Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 7
- Já, það hefur rignt drjúgt - Páll Svavarsson, mjólkurbússtjóri á Blónduósi með meiru? - Já, það er hann. Sæll sértu, Gísli Sigurgeirs- son á Degi hérna megin. - Já, blessaður, þú ætlar þó jekki að fara að taka viðtal við mig? Jú, það var ætlunin, eigum við ekki að byrja á veðrinu? - Það rignir. Mikið? síðustu daga. Það hefur ekki verið eins gott hjá okkur hér vestur frá í sumar og hjá ykkur Eyfirðingum. Þið eruð aídeilis búnir að hafa það gott, en við erumsvo sem ekki að kvarta. Þetta er búið að vera gott sumar. - Mig minnir að það sé tíðum rok á Blönduósi. - Nei, það er ekki alltaf rok, það er mesti misskilningur. En það er stundum svolítil hafgola síðdegis, en oft eru líka stillur á kvöldin. - Eru bændur heldur að auka mjólkurframleiðsluna? - Nei, ég hygg að bændur á okkar mjólkursvæði haldi í horf- inu þegar upp er staðið eftir árið. Það er jafnvel hugsanlegt að framleiðslan minnki eitt- hvað. En það þykir eflaust ekki fréttnæmt að bændur nái þeim markmiðum sem þeir setja sér. Það er hins vegar haft hátt ef eitthvað ber út af. - Hvað eru margir framleið- endur á þínu svæði? - Okkar svæði er Austur- Húnavatnssýsla og þar eru 79 mj ólkurframleiðendur. - Hvað leggja þeir inn marga lítra á dag? - Það er nú misjafnt hvað kemur inn yfir daginn, allt frá 15 þúsund lítrum upp í tæplega 30 þúsund lítra. - Hvað gerið þið við alla þessa mjólk? - Austur-Húnvetningar drekka hana sem nýmjólk og þeir eru líka mikið fyrir rjóma, skyr, súrmjólk, undanrennu og fleiri mjólkurafurðir. Þannig fer um 20% af hráefninu til neyslu í heimabyggð. Auk þess höfum við samstarf við samlagið á Hvammstanga; leggjum þeim til neysluvörur og hráefni í osta, en þeir framleiða brauðostinn vin- sæla með rauðu skorpunni. Par fara 20% í viðbót af hfáefninu, en þau 60% sem eftir eru fara í smjör og þurrmjólk. - Hvað ergert við þurrmjólk- ina? - Hún er notuð í matvælaiðn- aði, t.d. kjötvinnslu og súkku- laði. - Nú hafið þið virkjað Blöndu óbeint, pakkið „Blöndu" á fernur og sendið í matvöruverslanir? - Já, já, en okkar Blanda er nú gerð úr appelsínuþykkni frá Brasilíu, þannig að hún er ljúf- fengari heldur en þessi eina og sanna Blanda. - Hvernig er salan? - Góð; jöfn og þétt. - Nú framleiða margir slíkan ávaxtasafa, erþetta ekkierfiður markaður? - Jú, því er ekki að neita, sér- staklega er hætt við að Mjólk- ursamlag KEA minnki okkar 10. ágúst 1984 - DAGUR - 7 ,Jíaupið nútt íeyfirekki váði í Laxá" - Páll Svavarsson á línunni hlutdeild í markaðinum hér nyrðra. - Eruð þið ekkert sárir vegna þessarar samkeppni frá öðru samvinnufyrirtæki á Norður- landi? - Mjólkursamlögin eru nátt- úrlega frjáls að því hvað þau framleiða auk mjólkurafurða, en því er ekki að neita að sam- vinna á milli mjólkurbúa mætti vera mun meiri. Hún er í lág- marki eins og er, en ég er viss um að með aukinni samvinnu mætti koma á betri hagræðingu í mjólkuriðnaðinum. - Þú ert mjólkurfræðingur, hvar lærðir þú þá iðn ? - Ég lærði í Þrándheimi í Noregi. - Er það langt nám, hefur aldrei komið til tals að taka upp kennslu áþessu sviði hérlendis? - Námið tekur 2 ár í bók- legum fögum, en síðan eru 1-2 ár í verklegu námi. Nei, ég held að það hafi aldrei verið hugleitt í alvöru að taka upp kennslu í þessu fagi hér á landi. Það yrði of dýr skóli miðað við hvað nemendur yrðu fáir. - Geta íslenskir mjólkur- framleiðendur lært eitthvað af kollegum sfnum í Noregi? - Já, það tel ég. Þar er til dæmis mun betra skipulag á mjólkuriðnaðinum, þar er ekki hver að bauka í sínu horni. Þar eru menn jafnvel skikkaðir til að gera þetta eða hitt, ef það þykír vera til hagsbóta fyrir heildina. - Hvað gerir mjólkurbús- stjórinn ífrfstundum? - Ég er með laxveiðidelluna, en það er nú varla að það taki því að segja frá því, þar sem ég hef ekki fengið nema einn lax í sumar. En það er ef til vill í réttu hlutfalli við laxveiðina í heild. - Þið misstuð Blóndu íhend- urnar á Reykvíkingum? - Já, veiðifélagið okkar hafði haft Blöndu á leigu, en í vor náðu Reykvíkingar henni af okkur. Við teljum að stjórn landeigendafélagsins hafi farið svolítið aftan að okkur þegar samningarnir voru gerðir við sunnanmenn. Ég veit að margir landeigendur vildu gera nýjan samning við okkur, fá hærra leiguverð, en ég held að stjórn félagsins þeirra hafi ekki reynt til þrautar hvort sú leið var fær. En það er ekki þar með sagt að við séum búnir að tapa af Blöndu, því Reykvíkingar leigðu okkur hluta af ánni í sumar. - Er Blanda „húkk-á"? - Ja, það fer eftir því hvað þú kallar „húkk". í bergvatnsá getur veiðimaðurinn séð fiskinn, lagt öngulinn við hliðina á hon- um og húkkað svo. í Blöndu sérðu hins vegar fiskinn aldrei. Það er hins vegar rétt, að laxinn tekur stundum svolítið ein- kennilega í Blöndu, jafnvel með sporðinum, ha-ha-ha, en þar er ekki stunduð húkk-veiði í eigin- legri merkingu. Hins vegar er margt ólíkt með veiði í Blöndu og bergvatnsá. Blönduveiðin er líkari sjóstangaveiði. Það er meira um að vera. Það er líka talað um óþokkaskap þeirra sem veiða í Blöndu, af því að þeir „húkki" laxinn og missi hann jafnvel frá sér stórsærðan. Má ég spyrja; dettur einhverjum í hug að laxi í bergvatnsá, sem hefur kokgleypt þríkrækju og slitið síðan línuna, líði eitthvað betur en laxi í Blöndu, sem öng- ull hefur sært? Ég hef ekki trú á því. - Hvernig er veiði í hún- vetnskum laxveiðiám? - Léleg, nema Laxá í Ásum hefur gefið góða veiði af og til. - Ferð þú þá ekki þar til veiða? - Nei, kaupið mitt leyfir það ekki, mér er sagt að dagurinn þar kosti 15-18 þúsund krónur fyrir stöngina. - Hafðu það þá bara eins og ég, kauptu þér lax. En égþakka þér fyrir spjallið, Páll. Marg- blessaður. - Ég þakka þér sömuleiðis, blessaður- GS ¦ ¦ Okukennsla Kenni á nýjan bíl. Mitsubishi Tredia með vökvastýri. Einnig bifhjólakennsla. Uppl. í síma 23347. Höfum opnað nýja og rúmgóða sólbaðstofu að Flötusíðu 5. Erum með Jumbo Special lampa frá M.A. Intemational. Tímapantanir í súna 25856. Sólbaðstofan Flötusíðu 5. Blaðburðarböm vantar til útburðar fyrir NT í: Myrarnar, Helgamagrastræti, Munkaþverárstræti, Hlíð- argötu, Holtagötu og Lögbergsgötu. Upplýsingar gefa umboðsmenn NT: Soffía s. 24582 og Halldór s. 22594. Stelpur á öllimi aldrí Nú er sumaiii íinu hjá okkur lokið. Byrjum námskeiðin af fullum krafti mánudag 13. ágúst kl. 8.30 e.h. í íþróttahöllinni. Námskeiðin verða mánudaga og fímmtudaga kl. 8.30 e.h. Kennari: Gísli Rafnsson. Námskeiðsgjald kr. 500. / Laxdalshúsi Sælkerahelgi fyrírostaunnendur Á boðstólum m.a.: Óðalskartöflusúpa (nýjar íslenskar kartöflur), ostapinnar, Ostabakki, 5-7 tegundir, ostalambakótilettur m/grænmeti og bakaðri kartöflu, brauðkollur m/sveppaosti. Léttvín og lystaukar. Ostameistari mjólkursamlagsins, Oddgeir Sigurjónsson stjómar aðgerðum. Tonlist fyrir matargesti á laugardagskvöld. Þuríður Baldursdóttir, söngkona, Hrefna Hjaltadóttir lágfiðla og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari flytja tónlist eftir Brahms. Athugið að panta borð í tíma í síma 24490. Sjáumst í ostaskapi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.