Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 3
8. ágúst 1984 - DAGUR -15 „Við æfum eins og atvinnumenn“ - segja Kristján og Jón Egill í 5. flokki KA í úrslitum íslandsmótsins sem hefjast á Akureyri á morgun „Eg kvíði dálítið fyrir af því að við höfum ekki keppt í úrslit- um áður,“ sagði Kristján Sveinsson hægri kantmaður úr 5. flokki í spjalli við KA-fréttir en félagi hans Jón Egill Gísla- son bætti um betur: „Blessað- ur maður, það þýðir ekkert að kvíða fyrir, við erum jafnaldr- ar strákanna sem við eigum að spila við og eigum að geta jafn- mikið og þeir.“ - Og Kristján tók undir: „Alveg rétt, það þýðir ekkert að bera virðingu fyrir þessum strákum, bara vinna þá.“ Þessar umræður þeirra félaga komu í kjölfar spurningar okkar Jón Egill einbeittur á svip. Kristján á fleygiferð upp kantinn. 5. flokkur KA. um hvernig úrslitakeppni Islands- mótsins í 5. flokki legðist í þá, en KA-liðið vann sér glæsilega rétt í þá keppni. Liðið sigraði Hvöt 8:1, Tindastól 8:0, gerði jafntefli við Þór 1:1, vann KS 12:0 og Völsung 2:1. Næst spurðum við þá hvað þeir æfðu mikið. „Við æfum á 'hverjum degi nema um helgar. Annars má segja að við séum í fótbolta allan daginn og æfum eins og atvinnu- menn.“ - Jón er miðherji, Kristján á hægri kanti. Hafið þið skorað mikið í sumar, strákar? „Ég er búinn að skora 6 mörk,“ sagði Kristján. - „Ég er búinn að skora 10 mörk, eitt með skalla eftir sendingu frá Krist- jáni,“ sagði Jón Egill. Og næst spurðum við þá um liðsandann. „Mórallinn er ekki alveg nógu góður, við höfum verið að rífast dálítið. Við erum hins vegar að reyna að bæta úr því og við verð- um að laga þetta alveg fyrir úr- slitin í íslandsmótinu.“ - Hver er þjálfari ykkar? „Njáll Eiðsson, og hann er al- gjört æði, alveg pottþéttur og það eru ekki til betri æfingar en hjá honum. Hann var eitthvað að tala um að hugsanlega fengjum við skemmtiferð suður ef við stöndum okkur vel í úrslitunum." - Hvað finnst ykkur um gengi meistaraflokks KA í 1. deildinni í sumar? „Þeir hafa verið ágætir að sumu leyti. Okkur fannst þeir versna þegar þeir unnu KR, þeir hafa ekki verið nógu góðir síðan nema á móti Keflavík. Þeir eiga erfiða leiki eftir og við ætlum að reyna að fara og hvetja þá á móti Akranesi." - „Það er ekki hægt að liðið fari í 2. deild,“ sagði Jón Egill með áhersluþunga. Þess má að lokum geta að úr- slitakeppnin í 5. flokki íslands- mótsins verður háð á Akureyri. Hún hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudag og þá liggur fyrir hvort KA-strákarnir hafi spjarað sig. Við óskum þeim góðs gengis í baráttunni. Áfram KA! FYRIR HITAVEITU OG KETILKERFI Veljiö GOLF miðstöðvarofna sem hæfa húsi yðar NÝTIÐ HITANN NOTIÐ GOLF Við val á miðstöðvarofnum ber að gæta þess í fyrsta lagi að afköst þeirra fullnægi varmaþörf íbúðarinnar. Biðjið því ofnaframleiðandann um staðfestingu á að svo sé. Golf ofnar eru framleiddir í 5 hæðum, 285, 400, 545, 645 og 860 mm og í lengdum allt að 4 metrum. Leitið tilboða Vélsmiðjan Oddi hf Strandgötu 49, Akureyri, sími (96) 21244.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.