Dagur - 10.08.1984, Side 3

Dagur - 10.08.1984, Side 3
10. ágúst 1984 - DAGUR - 3 VISA ÍSLAND ÞAÐ ERUAÐ MINNSTA KOSH TVEIR HLUTIR OMISSANDI FYRIR ÞIC Á FERÐALÖGUM Fuglirn floginn- en hvert? Fuglinn Dú-dú var tákn Akureyrar- karnivalsins, eins og glöggir menn muna. Þetta var skrautlegur fugl og myndarlegur, sem vaggaði sér mak- indalega á fleka skammt frá landi niður undan Samkomuhúsinu. Þarna var fuglinn með spekt á meðan karni- valið stóð yfir og lengi eftir það. Það var eins og hann hefði gleymst þarna blessaður, einn og yfirgefinn. Loks fór honum að leiðast einveran og í suð-vestan rokinu í vikunni yfirgaf hann stall sinn. En hvert hann flaug veit nú enginn, en kamivalaðdáend- ur vonast til að hann láti sjá sig á sama tíma að ári. Ef til vill hefur hann farið til að kynna sér framgang karnivala í öðrum Iöndum? Eða skyldi kappinn vera að kynna sér fiskakarnival í Pollinum? Ég spurði Örn Inga fregna af fugl- inum. - Hann kafaði undir yfirborðið í leit að æti. Og hann hefur ótrúlegt köfunarþol þessi fugl; það gæti allt eins liðið upp undir ár þar til hann kemur upp á yfirborðið aftur, svaraði Örn. Laugalandsmeyjar Sjáiði þessar elskur, sem þarna eru í heimsókn hjá Óla í Kjötiðnaðarstöð- inni, sennilega fyrir einum 20 árum Og hver var svo að tala um að túp- ering hafi einu sinni verið alls'ráðandi í hárgreiðslu kvenna? En eftir öllum sólarmerkjum að dæma eru hér á ferðinni Laugalandsmeyjar í kynn- isferð í Kjötiðnaðarstöðinni. Lauga- landsmeyjar, hvað er nú það? spyr eflaust einhver. Þeim til fróðleiks get ég sagt það, að eitt sinn var rekinn kvennaskóli á Laugalandi. Húsið stendur enn, er nú notað sem barna- skóli fyrir Öngulsstaðahrepp, en meyjarnar eru fyrir löngu farnar. Sumar þeirra eru þó enn í Önguls- staðahreppi, sem virðulegar hús- freyjur. Þeir höfðu nefnilega lag á að nýta sér kosti skólans drengirnir í hreppnum - og þeirra á milli var hann stundum nefndur „vetrarhjálp- in“. Ég var ekki nema átta eða níu ára þegar ég kom fyrst í kvennaskólann og þótti mikið til um. Þá var ég í öskudagsliði í Innbænum, besta lið- inu náttúrlega. Við höfðum það fyrir sið að ræsa Innbæinga með söng - áður en við byrjuðum að hrella ráða- menn verslana og fyrirtækja. Þó und- arlegt megi virðast gaukuðu Innbæ- ingarnir að okkur peningum fyrir. Þegar vel gekk voru peningarnir not- aðir til að kaupa leigubíla undir mannskapinn og síðan var ekið inn að Laugalandi. Þar biðu meyjarnar okkar með rjúkandi kakó og með- læti, en við sungum fyrir þær nokk- ur hugljúf lög að launum. Þetta var eiginlega toppurinn á öskudeginum þá, að komast í leigubíl - dúnmjúka drossíu - líða fram í Fjörð og setjast þar að veisluborði. Meyjarnar skiptu minna máli þá, en hlutur þeirra stækkaði eftir því sem árin liðu. Þá kom fyrir að ég átti leið fram að Laugalandi, ég man nú varla lengur hverra erinda, sennilega til að pússa gluggana eins og mér einum var lagið!!!! Dýr hver mínúta í drœitinum Andrés á Kvíabekk í Ólafsfirði er mikill snillingur. Um hann eru til margar og mergjaðar sögur og eina þeirra skal ég tíunda hér. Andrés brá sér með börn sín til tannlæknis, sem í sjálfu sér þarf ekki að orð- lengja. En þegar tannlæknirinn hafði lokið sínu verki spurði Andrés um viðgerðarkostnaðinn. - Þetta kostar þrjátíu og tvö þús- und og fimm hundruð krónur, sagði tannlæknirinn. - Ekki er það gefið, sagði Andrés með sinni alkunnu hægð, þetta eru þá um þúsund krónur á mínútuna, bætti hann svo við um leið og hann leit á úrið. Síðan borgaði Andrés það sem upp var sett. Nokkrum vikum síðar þurfti Andrés inn á Lágheiði að huga að fé. Viti menn, þar hitti hann tannlækninn og frú hans. Og nú var það tannlækn- irinn sem þurfti á drætti að halda, því hann hafði fest bíl sinn í forarsvaði. Tannlæknirinn bað Andrés um hjálp og það verður úr að Andrés hnýtir spotta úr jeppa sínum í bíl læknisins. Síðan dregur hann bílinn upp úr drullunni, niður alla heiðina allt niður í Fjörð. Þegar þangað var komið stansaði Andrés og leysti spottann úr bílnum í rólegheitunum. Þá sagði læknirinn. - Hvað á ég að greiða þér fyrir ómakið? - Já, bíddu nú hægur, sagði Andr- és og leit á úr sitt. Þetta hefur tekið kostar þá þrjátíu og tvö þúsund og fimm hundruð krónur. En ég er nú fimmhundruð krónur. Én ég er nú ekki vanur að gera mér rellu út af smámunum; við skulum sleppa fimmhundruðkallinum. Nú varð tannlæknirinn æfur, en þá gerði Andrés sig líklegan til að draga bíl hans upp á heiði aftur. Þá leist tannlæknisfrúnni ekki á blikuna, enda sýndist henni að karl sinn hefði ekki mikið í Andrés að gera, því maðurinn sá er um tveir metrar að hæð og að sama skapi sterklegur. Bað hún mann sinn að draga upp pyngjuna hið snarasta og greiða það sem upp var sett, sem hann og gerði. V/SA Hrœringar í blaða- heintinum Ýmsar hræringar virðast vera í blaðaheiminum íslenska, ekki síst hvað Akureyri varðar. Það líður varla sá dagur, að nýtt tímarit hefji ekki göngu sína og öll eru þau ómiss- andi hverju menningarheimili á land- inu, að sögn útgefanda.-Góðu heilli eru sum þessara blaða vönduð að allri gerð; efnið er unnið af kunnáttu- mönnum og útlit er til fyrirmyndar. Ekki á þetta þó við um öll þessi tíma- rit, því nokkur þeirra eru lítið annað en skrautlegar umbúðir utan um ekki neitt. En það eru líka hræringar í heimi dagblaðanna. DV hefur haft fastráðinn blaðamann með aðsetri á Akureyri í nokkur ár með góðum árangri. Nú hafa önnur dagblöð hug á því að gera hið sama, þar á meðal Morgunblaðið, en ráðamenn þess hafa undanfarna mánuði hugað að heppilegu húsnæði fyrir ritstjórnar- skrifstofur á Akureyri. Ekki vitum við hvort það hefur fundist, en við vitum að Leifur Sveinsson hefur fest kaup á verslunarhæðinni í Hafnar- stræti 85, þar sem Parið hefur verið til húsa. Leifur er bróðir Haraldar Sveinssonar, framkvæmdastjóra Moggans. Hver veit nema samningar takist með þeim bræðrum og Mogg- inn opni útibú í Hafnarstræti.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.