Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 15
3. ágúst 1984 - DAGUR - 15 Harry Oldfield kemur aftur Harry Oldfield. Líffræðingurinn Harry Old- field sem er mörgum Akureyr- ingum að góðu kunnur mun kynna chrystaltherapy í Borg- arbíói laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00. Bókað verður í einkatíma í síma 21780 kl. 20.00 - 22.00 meðan rými er. Það er Sálarrannsóknarfélag- ið á Akureyri sem stendur að komu Oldfield hingað og er þetta annað árið í röð sem hann kemur hingað á þess vegum. Oldfield sagði í viðtali við Dag á s.l. ári að hann hefði verið orðinn leiður á því „að segja fólki bara hve veikt það væri“ eins og hann orðaði það. Þá sagði hann ennfremur: „Það er vel þekkt fyrirbrigði að fólk í frumstæðum menn- ingarsamfélögum hefur notað krystalla og steina í lækninga- skyni og oft hafa þessir steinar og krystallar aðeins verið lagðir að líkamanum og viðkomandi hlotið lækningu. Ég safnaði því að mér margs konar kryst- öllum og þegar rafkrafturinn bætist við þá gefa þeir frá sér margfaldan kraft...“ Þess má geta að í fyrra er Oldfield dvaldi á íslandi tók hann fjölda fólks í meðferð, allt að 15 manns á dag og á Akureyri var geysilegur áhugi hjá fólki að komast að hjá honum. íþróttir: Golf að Jaðri Eini íþróttaviðburðurinn á hönd fer er Jaðarsmótið í golfi Akureyrar. Knattspyrnumenn Norðurlandi um helgina sem í sem fram fer hjá Golfklúbbi í öllum deildum eiga frí um helgina og ekkert golfmót er á dagskrá á Norðurlandi nema Jaðarsmótið. Mótið hefst kl. 9.00 á laug- ardagsmorgun og verða þá leiknar 18 holur. Kl. 8.00 á sunnudagsmorgun verður haf- ist handa á ný og leiknar síðari 18 holur mótsins. Leikið er í einum flokki, mótið er opið öllum kylfingum landsins og leikið er með forgjöf og án for- gjafar. Það er Utvegsbanki Islands á Akureyri sem hefur veg og vanda af verðlaunum mótsins sem eru hin glæsilegustu. Veðurguðirnir virðast í góðu skapi, Jaðarsvöllurinn skartar sínu fegursta svo það má eiga von á góðu móti um helgina. Sumargleðin - Ómar og Bessi. Margt að gerast í Sjallanum Hörður sýmr í Laxdals- húsi Hörður Jörundsson málara- meistari á Akureyri er að opna sína fyrstu máíverkasýningu en hann hefur lengi verið í hópi frístundamálara bæjar- ins. Sýning hans hefst í Laxdals- húsi um helgina og sýnir hann þar um 30 vatnslitamyndir. Þá hefst einnig í Laxdalshúsi keramiksýning Margrétar Jónsdóttur, en hún er nýút- skrifuð úr keramiknámi. Nýr borðljóðshöfundur er nú í Laxdalshúsi, er það Akureyr- ingurinn Jón Erlendsson. Allir eru velkomnir í Laxdalshús. Það verður ýmislegt um að vera í Sjallanum um helgina, eins og venjan er um verslun- armannahelgi. 1 kvöld er Sumargleðin þar með þriðju skemmtun sína á sumrinu, húsfyllir var á tveimur fyrri skemmtunum þeirra „gleði- manna" og stemmningin geysi- leg. Þess má geta að fegurðar- drottning íslands 1984, Berg- lind Johansen verður heiðurs- gestur Sjallans í kvöld. Annar frægur kappi sem aldrei bregst, Sigurður Johnny, verður svo heiðurs- gestur í Sjallanum annað kvöld. Hann mun að sjálf- sögðu taka lagið þessi ókrýndi konungur rokksins á íslandi, hress að vanda. Á sunnudagskvöldið er svo HLH-flokkurinn á sviði Sjallans, þeir Halli, Laddi og Björgvin Halldórsson. Þeir eru nú að fylgja eftir plötu sinni „í rokkbuxum og striga- skóm“ sem er mest selda plat- an hér á landi í dag og þeir svíkja ekki fremur en fyrri daginn ef að líkum lætur þre- menningarnir. Siggi Johnny léttur að vanda. NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1984 Kaupið sundmerkin Smáauglýsingaþjónusta Dags Það skal tekið fram vegna hinna fjölmörgu sem notfæra sér smáauglýsingar Dags að ef endurtaka á auglýsinguna strax í næsta blaði eða næstu viku bætast aðeins 40 kr. við verð fyr- ir eina birtingu. Verð smáauglýs- ingar er nú 220 kr., miðað við staðgreiðslu eða ef greiðslan er send í pósti, en 280 kr. ef ekki er staðgreitt. Ef þessi nýja þjón- usta er notuð þá kostar auglýs- ingin nú 260 kr. birt tvisvar. Tilboö þetta miöast eingöngu við staögreiöslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.