Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 8. ágúst 1984 Á Hólavatni hefur KFUM og K rekið sumarbúðir fyrir börn frá árinu 1965. Þar hef- ur frá upphafi verið for- stöðumaður Björgvin Jörg- ensson, hann hefur sér til aðstoðar foringja, sem eru unglingspiltar og ráðskonur tvær, Þóreyju Sigurðardótt- ur og Valgerði Ónnu Sig- urðardóttur. Yið litum inn á Hólavatni í síðustu viku og ræddum þá við Björgvin um lífið og starfið í sumarbúð- unum. „Strákarnir leggja sig fram í íþróttunum" — Björgvin Jörgensson segir frá degi á Hólavatni „Það er ekki fullur flokkur hjá okkur núna, mest geta verið hér 28 börn í einu. Þau eru á aldrin- um 8-12 ára og skiptast á drengja- og stúlknaflokkar. Yfir- leitt eru fjórir flokkar yfir sumar- ið, tveir drengja og tveir stúlkna. Þetta er með minnstu sumarbúð- Björgvin Jörgensson forstöðumaður sumarbúðanna við Hólavatn. um sem ég veit um. Það er miklu heimilislegra að hafa sumarbúðir litlar. Þá er betra tækifæri til að kynnast öllum mjög vel. Það skapast mjög gott samband, en þegar börnin eru orðin 80-90 þá verða persónuleg tengsl mikið minni." - Tilgangur sumarbúðanna er kristilegur? „Já, markmiðið er að kynna börnunum kristindóminn. Sum- arbúðirnar eru reknar innan kirkjunnar en ekki undir hennar stjórn. Það er mun sjálfstæðara starf sem þannig vinnst. Grund- völlur sumarbúðanna er hin lút- erska trú. Börnin sem hingað koma eru þó ekkert endilega úr KFUM og K, en samt er nú mik- ið um það." - Koma þau víða að? „Já, þau gera það. Oftast eru nú flestir frá Akureyri, en það er talsvert um börn frá öðrum stöðum líka. Það koma hingað börn frá Ólafsfirði, Reykjavík og Mosfellssveit svo ég nefni dæmi. Sumarbúðirnar að Hólavatni eru þekktar víða." - Getur þú sagt okkur frá því hvernig dagurinn líður hjá ykkur? „Hversdagslega er vakið kl. 8.30 og þá þvo drengirnir sér og bursta tennur sínar. Síðan förum við út að fána og fáninn er hylltur. Við syngjum sérstakan söng eftir Friðrik Friðriksson stofnanda KFUM. Þá er komið að morgunverði, sem oftast er brauð og mjólk, hafragrautur og súrmjólk. Á sunnudögum er kakó til tilbreytingar. Eftir morgunverð er biblíulest- ur. Drengirnir koma með Nýja testamentið með sér og við kenn- um þeim að fletta upp í því og förum síðan yfir helstu kjarnaat- riði kristindómsins. Um tíuleytið eru íþróttir á dagskrá. Oftast velja strákarnir að fara í fótbolta og við höfum ágæta aðstöðu til þess, það eru hér tveir vellir. Frjálsar íþróttir eru einnig vinsælar, hástökk, langstökk og ýmiss konar hlaup. Það er siður hér að skrá öll met og hefur verið gert frá fyrstu tíð. Það er hægt að setja Hólavatns- met og einnig aldursflokkamet og það er mikill hugur í drengjunum að slá metin, því þau eru öll skrásett og nöfn methafanna eru birt uppi á sérstakri töflu. Þeir leggja sig mikið fram í íþróttun- íþróttir eru stundaðar fram að mat, og eftir hádegi er ekki skipulögð dagskrá, svona yfir- leitt. Þeir geta verið hvort heldur sem er úti eða inni. Oftast fara þeir niður að vatni og leika sér í bátunum, en það er rétt að komi fram hér, að enginn fær að fara út á vatn án þess að vera í björgun- arvesti. Klukkan 7 að kvöldi blásum við til fánakveðju og þá safnast allir saman við fánann aftur og annar söngur eftir Friðrik er sunginn. Eftir kvöldverð er frjáls stund um tíma eða fram að kvöldvöku. Foringjarnir undir- búa hana og þar er margt sér til gamans gert. Leikir, skrýtlur, upplestur og margt fleira. Eg er að lesa framhaldssögu sem ég þýddi í sumar og hefur enn ekki fengið endanlegt heiti, en við köllum hana: „Getur flugvélin lent". Ég les handritið fyrir þá og ekki annað að sjá en þeim líki vel. Eftir kvöldvökuna fá drengirn- ir ávexti eða djús og kex og fara svo niður og bursta tennur. Þegar allir eru komnir í rúmið, les ég aðra framhaldssögu: „Börn óveð- ursins". Við endum síðan hvern dag með kvöldbæn og um 22.30 er farið að sofa. Annars biðja þeir mig alltaf að lesa lengur, sag- an er svo spennandi. Á helgidögum er dagskráin ekki alveg eins, við höfum ein- hvers konar barnaguðsþjónustu á sunnudögum í stað biblíulest- ursins, syngjum barnasálma og einhver þátttakenda les pistil og við höfum trúarjátninguna ævin- lega yfir. Meðan á dvalartímanum stendur förum við í dagsferð inn í Leyningshóla og göngum þar um og skoðum. Við tökum með okkur nesti og drengirnir hafa af- skaplega gaman af þessari ferð. Þarna er farið í leiki sem foringj- arnir hafa með að gera, það fer allt eftir hvernig foringjarnir eru innréttaðir hvað er gert. Stund- um er farið í reiptog, svo er ansi vinsæll leikur sem við köllum „falinn fjársjóð", þá eru dreng- irnir látnir Ieita að vísbendingum að því hvar fjársjóðurinn er og fikra sig smám saman að honum. Síðasta kvöldið endar með veislu og þá koma foreldrar stundum í heimsókn. Veislan byrjar klukkan 8, við kveikjum upp í arni og það er mikið um að vera hjá okkur, góður matur og ýmsir leikir er flokknum hafa þótt skemmtilegir."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.