Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 3. ágúst 1984 Aðsóknin farið fram úr björtustu vonum, segir Hreiðar Hreiðarsson Veitingaskálinn Vín í Hrafnagilshreppi hefur nú verið opinn um tveggja vikna skeið. Tíðindamað- ur Dags skrapp rétt sem snöggvast þar inn fyrir skömmu og hitti að máli eiganda staðarins, Hreiðar Hreiðarsson sem rekur staðinn ásamt konu sinni, Þórdísi Bjarnadóttur. Blóm eru aðalsöluvaran og fást þar margar teg- undir þá er boðið upp á ýmsar grœn- metistegundir og al- mennar veitingar, eins og kaffi, brauð, ís og fleira. Það er því ýmislegt sem hœgt er að skoða í Vín. Að sjálfsögðu byrjum við á að spyrja, hvernig hafi gengið. „Það hefur gengið mjög vel og farið fram úr okkar björtustu vonum. Það hefur enginn dagur klikkað ennþá. Samt er mest um helgar, t.d. er engin leið að anna þeirri aðsókn er verið hefur hjá eitthvað af innréttingum. Við ætlum að koma upp einhvers konar básum svo fólk geti verið meira út af fyrir sig en það er nú. Líklega verðum við einnig að bæta við borðum og stólum. Það eru um 70 sæti hjá okkur núna, en það er hvergi nærri nóg þegar mest er. Svo þurfum við að stór- auka bílastæði og það stendur til bóta. Einu óánægjuraddirnar sem við höfum heyrt eru frá fólki sem vantar bílastæði. Þá eigum við eftir að koma upp lítilli verslun þar sem verða seldir minjagripir og garðyrkjuvörur. Við reynum stöðugt að bæta og breyta og vonum að þá gangi allt bærilega. - Liggið þið í dvala í vetur og rísið upp að vori, eða verður opið? „Það verður opið í vetur, helst alla daga, annars eru kvöldin og helgarnar það sem við ætlum að stíla upp á. Já, og fimmtudagarn- ir. Það eru ýmsar hugmyndir í gangi hjá okkur, við ætlum að reyna að hafa eitthvað um að vera, svo fólk hafi eitthvað að sækja hingað. Um jólin er í bí- gerð að vera með þar til gerðar vörur, skreytingar og jólatré. Nei, það verður ekki lokað hjá okkur í vetur, ég tel varasamt að loka einhvern hluta úr árinu, þá er erfitt að ná sér upp aftur. Það þarf líka að vinna við þetta hvort sem opið er eða lokað, það er mikil vinna í kringum pottablóm og svo þarf að halda húsinu hreinu og þá er alveg eins gott að hafa opið. Það er nauðsynlegt að hafa einhvern rekstur í gangi.“ mþþ um ekki við vinnu. Það voru gíf- urlega margir sem hjálpuðu til að gera þetta að veruleika. - Hvernig datt þér þetta í hug? „Þetta er gömul hugmynd, sjálfsagt nokkurra ára. Svo hefur þetta smám saman þróast og ég byrjaði fyrir alvöru í október í fyrra. okkur á sunnudögum. Það er til- valinn sunnudagsrúntur að skreppa hingað frameftir. Meiri hluti gestanna kemur frá Akur- eyri og svæðinu hér í kring. Einn- ig er mikið um ferðafólk. Þá veit ég til þess að Húsvíkingar hafi komið hingað til að skoða.“ - Er þetta ekki dálítið dýrt fyrirtæki? „Jú, þetta er veruleg fjárfest- ing og sáralítil fyrirgreiðsla veitt. Stofnlánadeildin lánar aðeins út á gróðurhúsið. Það vill svo heppi- lega til að ég er smiður og hef getað smíðað mikið af innrétting- unum sjálfur. Maður hannar þetta jafnóðum, er alltaf með eitthvað í höfðinu. Áður en við opnuðum lögðum við nótt við dag og það var ákaflega stuttur tími sólarhringsins sem við vor- Það er ærið verk að vökva aliar þær plöntur sem eru í blómaskálanum. Hreiðar Hreiðarsson: Lögðum nótt við dag, að koma þessu upp. - Hvað vinna margir við þetta? „Það skapast veruleg vinna í kringum þetta. Það eru hér 5 manneskjur á 2 vöktum. Það skiptist þannig að sumir eru í gróðurhúsinu og aðrir í veitinga- sölunni. Ég hef frábæran mat- reiðslumann, Valdimar Valdi- marsson en hann hefur með skipulag í eldhúsinu að gera. Það er aðallega fólk héðan úr sveit- inni sem vinnur hjá okkur, lik- lega í kringum 12 manns, þegar mest er um helgar. Ég tel að þetta eigi framtíð fyrir sér, það kemur gífurlega mikið af fólki hingað um helgar, það skiptir þúsundum.“ - Þú ert smiður, en vinnur hér við garðyrkjustörf? „Ég er alinn upp við garð- yrkju. Faðir minn, Hreiðar Ei- ríksson var líklega eini bóndinn í Eyjafirði sem lifði á garðyrkju. Hann ræktaði mikið af grænmeti og seldi í gróðrarstöð sinni. Já, ég lærði smíðar og bjó á Akur- eyri í 10 ár. Árið 1977 flutti ég aftur hingað og tók við félagsbúi eftir föður minn. Síðan hef ég að mestu verið við garðyrkjuna. Ég er alveg hættur að starfa sem smiður. Mér líkar þetta starf mjög vel.“ - Þú segir þetta eiga framtíð fyrir sér? „Já, það tel ég tvímælalaust. Ef við reynum að halda þessu fersku og hafa einhverjar nýjung- ar þá á þetta að ganga. Það er ýmislegt á döfinni hjá okkur, þó sumt verði ekki framkvæmt fyrr en næsta sumar. Það vantar enn Það er notalegt að fá sér kafFi og kleinu í gróðrarstöðinni Vín. Séð yfir hluta blómaskálans í Vín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.