Dagur - 08.08.1984, Page 8

Dagur - 08.08.1984, Page 8
8 - DAGUR - 8. ágúst 1984 Oft var mjc itt á m nnni - Jöfn og spennandi keppni á íslandsmótinu í hestaíþróttum á Vindheimamelum um helgina „Viö erum ánægöir með hvernig mótið gekk fyrir sig; við vorum heppnir með veður og tímasetning- ar stóðust nær upp á mín- útu,“ sagði Ingimar Ingi- marsson, mótsstjóri Is- landsmótsins í hestaíþrótt- um, sem fram fór á Vind- heimamelum í Skagafirði um helgina. Mikið fjöl- menni var á Melunum, lið- lega 2.000 manns þegar flest var, og skemmtu allir sér hið besta. Að sögn lög- reglunnar á staðnum átti hún náðuga daga og nætur. Að vísu höfðu margir með sér söngolíu á glasi, „en það var ekki nema rétt til að hífa upp húmorinn og sönginn,“ eins og einn úr mótsstjórn- inni orðaði það. Mótið hófst á föstudag með forkeppni, sem síðan var fram- haldið á laugardag, en á sunnu- daginn var keppt til úrslita. Alla dagana var samfelld dagskrá frá morgni til kvölds og stóðust tíma- setningar nær upp á mínútu. Þannig var alltaf eitthváð um að vera á mótssvæðinu og fram- kvæmd mótsins öll Skagfirðing- um til mikils sóma. 0 Vel ríðandi unglingar Unglingarnir sem kepptu á mót- inu voru vel ríðandi og stóðu sig með miklum sóma, eða eins og Ragnar Tómasson, annar af þul- um mótsins orðaði það; þessir krakkar hefðu getað unnið hvaða gæðingakeppni sem var fyrir nokkrum árum. Hjörný Snorradóttir reið Krumma frá Gunnarsholti og voru þau sigursæl á mótinu. Þau unnu í fjórgangi 12 ára og yngri, en í 2. sæti varð Örn Ólason frá Akur- eyri og Borghildur Kristinsdóttir varð í 3. sæti. Hjörný og Krummi sigruðu einnig í tölti, Eiður Matt- híasson frá Akureyri á Funa varð í 2. sæti og Örn Ólason á Kubb varð 3. Hjörný varð einnig stiga- hæst af knöpum 12 ára og yngri, Reynir Þrastarson sigraði í ís- lenskri tvíkeppni sama aldurs- hóps. Sólveig Ásgeirsdóttir á Bokku undan Hrafni frá Kröggólfs- stöðum var sigursæl í flokki ungl- inga 13-15 ára. Sólveig er félagi í Fáki og hún sigraði í fimmgangi. í 2. sæti varð Helgi Eiríksson á Steinnes-Blesa og Helgi Ingi- marsson á Sokka Sörlasyni varð í 3. sæti. Sólveig sigraði einnig í fjórgangi í sínum flokki, en þá á Neista Sörlasyni frá Borgarnesi. í 2. sæti varð Hinrik Bragason á Erli Trítilssyni og í 3. sæti varð Róbert Jónsson á Djákna Þáttar- syni. Og Sólveig gerði það ekki endasleppt, því hún sigraði jafn- framt í tölti 13-15 ára unglinga og enn á Neista Sörlasyni. Hinrik Bragason varð í 2. sæti á Erli og Sonja Grant varð í 3. sæti á Drottningu. Þar með sigraði Sól- veig í stigakeppni knapa í þessum aldursflokki, en Hinrik Bragason sigraði í íslénskri tvíkeppni. • Mjótt á munum Það var mjótt á munum hjá ungl- ingunum; munaði sáralitlu á sig- urvegurunum og þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir. Sömu sögu var að segja hjá þeim fullorðnu; þar var enn mjórra á munum, ef eitthvað var. Og úr- slitin voru ekki ráðin fyrr en síð- asta daginn, því það kom fyrir að röðun breyttist verulega í úrslita- keppninni. Þannig voru dæmi þess að knapi og hestur, sem hafnað höfðu í 4. sæti í stigagjöf forkeppninnar, ynnu sig upp í sigursætið þegar að niðurröðun- inni kom í úrslitunum. í fjórgangi sigraði Sigurbjörn Bárðarson frá Fáki á Gára Blossasyni úr Strandasýslu. í 2. sæti varð Þórður Þorgeirsson á Snjalli Ófeigssyni og Einar Ö. Magnússon varð þriðji á Tinnu Sörladóttur. Einar og Tinna komu, sáu og sigruðu í töltinu á sunnudaginn, eftir að hafa verið í 4. sæti í undankeppninni. Tinna fór á kostum og skaust með Ein- ar upp í fyrsta sæti í úrslitakeppn- inni. Hún var jafnframt kjörin fallegasti hestur mótsins af „leynilegri dómnefnd“ og var vel að þeim heiðri komin eins og hún bar sig. Sörli 653, sá eini sanni frá Sauðárkróki, getur verið stoltur af afkvæmum sínum, sem í mörg- um greinum voru í röð fremstu hesta á mótinu. í öðru sæti í tölt- inu varð Þórður Þorgeirsson á Snjalli Ófeigssyni. Sigurbjörn Bárðarson varð 3. á Gára og Gylfi Gunnarsson varð 4. á Krist- al frá Kolkuósi. í fimmgangi sigraði Ragnar Ingólfsson á Þorra Sigurðar Snæ- björnssonar á Höskuldsstöðum eftir jafna og spennandi keppni. í 2. sæti varð Einar Magnússon á Gosa Stígandasyni frá Stykkis- hólmi og Ragnar Hinriksson varð 3. á Sörla frá Norðurtungu Gustssyni 923. Tómas Ragnars- son varð 4. á Ási Háfetasyni 804 og í 5. sæti varð Guðni Jónsson á Don Camillo frá Stóra-Hofi. í hindrunarstökki sigraði Sig- urbjörn Bárðarson á Gára með 79.56 stig. í öðru sæti varð Erling Sigurðsson á Hannibal Stjarna- syni 610 með 74.8 stig. í gæðingaskeiði varð Tómas Ragnarsson hlutskarpastur á Ási Háfetasyni og hlutu þeir félag- arnir samtals 85.5 stig. En það var mjótt á munum, því Reynir Aðalsteinsson varð í 2. sæti á Hörpu Hrafnsdóttur með 83.5 stig og Erling Sigurðsson varð 3. með 79 stig. Það var líka jöfn og spennandi keppni í hlýðniæfing- um, en Reynir Aðalsteinsson og Harpa stóðu uppi sem sigurveg- arar í lokin. Þau hlutu 33.2 stig, en Benedikt Þorbjörnsson á Styrmi Ófeigssyni varð 2. með 31.5 stig. í 3.-4. sæti urðu Erling Sigurðsson á Hannibal og Guðni Jónsson á Röðli Reynissyni frá Árgerði. Þórður Ragnarsson sigraði í ís- lenskri tvíkeppni fullorðinna með 148.14 stig. Tómas Ragnars- son sigraði í skeið-tvíkeppni með 212.1 stig og Erling Sigurðsson sigraði í ólympískri tvíkeppni með 109.76 stig. Erling var jafn- framt stigahæsti knapi mótsins og reið frá móti þakinn gull,-silfur- og bronspeningum eins og orðu- lagður hershöfðingi, auk þess sem hann hampaði veglegum bikar. -GS Fimm efstu gæöingarnir í töltinu; f.v. Baldvin Guölaugsson á Senjor, Gylfi Gunnarsson á Kristal, Sigurbjörn Bárðarson á Gára, Þórður Þorgeirsson á Snjalli og sigurvegararnir, Einar Magnússon og Tinna Sörladóttir. Erling Sigurðsson var sem orðulagður hershöfðingi. Ragnar Ingólfsson og Þorri Sigurðar á Höskuldsstöðum sigruðu í flmmgangi. Þau sigruðu í tölti unglinga 13-15 ára; f.v. eru Sonja Grant á Drottningu, Hinrik Bragason á Erli og sigurvegararnir, Sólveig Asgeirsdóttir og Neisti Sörlasonur. Einar Magnússon á Tinnu. JeXt’ 0g myildÍr: GS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.