Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 8. ágúst 1984 Hefurðu tínt sveppi i*? Adam Ingólfsson: Nei, aldrei. Ása Þorsteinsdóttir: Nei, aldrei. Sigurlaug Sveinsdóttir: Nei, það hef ég ekki gert. Heiða Vagnsdóttir: Nei, en ég hef áhuga á því og það er mikið borðað af svepp- um heima hjá mér. Pétur Kúld: Nei, ég borða ekki gorkúlur. „Ég er Hörgdælingur, flutti hingað til Akureyrar 1980 og hef unnið á ráðgjafar- og sál- fræðideild skóla hér á Norður- landi eystra." Það er Karólína Stefánsdóttir, formaður Jafn- réttisnefndar Akureyrar sem komin er í Viðtal Dagsins. Karólína var fyrst spurð um upprunann og hvað hefði dreg- ið hana til Akureyrar. „Ég lærði félagsráðgjöf í Þrándheimi í Noregi, flutti þaðan til Bergen og vann þar og lærði meira í 2 ár. Eftir árin tvö í Berg- en flutti ég til Reykjavíkur og vann þar á barnageðdeild í 1 ár og þaðan kom ég svo hingað." - Geturðu sagt okkur eitthvað af ráðgjafar- og sálfræðideildinni? „Hún er deild innan fræðslu- deildar skóla og við þjónum yfir 30 skólum hér á Norðurlandi eystra. Við deildina starfa 2 sál- fræðingar, sérkennarar og svo er rúmlega 1/2 staða félagsráðgjafa. Við förum í alla skóla í umdæm- inu, höfum reynt að sinna stærstu skólunum mest, en við höfum ekki einu sinni getað sinnt þeim almennilega. Það hefur verið mikið að gera og mikið álag á okkur með erfið mál. Hér er eng- in barnageðdeild sem getur tekið erfiðustu tilfellin og lítil geðþjón- usta almennt, sem er mjcg alvar- . legt. Þörfin fyrir þessa þjónustu er miklu meiri en við getum sinnt." - Jafnréttisnefnd. Hvað gerir hún? „Þessi nefnd er ný, varð til við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Þegar við byrjuðum vantaði allt skipulagt vinnuplan fyrir nefnd- ina. Jafnréttisráð er bakstuðning- ur og það var með hugmynd um hvað jafnréttisnefndir sveitarfé- laga ættu að gera, þetta hefur svo verið að smá þróast. Við byrjuð- um á því að taka okkur góðan tíma til að ræða jafnréttismálin. Það var ekkert vitað um stöðu mála á Akureyri. Fjármagni var veitt til að gera könnun á atvinnu- þátttöku kvenna á Akureyri og henni er nú lokið. Við gerðum einnig könnun á því hvernig jafnréttislögunum er framfylgt í skólum og kom í Ijós að í kennslu er jafnrétti, t.d. fá börn bæði kennslu í smíðum og hannyrð- um, en það sem vantar er jafn- réttiskennsla. Skólarnir sýndu því áhuga að fá bækling tíl að kenna eftir og hann er nú kominn út. Það voru þær Valgerður Magnúsdóttir og Guðrún Hall- grímsdóttir sem unnu þennan bækling." —^——¦ þarf að koma til - ef árangur á að nást í jafnréttisbaráttunni, segir Karolína Stefansdottir, formaður Jafnréttisnefndar Akureyrar - Hverjar voru helstu niður- stöður könnunarinnar? „Það sem var mest sláandi var gífurlegur launamunur kynjanna. Karlar hafa 49% hærri laun og það sem er furðulegt við þetta er að launamunur virðist aukast með meiri menntun. Það er alltaf sagt við konur að þær eigi bara að mennta sig til að standa jafnfætis körlum í launum, en það virðist vera til lítils. Við gerðum sérstaka könnun á starfsmönnum Akur- eyrarbæjar og þar kom í ljós að engin kona hefur fasta yfirvinnu, það eru aðeins karlmenn sem hafa þau hlunnindi. Með þessari könnun vildum við líka vita hvað væru kvenna- og hvað karlastörf. Það kom í ljós að konur eru mik- ið í opinberri þjónustu og iðnaði, t.d. fiskiðnaði, þær vinna líka meira árstíðabundin störf. Karlar vinna fjölbreyttari störf, eru meira í stétt eigenda, stjórnenda og faglærðra. Þetta er aðeins örlítið brot af niðurstöðunum. Það mætti líka nefna að það kom í ljós að ástand í dagvistunarmálum hér í bæ er mjög slæmt. Það er engin dag- Karolína Stefánsdóttir. vistun fyrir 74% barna á aldrin- um 0-6 ára. Þetta er mjög alvar- legt ástand þegar svona margar konur eru farnar að vinna úti." - Hvað er framundan hjá nefndinni? „Nefndin er sammála um að viðhorfsbreyting þurfi að koma til. Við ætlum því að leggja meiri áherslu á fræðslu og breyta þann- ig viðhorfunum. Það verður fundur með skólastjórum þar sem bæklingurinn verður kynntur. Á næsta ári lýkur áratug kvenna, sem hófst með kvenna- árinu 1975. Þá ætla kvennasam- tök og jafnréttissamtök að gera eitthvað og við verðum með í því. Það hefur verið rætt um göngu kringum landið og fleira; Nefndin hefur áhuga á'að fá hing- að ráðstefnu um jafnréttis- og , skólamál serir haldin var í- Reykjavík í vor. Þeir sem héldu hana eru tilbúnir að koma hingað norður." - Er staða jafnréttismála hér lakari, en t.d. í Reykjavík? „Það er erfitt að segja til um það. Það er fjölbreyttari þjónusta, í Reykjavík og fleira menntafólk og það hefur sín áhrif. En mér hefur fundist mikill áhugi á þess- um málum hér. Það hefur verið skemmtilegt að búa hér á undan- förnum árum, það er vakning og alltaf eitthvað að gerast. Ég vona að karlarnir átti sig á því hvað þetta er mikilvægt fyrir þá líka. Ég vil taka svo sterkt til orða að þetta snerti framtíð mannkyns, þ.e. að þeir taki meiri þátt í fjöl- skyldulffinu og að gildi karla og kvenna komist í jafnvægi. Þetta er mjög flókið og það eru margir sem misskilja jafnréttisbarátt- una, halda að konur vilji verða eins og karlar. Það er ekki svo með þorra kvenna, þær vilja bara að sín gildi séu metin til jafns við gildi karla." -HJS Margir hafa aöur hjolaö yfir kaldan Sprengisand Jón Jónsson á Fremstafelli hafði samband við blaðið. Ég bjó að Mýri í Bárðardal fram til ársins 1940. Á þeim tíma er ég bjó þar man ég eftir einum Breta sem kom hjólandi yfir Sprengi- sand og auk þess tveimur ungum íslendingum. Þeir gætu hafa ver- ið fleiri sem þetta léku þótt ég muni ekki eftir því. Þjóðverjarnir tveir sem Dagur ræddi við á dögunum og höfðu hjólað yfir Sprengisand voru því ekki fyrstir til þess eins og þeir gáfu í skyn. Karnival verði sumarkveðjuhátíð Kona á Akureyri hringdi: Ég var að lesa Dag og sá þá í les- endahorninu tillögu frá lesanda um nafnið karnival sem honum líkar ekki og mér ekki heldur. Mér hefur dottið í hug að það væri ekki svo galið að kalla þetta „Sumarkveðjuhátíð á Akureyri" og halda þessa hátíð um miðjan ágúst. Mér finnst þetta vera þess virði að koma því á framfæri til athugunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.