Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 5
10. ágúst1984-DAGUR-5 Jónaval i prestkosningum á Dalvík íbúar í Dalvíkurprestakalli ganga að kjörborðinu nk. sunnudag og kjósa sér sóknarprest. í kjöri eru tveir menn, sr. Jón Helgi Þórar- insson og sr. Jón Þorsteinsson. Kosið verður í sóknarkirkjum og eru kjörfundir sem hérsegir. í Dalvíkurkirkju kl. 10-23, í Tjarnar- kirkju kl. 13-18, í Urðakirkju kl. 13-18 og í Vallakirkju kl. 13-18. Frambjóðendurnir tveir hafa að undanförnu unnið kynningarstarf í prestakallinu. Þeir hafa haft viðtalstíma á Dalvík, heimsótt bæi í sveitinni, farið í fyrirtæki og rætt við fólk á förnum vegi. Pá hafa þeir messað í kirkjunum fjórum sem nefndar voru hér að framan. Þeir urðu sammála um það Jón Helgi Þórarinsson og Jón Porsteinsson að gefa fjölmiðlum ekki kost á því að eiga við þá viðtöl og kynna þá ýtarlega fyrir lesendum, en sendu þess í stað frá sér kynningarbækl- inga sem okkur hafa borist í hendur. Fer meginhluti texta þeirra bæklinga hér á eftir: Sr. Jón Helgi Þórarinsson Séra Jón Helgi Þórarinsson er fædd- ur á Akureyri 2. september 1957. Foreldrar hans eru hjónin Þórarinn Halldórsson sláturhússtjóri og Elín Jónsdóttir, kennari. Séra Jón Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1977 og prófi frá Guðfræði- deild Háskóla íslands 1983. Hann stundaði nám við Tónlistar- skólann á Akureyri um 10 ára skeið. Aðalgrein hans þar var orgelleikur en auk þess lagði hann m.a. stund á pílanóleik og kórstjórn. Hann hefur einnig stundað söngnám og sungið í ýmsum kórum, m.a. Passíukórnum á Akureyri og Kór Langholtskirkju. M hefur hann fengist við orgel- og tónmenntakennslu. Séra Jón Helgi hefur starfað við Sumarbúðir Æ.S.K. við Vestmanns- vatn í Aðaldal. Hann er nú formað- ur sumarbúðanefndar og sér um rekstur og framkvæmdir við sumar- búðirnar. Hann hefur átt sæti í æskulýðs- nefnd Þjóðkirkjunnar og starfað sem aðstoðaræskulýðsfulltrúi. Hef- ur hann séð um útgáfu söngbóka fyrir æskulýðsstarfið og vinnur nú að útgáfu barnaplötu á vegum kirkj- unnar. Séra Jón Helgi er formaður nefndar sem biskup skipaði á sl. ári til að vinna að viðbæti við núverandi sálmabók kirkjunnar. Séra Jón Helgi Þórarinsson var vígður haustið 1983 til prestþjón- ustu við Fríkirkjusöfnuðinn í Hafn- arfirði. Kona hans er Margrét Einarsdótt- ir kennari og eiga þau einn son, Hilmar, á öðru ári. Sr. Jón Þorsteinsson Séra Jón Þorsteinsson er fæddur að Kaldrananesi í Strandasýslu 19. febrúar 1946. Sonur hjónanna Þorsteins Matthías- sonar, kennara frá Kaldrananesi og Jófríðar Jónsdóttur frá Ljárskógum í Dalasýslu. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1966 og kandidatsprófi í guð- fræði frá Háskóla íslands vorið 1974. Vetur- inn 1967-68 stundaði hann nám í Handíða- og myndlistaskóla íslands og 1982-83 fram- haldsnám í kennimannlegri guðfræði við Luther Northwestern Theological Seminary í St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Áhersluatriði í því námi voru æskulýðsmál, hjónabands- og fjölskylduráðgjöf og málefni aídraðra. Ennfremur aðstoð við drykkju- sjúka og eiturlyfjaneytendur. 1981 sótti Jón námskeið á Hazelden Foundation í Minne- sota í ráðgjöf og hjáfp við fjölskyldur drykkjusjúkra. Jón vígðist til prestþjónustu í Setbergs- prestakalli á Snæfellsnesi haustið 1974 og hefur gegnt því starfi síðan. Auk preststarfa hefur hann stundað kennslustörf við Grunn- skóla Eyrarsveitar og Tónlistarskóla Eyrar- sveitar í Grundarfirði. í preststarfinu hefur hann gefið sig sérstaklega að æskulýðsmál- um. Hann sat um árabil í æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar og hann hefur myndskreytt og tekið þátt í mótun efnis sem notað er í barnastarfi kirkjunnar. Áhugamál Jóns tengjast myndlist og tónlist. Hann hefur kennt myndmennt í Grundarfirði og hann leikur á gítar og hefur sungið í sönghópum og kórum, meðal annars í Söngsveitinni Fíl- harmoníu undir stjórn Róberts A. Ottósson- ar. Þá ver hann gjarna frítíma sínum til ferðalaga og náttúruskoðunar. Eiginkona Jóns er Sigríður Anna Þórðar- dóttir. Hún er fædd á Siglufirði 14. maí 1946. Foreldrar hennar eru Þórður Þórðar- son, vélstjóri frá Siglunesi og Margrét Arn- heiður Árnadóttir frá Staðarhóli á Dalvík. Jón og Sigríður eiga þrjár dætur, Jófríði Önnu, f. 1967; Þorgerði Sólveigu, f. 1975 og Margréti Arnheiði, f. 1978. Regnfatnaðurinn frá 66° norður bregst ekki, hvað sem á dynur. Eigum ávallt til f lestallar stærðir. Stígvél í úrvali. Gallabuxur karlmanna Stærðir 30-40. Verð kr. 570,- Opið laugardag kl. 10-12. Eyfjörö » Hjalteyrargötai 4 ¦ simi 22275 ¦¦¦¦ Skóladagheimilið Brekkukot Brekkugötu 8, tekur til starfa 1. sept. nk. Þar geta börn á skólaaldri dvalið frá kl. 7.30-17.30. Þau sækja þaðan skóla í heimahverfi sínu, einnig fá þau máltíðir á heimilinu. Auk umönnunar á heim- ilinu fer þar fram kennsla og aðstoðA/ið heima- nám. Upplýsingar fást á Félagsmálastofnun Akureyrar, Strandgötu 19b, sími 25880. Umsóknir þurfa að berast til Félagsmálastofnunar fyrir 25. ágúst nk. Dagvistarfulltrúi. býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 11. ágúst Hljómsveít Finns Eydal, Helena og Alli leika fyrir dansi til kl. 02.00. Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Borðapantanir teknar í síma 22200. Verid velkomin. HOTEL KEA AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.