Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI «^*i \\\mut 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 8. ágúst 1984 89. tölublað Sendiherra á hvolfi Franski sendihenaim á íslandi slapp með skrekkinn er hann var á ferðinni í Mývatnssveit um helgina. Skammt frá bæn- um Grímsstöðum missti hann stjórn á bifreið sinni sem valt út af veginum og hafnaði á hvolfi í skurði. Engin meiðsli urðu á fólki við þetta óhapp sendiherrans og er því óhætt að segja að betur hafi farið en á horfðist. Pá varð bílvelta í Reykjadal. Þar valt bifreið ofan í skurð en engan í bílnum sakaði. Lögregl- an á Húsavík hafði skömmu áður stöðvað bifreiðina og farið þess á leit við fólkið að það spennti bílbeltin sem það gerði, og er tal- ið að það hafi bjargað fólkinu. M.a. vár ófrísk kona í bílnum og er talið að illa hefði farið fyrir henni ef hún hefði ekki verið með bílbeltið spennt. gk-. Slæmt ástand í lánamálum: Vanskil hafa aukist verulega • Vanskil hafa aukist töluvert í akureyrskum bönkum á þessu ári og svo virðist sem tíðin sé heldur erfið fyrir launþega og fyrirtæki. Um þetta voru bankastjórar sem Dagur hafði samband við sammála, og Ás- grímur Hilmarsson bankastjóri Utvegsbankans sagði vanskil hafa aukist um hátt á annað hundrað prósent miðað við sama tíma í fyrra. . Ásgrímur reiknaði með að ástandið væri svipað víðast hvar á landinu. Mikið væri um að lán væru framlengd, og alltaf væri gífurleg eftirspurn. „Því miður verður ekki hjá því komist að neita mörgum um lán," sagði Ás- grímur Hilmarsson. „Já, því er ekki að neita að vanskil hafa heldur aukist að undanförnu," sagði Magnús Gíslason bankastjóri Landsbank- ans. „Við vitum að það er þungt hjá almenningi núna." Magnús taldi að vanskilalán væru fleiri í ár heldur en var í fyrra. „Við höfum gért töluvert af því að endursemja við aðila sem eftir því hafa óskað og þannig reynt að koma til móts við þá." Að sögn Magnúsar á þessi aukning bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Ásókn í lán væri mikil, enda væri ætíð svo á sumrin og núna væri hún svipuð og í fyrra. Sigurður Ringsted bankastjóri Iðnaðarbankans sagði vanskil hafa aukist verulega hjá einstakl- ingum. „Það má segja að fyrir- tæki hafi nokkurn veginn skrimt. En það verður erfiðara fyrir launamanninn að greiða sín gjöld seinni hluta ársins heldur en var fyrri hlutann." Sigurður sagði þetta vera það sem bankamenn yrðu varir við núna. „Ég hef allt- af sagt að útlánamenn hafi stund- um gott af því að fá nei og það er það besta sem margir hverjir fá í dag. Þegar þeir geta ekki staðið í skilum er ekki betra að bæta við láni til að borga annað lán," sagði Sigurður Ringsted. Um ástæður þessa voru viðmælendur Dags nokkurn veg- inn sammála, eða eins og Magnús Gíslason orðaði það: „Er það ekki bara ástandið í kaupgjalds- málum almennt?" -KGA. M Alcan til Kanada Hópur 11 Eyfirðinga hélt í gær til Kanada, en þangað fór hóp- urinn í boði kanadíska fyrir- tækisins Alcan og mun hann dvelja þar fram á föstudag. Hópurinn mun m.a. kynna sér starfsefni Alcan í Kanada og skoða þar álverksmiðjur, en eins og kunnugt er hefur komið til tals að Alcan reisi álverksmiðju í Eyjafirði. J?að voru forsvarsmenn Alcan sem buðu hópnum út og kom einkaþota fyrirtækisins til ólfsson," Jóhannes Geir Sigur- Akureyrar og sótti hópinn og mun skila honum heim á föstu- dag. Þeir sem fóru voru: Þóroddur F. Þóroddsson, Ingimar Brynj- geirsson, Valgerður Bjarnadótt- ir, Jón Sigurðarson, Jón G. Sólnes, Valur Arnþórsson, Tóm- as Ingi Olrich, Tryggvi Gíslason, Hermafm Sveinbjörnsson og Finnbogi Jónsson. gk-. Glannaakstur á tjaldstæðinu! - og síðan inn á loö við Birkilund Fólk á tjaldstæðinu á Akureyri fékk heldur óskemmtilega heimsókn í fyrrinótt, en þá vöknuðu gestir þar við að bif- reið var ekið þvers og kruss um tjaldstæðið inn á milli tjald- anna. Fyrir einhverja heppni olli ökumaðurinn ekki slysi með þessum gáleysislega akstri, en svo fór hann nærri sumum tjöld- unum að hann tók niður tjaldstög og fólkið vaknaði að vonum upp við hávaðann og annað sem fylgdi. Þegar ökumaðurinn hafði ekið fram og til baka um tjaldstæðið lá leið hans upp í Vanabyggð og á leiðinni ók hann utan í eina bif- reið. Þegar hann kom svo upp Vanabyggðina og beygði suður Mýrarveg náði hann ekki beygj- unni og ók inn á lóð hússins Birkilundar 1, tók þar niður girð- ingu og fór inn í garðinn. Síðan stakk hann af. Bíllinn fannst svo síðar um nóttina í Austurbyggð en öku- maðurinn skömmu síðar. Var hann þá í tjaldi sínu á tjaldstæð- inu og hvíldi sig eftir átökin. Hann var fluttur í yfirheyrslu og er grunaður um ölvun við akstur sinn að þessu sinni. gk-. Atta fluttir á sjúkra- hús - eftir mjög harðan árekstur hjá Grímsstöðum á Fjöllum „Það má segja að helgin í heild hafi verið nokkuð góð, þrátt fyrir nokkur óhöpp í umferð- inni," sagði Þröstur Brynjólfs- son yfirlögregluþjónn á Húsa- vík er við ræddum við hann í gær. Mikill mannfjöldi safnað- ist saman á nokkrum stöðum í umdæmi Húsavíkurlögregl- unnar en að sögn Þrastar fór allt vel fram. Mjög harður árekstur varð á föstudagskvöld 3 km austan við Grímsstaði á Fjöllum. Tveir bílar skullu saman þar rétt við brú sem er á milli tveggja blindhæða og var annar bíllinn kominn yfir brúna er þeir skullu saman. f bílunum tveimur voru 8 manns og voru þeir allir fluttir á sjúkrahús meira og minna slasað- ir. Ökumaður annars bílsins var fluttur á Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík, tvennt úr framsæti hins bílsins var flutt á sjúkrahús á Akureyri með flugvél og hinir á sjúkrahús á Húsavík. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var að- koma mjög ljót þarna. J?á Var annar árekstur fyrir austan Mývatn, ekki langt frá af- leggjaranum að Kröfluvirkjun. Þar óku tveir bílar í austur- átt. Þegar annar þeirra ætlaði að aka út af veginum til vinstri var hinn að reyna framúrakstur og skullu bílarnir saman. í>eir voru báðir óökufærir en meiðsli urðu ekki á fólki. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.