Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 7
8. ágúst 1984 - DAGUR - 7 Á Hólavatni eru frískir strákar sem aðstoða Björgvin þeir eru kaliaðir foringjar. Er Dagur var á ferð á Hólavatni voru þeir piltar að útbúa baðströnd. Það verður ekki amalegt fyrir komandi hópa að geta flatmag- að á baðströnd og skellt sér síðan til sunds út á vatnið. Hvað um það, þeir félagarnir kváðust heita Guðni Thorar- ensen 19 ára og Bjarni Rand- ver Sigurvinsson 16 ára. „Við höfum oft verið hér áður, en aldrei sem foringjar,“ sögðu þeir mér. „Þetta er sjálfboða- vinna, mjög skemmtileg. Annars værum við ekki í þessu.“ - Hvað gerið þið aðallega? „Við lítum eftir strákunum, leikum við þá og sjáum um íþróttir og þess háttar. Málið er að vera bara nógu skemmti- legur.“ Við spurðum nokkra stráka sem voru á vappi í kring- um okkur hvort þeir Guðni og Bjarni væru skemmtilegir. „Þeir eru ágætir. Það fer eftir í hvaða skapi þeir eru. Jú, jú, þeir eru alltaf í góðu skapi.“ - Hvað þarf maður að gera til að komast að sem foringi á Hóla- vatni? „Við höfum tekið þátt í starf- inu í nokkur ár.“ „Ég byrjaði 7-8 ára minnir mig,“ sagði Guðni. „Og ég varð félagi 11 ára gamall," sagði Bjarni. „Það er Guðsorðið sem heldur manni við þetta hérna og krakk- arnir náttúrlega líka.“ - Hvenær ákváðuð þið að ganga á Guðs vegum? „Það hefur líklega verið um fermingu, sem við fórum að hugsa um þetta í alvöru. Síðan hefur maður verið hálfgerður for- ingi hérna.“ - Hvað gerið þið utan þess sem þið starfið hér? „Ég vinn hjá Sambandinu, það heitir reyndar Gefjun," segir Guðni. „í vetur fer ég í Verk- menntaskólann á viðskipta- braut.“ Bjarni sagðist hafa verið í skóla og í haust byrjaf hann í Menntaskólanum. Ég fer að forvitnast frekar um baðströndina sem þeir kumpánar eru að gera. „Við erum að nota tímann meðan lítið er í vatninu. Það er stundum miklu meira vatn hérna og þá er ekki hægt að vinna þetta. Aðalbaðströndin fram að þessu hefur verið í Drulluvík, sem svo heitir, en hún er mikið lengra í burtu. Hérna geta strák- arnir stokkið fram af bryggjunni og buslað í kringum hana. Vatnið Bjarni og Guðni vinna við baðströndina. Hún á að slá baðströndinni við Drulluvík út hvað vinsældir sncrtir. er ekkert voðalega djúpt, að minnsta kosti hér uppi við. Það er nokkuð dýpra á miðju vatninu." - Ætlið þið að koma aftur næsta sumar? „Það er vonandi, maður getur jró aldrei sagt fyrir um framtíð- ina. Ef við höldum heilsu og kraftar leyfa þá komum við ör- ugglega," sögðu þeir Guðni og Bjarni og héldu áfram að moka möl upp í hjólbörur. „Guðsorðið heldur manni við efnið“ Af svip drengjanna að dæma virðast þeir hætt komnir. En það var ekki þannig í alvörunni. Allt í stakasta lagi um borð. Elmar, Páll og Gestur vagga bundnir við bryggju á Hólavatni. „Pottþéttur matur — ekkert skammtað“ - Hressir strákar á Hólavatni láta gamminn geysa Það er vita vonlaust að ætla að tala við einn til tvo stráka þeg- ar þeir eru saman komnir nokkrir í hóp. Talaðu við mig, taktu mynd af mér, þekkirðu mig ekki, þekkirðu pabba. Þeir voru þrettán drengirnir, eins og jólasveinarnir og kannski ekki svo ósvipaðir gömlu frændum sínum. Allir voru þeir á aldrinum 8-10 ára og þar sem þeir vilja ábyggi- lega sjá nöfnin sín í blöðunum, þá heita þeir: Elmar, Matthías, Gestur, Páll, Þór, Logi, Hans, Steindór, Jón, Hrói, Sverrir, Stefán og Sigurjón. Þeir voru allir niðri við vatnið, að leika sér í bátum, sem eru 4 og svokallaðir kanóar eru 2 en þeir eru líka kallaðir Indíánabátar. - Hvað er svo skemmtilegast hérna á Hólavatni? „Að veiða og vera á kanó. Langskemmtilegast að vera á kanó.“ Þeir voru nokkuð sam- mála um það. - Einhver veiði? „Logi er búinn að veiða 20 sil- unga.“ „Þeir eru nú allir svo litlir, smá tittir.“ - Engin heimþrá á kvöldin, strákar? „Nei, það er svo æðislega gam- an á kvöldvökunum. Það er lesin framhaldssaga, eða eiginlega tvær, fyrst uppi og svo önnur niðri. Þær eru alveg ofsalega spennandi. - Hvernig er maturinn? „Hann er pottþéttur. Það er ekkert skammtað, við megum borða eins og við viljum. Og við étum eins og hestar. - Líka hafragrautinn á morgn- ana? „Já, hann er góður. Steindór borðar ekki hafragraut og ekki Logi.“ Logi mótmælti því harð- lega. „Víst borða ég hafragraut, bara ekki í morgun, mig langaði meira í súrmjólk. - Eigið þið einhver met? „Það er einn hérna sem á met í að detta í vatnið. Við eigum nokkur aldursmet líka. - Langar ykkur ekkert heim? „Nei, það er svo gaman hérna. Við ætlum að koma aftur næsta sumar.“ Er blaðamaður var að yfirgefa svæðið, hrópuðu strákarnir hver í kapp við annan: Ég bið að heilsa Freyju og Aðalsteini. Það var Stefán blaðburðarbarn. „Ég bið að heilsa pabba,“ sagði Steindór ívar. „Og ég bið að heilsa mömmu,“ sagði Páll Tómas. Já, já, allt í lagi, sagði ég, en nú er ég búin að loka, tek ekki á móti fleiri kveðjum, þetta er ekki óskalagaþáttur!!!! og það væri ekkert kalt. Þetta eru þeir fclagar Þór og Matthías sem krjúpa .á bryggjunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.