Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -10. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MANUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJANSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, skrifar athygl- isverða grein í NT sl. miðviku- dag. Þar fjallar hann um yfir- standandi samninga íslend- inga og Alusuisse og þátt Hjör- leifs Guttormssonar í þeim við- ræðum. Þar segir Guðmundur m.a.: „Af öllum gangi málsins og samningaviðræðum við önnur erlend fyrirtæki hef ég sann- færst um eftirtalin atriði: 1) Málsmeðferð Hjörleifs, Þjóð- viljans og Alþýðubanda- lagsins hefur komið í veg fyrir að samkomulag hafi tekist fyrr. Dráttur á sam- komulagi hefur skaðað ís- lendinga verulega. Ekki er fráleitt að áætla tjónið um 500-600 m. kr. 2) Málsmeðferð Hjörleifs, Þjóð- viljans og Alþýðubanda- lagsins hefur skaðað íslend- inga um fyrirsjáanlega framtíð. Það mun taka lang- an tíma að byggja upp traust viðskiptaaðila okkar á ný. Hjörleifur Guttormsson lét hjá Skollaleikir Alþýðubandcdagsins líða að endurskoða reikninga Alusuisse fyrir árið 1978 og líka fyrir árið 1979. Endurskoðun var hins vegar framkvæmd fyrir árið 1980, en líklega hafa þá samstarfsmenn ráðherrans ver- ið farnir að ókyrrast mjög vegna þessa athafnaleysis. Þetta veikir mjög alla stöðu okkar í skattamálinu. Sviss- lendingar halda því fram að krafan fyrir árin á undan 1980 sé einfaldlega fyrnd og því þurfi ekki að ræða hana. Hefði endurskoðun fyrir árið 1978 og árið 1979 verið framkvæmd inn- an tímamarka væri þessum rök- semdum ekki til að dreifa. Þessi sofandaháttur fyrrverandi iðn- aðarráðherra hefur því skaðað okkur. Þegar ráðherrann fyrrverandi loksins mannaði sig upp í endurskoðunina og fékk niður- stöður í hendur, hófst heilög krossferð gegn auðhringum um víða veröld. í stað þess að tilkynna Alu- suisse niðurstöður og óska eftir úrskurði í málinu ákvað Al- þýðubandalagið að nota málið í áróðursherferð sinni. Skatta- deilan snýst að verulegu leyti um túlkunaratriði, þar sem við skiljum ákvæði samningsins öðru vísi en Svisslendingar og á ég þá aðallega við gildissvið aðstoðarsamningsins. En með lúðrablæstri og bumbuslætti jós Hjörleifur og Þjóðviljinn svívirðingum yfir þetta samstarfsfyrirtæki okkar. Þannig var illu blóði hleypt í allt málið og útilokað að setjast að samningum um hækkað orku- verð, sem þó er aðálmálið fyrir íslendinga." Síðar í grein sinni segir Guð- mundur: „Hjörleifi og Alþýðu- bandalaginu tókst að draga það árum saman að viðræður hæfust um orkuverð. Markmið þeirra virðist hafa verið að búa til óvin handa íslensku þjóð- inni. Það er alþekkt aðferð óá- byrgra stjónmálaafla að búa til óvini og höfða síðan til þjóðar- innar og segjast ætla að verja hana gegn þessum óvini." Það er mikið satt í orðum Guðmundar. Hann bendir jafn- framt á það í grein sinni, að þessi herkostnaður Hjörleifs og Alþýðubandalagsins hafi kost- að þjóðina 500-600 m. kr., sem samsvarar kostnaði við að mal- bika alla aðalvegi Austurlands - í kjördæmi Hjörleifs. Þannig hafa leikkerfi Alþýðubandalagsins verið á undanförnum árum og áratugum. En kjósendur hafa áttað sig á brögðunum. Þess vegna er Alþýðubandalagið þverrandi afl í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. —GS Reynir Antonsson skrifar t>að sjónarspil sem þessa dagana gef- ur að líta vestur í Los Angeles, og nefnt er Olympíuleikar hefur tæpast farið framhjá mörgum íbúa jarðar- kringlunnar. Meira að segja við hér uppi á skerinu höfum fengið okkar skerf af dýrðinni, þökk sé frændum vorum Dönum sem hafa verið svo vinsamlegir að vanda, að niðursjóða allt tilstandið fyrir okkur, hugsanlega er þar greiðsla fyrir stolna loðnu- kvótann okkar, en hvort þeir greiða Norðmönnum sinn hluta á sama hátt, það er önnur saga. Ofan í kaupið fá svo íslenskir aðilar að yfirfara vör- una, og er sú yfirferð að því er manni sýnist að mestu leyti fólgin í því að koma því rækilega fyrir augu alþjóð- ar, hversu hörmulega slakir íþrótta- menn okkar eru, með fáeinum und- antekningum þó. Og einhvern veg- inn læðist sá grunur að mánni að þessi danski niðursuðuvarningur sé orðinn svolítið maðkaður, rétt eins og mjölið forðum. Líklega hefði það verið affarasælla að senda aðeins út frá leikunum hingað setningar- og lokaathöfn þeirra ásamt spjótkastinu og e.t.v. einhverjum handbolta- leikjum, en sýna þetta beint. Kostn- aðurinn hefði varla orðið mikið meiri við það en hina baunversku niður- suðu. Sumarfrí þriggja manna í Köb- en kostar nefnilega sitt. Hugsjónir til sölu Já, það fer víst ekkert á milli mála, að það er mikið um dýrðir í Engla- borg þessa dagana og því verður ekki neitað, að oft á tíðum er sviðsetning- in stórkostleg, enda hæg heimatökin, þar sem kvikmyndaborgin Hollý- vúdd er rétt við bæjardyrnar, hún er reyndar ein af útborgum Los Angel- es. Annað atriði sem athygli xur í sambandi við leika þess; ;r hin gegndarlausa fjárplógsstarfsemi og sölumennska sem þarna þrífst í Kókleikarnir miklu kringum hina göfugu Olympíuhug- sjón, þar sem jafnvel hinn heilagi 01- ympíueldur hefur ekki sloppið, og þetta ætti raunar engan að furða þarna í sjálfri paradís einkaframtaks- ins, en þessi verslun með hugsjónir er samt einhvern veginn svo ógeð- felld . . . Þeir eru fjölmargir sem maka krókinn á . þessari hátíð hinnar hraustu íþróttaæsku heimsins. Fjöl- mörg fyrirtæki hafa gegn ærnu gjaldi keypt sér einkaleyfi á svonefndum „opinberum" varningi tengdum leik- unum. Það eru til dæmis opinberar Olympíufilmur, Olympíuhamborg- arar svo nokkuð sé nefnt, og í landi hinnar frjálsu fjölmiðlunar fær ein tiltekin sjónvarpsstöð í einkaeign sérleyfi á útsendingum frá leikunum. Þó er sennilega verstur hluti kóka- kólahringsins. Að sögn greiddi hann drjúgan skilding til þess að drykkur hans fengi einhvers konar opinberan olympískan stimpil, þó svo að hann sé ekkert endilega neitt betri en aðrir sambærilegir drykkir. Þessa fjár hef- ur meðal annars verið aflað með því að kúga og jafnvel myrða verkafólk í Suður-Ameríku, svo og barna- þrælkun vítt og breitt um þróunar- löndin, og er hætt við að mörg þeirra barna muni seint taka þátt í leikum sem þessum. Þátttaka kókhringsins í fjármögnun leikanna er svartur blett- ur á Olympíuhugsjón sem svo fögur og göfug er. Það þarf varla að taka það fram, að auðvitað er pólitíkin ekki langt undan fremur en venjulega. Sem kunnugt er þá hundsuðu Kanarnir Hamar- og sigðarleikana í Moskvu hér um árið, vegna „bróðurlegrar að- stoðar" Rússanna við Afgani, og sem einkum mun felast í því að leysa þróunarvanda þess lands með byss- um og sinnepsgasi, að sjálfsögðu í nafni friðar og frelsis. Og nú geta Rússarnir auðvitað ekki verið þekkt- ir fyrir að láta sjá sig á Kókleikunum. Og íranir mæta ekkí vegna þess að írakar mættu. Karlægt gamalmenni er nefnilega búið að segja að þeir séu guðleysingjar, og sendir því börn allt niður í 12 ára gegn þeim í nafni Allah, það er að segja þáu börn sem téð gamalmenni er ekki þegar búið að láta hengja eða skjóta heima fyrir. Fjarvera Rússanna og leppa þeirra gerir það vissulega að verkum, að leikarnir verða ekki nema svipur hjá sjón íþróttalega séð, en það eru samt sem áður nógir til að mæta. Og ekki má gleyma því að Olympíuleikar eru kjörið tækifæri fyrir stjóra ýmiss kon- ar og „félagsmálafrömuði" til að krækja sér í ókeypis utanlandsferð. Mörgum þykir þannig nóg um farar- stjórabruðl okkar íslendinga, erum við þó langt frá því að vera á verð- launapallinum á þessu sviði. Tökum til dæmis Bangladesh, eitt fátækasta ríki heims. Það sendir aðeins einn keppanda en tvo fararstjóra, meðan sorphreinsunarmennirnir í Dacca tína morgun hvern upp lík þeirra sem hungurdauðir hafa orðið næst- liðna nótt. Og hér heima Það verður að segjast eins og er. Enginn kemst með tærnar þar sem Kaninn hefur hælana þegar um er að ræða tengingu háleitra hugsjóna við hvers kyns auglýsingaskrum og fjár- plógsstarfsemi. En fyrirbærið er svo sem til víðar, jafnvel hér á íslandi. Þetta kemur ekki hvað síst í ljós á þeim nóttlausu sumarjólum ferða- vöruiðnaðar og olíufélaga sem versl- unarmannahelgi nefnist. . . Um þessa helgi fara hin ýmsu æskulýðs- og íþróttasamtök landsins á stúfana, og freista þess að hressa dálítið upp á tóma peningakassana með alls kyns uppákomum úti í guðsgrænni náttúr- unni og auglýsingakapphlaupið er á við hvert Olympíuhlaup enda ekkert til sparað. Að þessu sinni virðist Atlavík hafa haft vinninginn, enda boðið upp á einn frægasta trommara sem uppi hefur verið þó svo að hann hafí víst fremur lítið tekið í settið að undanförnu. Þetta ætti að vera nokk- ur sárabót fyrir UÍA fyrst Einar hreppti ekki gullið eins og til stóð. Það var mikil framför þegar hætt var að kalla uppákomur þessar „bindindismót", víðast hvar. Flest- um ber saman um það að stórlega hafi dregið úr sukki því meðal ungl- inga sem gjarnan hefur þótt fylgja þessum samkomum. Það er nefnilega ekkert spennandi lengur að detta í það, þar sem slíkt er ekki lengur bannað. Og það svall sem enn er til staðar á samkomustöðunum hverfur líkast til alveg ef þar verður tekin upp vínsala. Brennivínið á sér þó ennþá ákafa talsmenn eins og til dæmis iðnrekandann, þið vitið þenn- an sem keypti ölið hér um árið sem frægt varð. Hann lét nú eitt af fyrir- tækjum sínum skora á þjóðína að svala nú þorsta sínum á einhverju öðru en brennivíni. Miklu áhrifarík- ara hefði nú sennilega verið að segja að Svalinn sé besta blandið, eða eitthvað í þá áttina. Og ekki má gleyma næturauglýsingunni frá trygg- ingafélaginu sem vinna á gegn ölvun- arakstri, en er því miður svo klúð- ursleg að ekki er með góðu móti hægt að taka hana alvarlega. Hún gerir til dæmis ekki ráð fyrir því að konan geti keyrt (á góðri íslensku er reyndar talað um að aka en ekki keyra), missi maðurinn ökuleyfið. Og svo gerir hún ekki nægilegan greinarmun á ástvinum og vegfar- endum. En líklega geta ástvinir aldrei verið vegfarendur eins og aðrir. • Já, enn ein verslunarmannahelgi er gengin út á haf minninganna, ómælishafið þar sem draumurinn einn ríkir. Og þegar þessi helgi er gengin finnst manni alltaf einhver kaflaskil verða. Maður hefur það alltaf á tilfinningunni að haustið hafi færst einu skrefi nær, og hjartað fyll- ist einhvers konar tregakennd, og þessi tregakennd er ekki hvað síst til staðar þegar sumar á borð við það sem nú er tekið að halla, hverfur á vit eilífðarinnar. En maður huggar sig við það að haustið býr yfir hundrað töfrum einnig, og rómantík hinnar húmdökku ágústnætur er oft á tíðum ómótstæðileg. Og þrátt fyrir hin dökku ský sem hrannast upp á þjóð- lífshimninum þá mun sólin örugglega eiga eftir að skína á ný. Hringrás lífs- ins mun hal>1a áfram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.