Dagur - 10.08.1984, Page 6

Dagur - 10.08.1984, Page 6
6-DAGUR-10. ágúst 1984 Vinsældalistarnir: Þó nokkuð af nýjurn lögum Ágætu tónlistarunnendur! í dag eru það vinsældalistarnir frá Sjallanum og Háinu sem ráða ríkjum hér hjá okkur á poppsíð- unni. Þó nokkuð af nýjum lögum er á listanum, sem dæmi um það eru Mickarnir þeir Jagger og Jackson í fimmta sæti, en Yvonne Gage er einnig með nýtt lag í áttunda sæti á H-100 listan- um. Þeir félagar í „Frankie Goes to Hollywood“ eru þaulsætnir á H-100 listanum þessa viku í 10. sæti með lagið Two Tribes en það lag er þegar búið að slá öll met í Englandi þar sem það hefur setið í fyrsta sæti í eina tvo mánuði. í Sjallanum er það HLH-flokk- urinn sem prýðir fimmta sæti list- ans fyrstir íslenskra poppara. Fjögur efstu lögin eru allt lög sem voru á síðasta lista en lögin í fimmta sæti og niður úr eru öll ný og eiga þau eflaust eftir að láta meira að sér kveða. Að lokum viljum við þakka Bernharð Valssyni fyrir grein hans um nýjustu plötu Bruce Springsteen „Born in the U.S.A." Sæl að sinni G.Þ. og S.K. , JSelf control' rokselst ítalska lagið „Self control" er að verða eitt inesta selda lagið á þessu ári. I l'rumútgáfynni með Raffali Riefoli og í bresku útgáfunni með Lauru Branigan sem er nú meðal topp tíu á fimmtán stöðum víðs vegar um heiminn. Fróðir menn segja að lagið geti orðið eitt það mest selda frá upphafi í ítölskum poppút- flutningi. í Bretlandi hefur lagið náð limtalsverðum árangri á fjölda lista. Það er einnig meöal topp 20 í Canada, Vcnezuela, Frakk- landi, Belgíu, Hollandi, Sví- þjóð og að sjálfsögðu í fyrsta sæti í heimalandinu Italíu. Stór- kostlegustu viðtökurnar eru þó í Vestur-Þýskalandi. Þar sem Laura Branigan situr í fyrsta sæti og R.A.F. í öðru. Texta þessa ágæta lags má rekja til þriggja Itala þeirra Steve Picco- lo, Riefoli og Carlo Bigazzi. Bruce Springsteen: Born in the USA: Örugglega ekki það frumlegasta Jæja, þá er hún loksins komin platan með Bruce Springsteen og óralöng og erfið bið að baki, ein fjögur ár held ég, án þess að ljúga miklu en í millitíðinni (’82) kom út platan Nebraska (einstaklings- iplata). En snúum okkur nú að nýju plötunni, Born in the U.S.A., það er ekki alveg laust við að sú plata sé bara helv... skemmtileg. En svona án gamans þá er þetta örugglega ekki frumlegasta plat- an á árinu og það fer heldur ekki ýkja fjarri því að textar í svipuð- um dúr hafi áður komið frá „bossanum" og þykir kannski einhverjum í lagi að hann fari að róa á önnur mið í textagerð. En það er nú bara þannig að þó text- arnir og tónlistin séu ekki ýkja frumleg þá tekst Springsteen allt- af að glæða tónlist sína einhverju lífi og tilfinningu þannig að hann á auðvelt með að draga mig með sér um götur Asbury Park þar sem riddarar götunnar reyna að láta drauma sína rætast. Helstu gallar þessarar plötu finnst mér að Roy Bittan, hinn stórgóði píanóleikari skuli vera farinn að spila á hljóðgervil og hversu lítið heyrist í blámannin- um mikla Clarence Clemons sem blæs svo vel í saxófón. Og svo eitt enn að rólegu lögin, sem komu einna sterkust út á „The River“ mættu hafa verið fleiri á Born in the U.S.A. Bestu lög plötunnar eru, að iVínsældalistatJ H-100 Jump ................... Pointer Sisters Coming Out of Hiding .... Pameia Stanley Self Control .......... Laura Branigan I Won’t Let the Sun Go Down on Me ........................ Nik Kershaw State of Shock ......... Mick Jagger & Michael Jackson They Only Come Out at Night ......................... Peter Brown Farewell My Summerlove ...................... Michael Jackson Doin’ It in a Haunted House ........................ Yvonne Gage ‘J Junior ...................... Talkmen Two Tribes ... Frankie Goes to Hollywood SJALLINN I Won’t Let the Sun Go Down on Me ........................ Nik Kershaw Sad Songs ................. Elton John Wake Me Up before You Go Go .. Wham Self Control ..... Laura Branigan/RAF Vertu ekki að plata mig .. HLH-flokkurinn Ghostbusters ........... Ray Parker jr. They Only Come Out of the Nigt ......................... Peter Brown Susanna ............. The Art Company When Doves Cry ................ Prince What’s Love Got to Do with It? .......................... Tina Turner (-) mínu áliti, Downbound Train, Lrn on Fire. No Surrender, Bobby Jean og skemmtu’ðér. En svona t lokin B.V. GAMMAR Nýverið kom frá Geimsteini fyrsta plata Gamma, en í þeim flokki eru nokkrir þeirra tónlist- armanna sem rekja má til Tón- listarskóla FÍH og þeirrar bless- unarlegu stefnu þar að gefa djass- listinni hér á landi nýtt líf. í þeim skóla hafa einnig komið við þeir Mezzofortestrákar og íslensku sjóbræðslusamtökin, svo eitthvað sé nefnt. Gammar eru Björn Thorodd- sen gítarleikari og Stefán S. Stef- ánsson saxafónblásari (áður höfðingi Ljósanna í bænum), en þeir hafa báðir fullnumast í Bandaríkjunum. Þar eru og Steingrímur Óli Sigurðsson trymbill og Skúli Sverrisson bassi (Pax vobis o.fl.). Aldursforseti Gamma er Þórir Baldursson sem l.s.g. hefur dustað diskórykið af hljómborðunum sínum. Á plötu Gamma á Björn þrjú lög, Stefán þrjú og Þórir tvö. Lög Björns eru einna fjörugust en nokkuð lausbeisluð, þó jafnbetri tónsmíðar en á fyrri plötu hans. Gammadans og Óðurinn eru dæmigerð fjúsjónlög með hljóm- miklum kórum og skiptingum í stíl Mezzoforte. Fuglinn er sér- kennilegri. Ramminn er spönsk- amerísk samba eins og hjá Chick Chorea og þar er einnig stef frá Jobim gamla. Stefán á rólegri lög, ljóðrænni og heilsteyptari, einkum Mistur og Gjálfur. í Bláu skóflunni er andinn frjálsari, en í heild má segja að í þessum lögum sé býsna mikill hreinræktaður djass. Þórir á skemmtilegt lag í hröðum sexskiptum suður-amer- ískum takti, Taktu sex, en Litla stúlka er látlaust smálag, sviplítið fyrst en líður síðar í þægilegum takti. Gammar eru góðir hljóðfæra- leikarar en hvort sem um er að kenna upptöku, pressun eða grammófóninum mínum finnst mér vægi hljóðfæra ekki nógu jafnt. Eins og tíðkast hjá mörg- um fjúsjónsveitum er saxafónn í aðalhlutverki og þar er leikur Stefáns rétt prýðilegur, unun að heyra hvað hann lætur hjóðfærið tala. Flauta fer honum miklu verr. Gítar heyrist heldur lítið nema í einleik og þar hættir Birni sem áður til að hafa kaldan, hol- an og frekjulegan tón. Hljóm- borð eru jafnan sem lágur undir- tónn og hefðu mátt óma meir sums staðar því Þórir hefur efni á að vera minna hæverskur. Trommuleikur Steingríms og ásláttur annar er á plötunni smekklegur og góður og bassi Skúla syngur oftast fagurlega - hann verður þó að vara sig á að rífa sig um of upp úr þíðum köflum. Þessar aðfinnslur eru smámun- ir hjá því sem vel er um þessa plötu. Hún er gleðileg viðbót í safn platna sem eru þess virði að eiga og nota - oft og lengi. Ég hlakka til að heyra meira í Gömmum, á tónleikum og fleiri plötum. - Sverrir Páll

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.