri leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Borðapantanir teknar í síma 22200. Veríð velkomin. HOTEL KEA •’.'S.v- AKUREYRI •^Bíldbúö Benna SANDSPYRNA verður haldin að Hrafnagili við Akureyri laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00. Undanrásir kl. 10.00. BÍLAKLÚBBUR AKUREYRAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.