Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 9
8.agúst1984-DAGUR-9 Nú skal leika þrautar KA og Þór leika á laugardag í Akureyrarmótinu í knatt- spyrnu og hefst leikurinn á aðalvellinum kl. 14. Öruggt má telja að bæði liðin tefli fram sínum bestu mönnum, því mikið er í húfi. Það lið sem sigrar í þessum leik hlýtur Akur- eyrarmeistaratitil og auk þess % af aílri innkomu á leikinn. Það er því orðið fjárhagslegt atriði fyrir félögin að tefla fram öllu sínu sterkasta og sigra. Verði jafnt að venjulegum leiktíma mun verða framlengt og ef framlengingin nægir ekki til þess að fá úrslit fer fram víta- spyrnukeppni. Opið mótá Húsa- vík „Við eigum von á miklum fjölda keppenda á þetta mót hjá okkur og það er allt til reiðu hjá okkur að taka við fjölmenni, völlurinn mjög góð- ur og allt klárt," sagði Skúli Skúlason formaður kapp- leikjanefndar Golfklúbbs Húsavíkur, en Opna Húsavík- urmótið verður haldið um næstu helgi. Mótið hefst kl. 9 á laugardag og verður síðan fram haldið kl. 8 á sunnudagsmorgun. Leiknar verða 36 holur með og án forgjaf- ar og keppt verður í karlaflokki, kvennaflokki og drengjaflokki. KA-peningur til sölu Knattspyrnudeild KA hefur gefið út „KA-peninginn" en það er veglegur peningur í öskju, sleginn af fyrirtækinu ÍS-SPOR í Reykjavík. Upplagið er 300 stk. og er Sveinn Kristjánsson á Akureyri „yfirsölustjóri" peningsins. Ut- gáfa peningsins er liður í fjár- öflun knattspyrnudeildar KA og er mönnum bent á hið takmark- aða upplag. ,,Oruggur sigur á brúðkaupsdaginn" Jón Þór Gunnarsson sigraði í Jaðarsmótinu og gekk svo í hjónaband sama daginn í golf i .lóii Þór Gunnarsson golfleik- ari í Golfklúbbi Akureyrar tók daginn snemma sl. sunnudag. Hann var mættur á teig síðari dag Jaðarsmótsins kl. 8 um morguninn og er hann hafði lokið við að spila 18 holur og tryggt sér sigur í mótinu hélt hann strax af goifvellinum og í kirkju þar sem hann gekk í hjónaband með unnustu sinni Birgittu Guðmundsdóttur. Þegar verðlaunaafhendingu mótsins var lokið voru honum síðan færð hin glæsilegu sigur- laun Jaðarsmótsins í brúð- kaupsveisluna af formanni Golfklúbbs Akureyrar Gísla Braga Hjartarsyni. Um 70 keppendur mættu til leiks í Jaðarsmótið að þessu sinni og leiknar voru 36 holur með og án forgjafar. Blíðskaparveður var báða keppnisdagana, sérstak- lega á laugardag þegar keppend- ur sem komu £ mótið af Suður- landi voru að niðurlotum komnir og kvörtuðu mikið vegna hitans sem þeir eru óvanir. Úrslit mótsins urðu þau að án forgjafar sigraði Jón Þór Gunn- arsson sem fyrr sagði, en hann lék á 155 höggum. Skúli Skúlason frá Húsavík tryggði sér annað sætið örugglega á 159 höggum og þeir Gunnar Þórðarson GA og Axel Reynisson GH voru jafnir í 3.-4. sæti.»J?eir fóru í bráðabana um 3. sætið og þá hafði Gunnar það af að sigra í 3. tilraun. Ásmundur Bjarnason, hinn gamalreyndi íþróttamaður sem m.a. var í fremstu röð íslenskra frjálsíþróttamanna hér á árum áður og býr á Húsavík sigraði í keppni með forgjöf, lék á 141 höggi nettó. Jón Þór Gunnarsson varð þar í 2. sæti á 143 höggum og Arnór Þorgeirsson GA þriðji á 145 höggum. Útvegsbanki íslands á Akur- eyri gaf öll verðlaún í mótið og voru þau hin glæsilegustu. Gísli Bragi Hjartarson formaður GA og fulltrúi Útvegsbankans Har- aldur Sigurðsson sáu svo um verðlaunaafhendinguna í móts- lok. „Vona að menn verði tilbúnir" - segir Helgi Ragnarsson sem þjálfar KA í handboltanum í vetur „Ég er bara í stuttri ferð hérna iiúiia, var með eina æfingu og lagði línur fyrir næstu vikurnar en Þorleifur Ananíasson mun sjá um liðið þangað til ég kem aftur í byrjun september," sagði Helgi Ragnarsson þjálf- ari handknattleiksliðs KA í stuttu spjalli við Ðag um helg- ina. Helgi er enginn nýgræðingur þegar þjálfun er annars vegar. Hann hefur í mörg ár verið við- riðinn þjálfun bæði í handknatt- leik og knattspyrnu. S.l. vetur var hann aðstoðarmaður Geirs Hallsteinssonar með FH-liðið sem var ósigrandi þá, og í sumar er hann aðstoðarmaður og lið- stjóri FHí knattspyrnu. Hann hefur m.a. þjálfað handbolta- menn í Vestmannaeyjum og Fær- eyjum með góðum árangri og einnig gerði hann kvennalið FH að íslandsmeisturum á sínum tíma. „Þetta leggst vel í mig hérna á Akureyri með KA-liðið," sagði Helgi. „É'g vona bara að menn verði tilbúnir til þess að leggja sig fram við það verkefni okkar að efla handboltann í KA og ef menn eru tilbúnir að taka á mál- um af krafti er ég óhræddur." - Nú hafa gamlir refir í KA- liðinu hætt keppni, ert þú ekki kvíðinn þess vegna? „Nei, ég sé enga ástæðu til þess, því það kemur alltaf maður í manns stað og KA á mjög efni- lega leikmenn eins og t.d. Jón Kristjánsson. En allt snýst þetta að mínu mati um það hvort menn eru tilbúnir að færa þær fórnir sem þarf til þess að ná árangri. Ég mun fá upplýsingar frá Birgi Björnssyni, mínum gamla félaga og þjálfara úr FH, hann gjörþekkir öll mál hjá KA og það verður gott að geta leitað til hans ef ég þarf á því að halda."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.