Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -10. ágúst 1984 sérstaklega þegar viðrar vel — Dagur í heimsókn hjá Sigurður Jósefsson bóndi í Torfufelli í Saurbæjarhreppi var að gera við girðingar uppi ífjalli er mig bar að garði. Kona hans Svava Friðjónsdóttir og dætur hans voru allar af vilja gerðar að ná sambandi við hann. Ég sagðist ekki vilja setja húsið á annan endann, en Svava sagði að mik- ið þyrfti að ganga á til að húsið fœri á annan endann. Það endaði með því að farið var á dráttarvél upp ífjall og kom Sigurður heim skömmu seinna. Mér hafði á meðan verið boðið upp á kaffi og krœsingar og viðtöl við kvenfólkið á heimilinu. Sigurður tók vel í smáspjall við Dag. Eft- ir kaffið settumst við inn í stofu og svo við- ræðugóður var Sigurð- ur og hafði frá svo mörgu að segja, að ég steingleymdi tímanun. Torfufell er með fremstu bœjum í Eyja- firði og þaðan getur Sigurður fylgst með ferðum manna upp í óbyggðir. Hann ermik- ill áhugamaður um fjallaferðir og öræfin sunnan Eyjafjarðar eru honum kœr. Það er því tilhlýðilegt aðhefja viðtalið á vegagerð upp á þessi örœfi og ferða- lögum Sigurðar þangað. H ,JEttu að heita djöflaslóðir" „Upphaflega fóru menn Vatnahjalla- veg, er þeir voru á leið suður, en hann var ruddur fyrir tilstilli Bjarna Thorarensen amtmanns og lét hann varða alla leiðina suður Kjöl. Sú leið hefur verið kölluð Eyfirðingavegur. Áhugamenn um vegagerð og sögu- legar minjar tóku sig til og hlóðu upp allar höfuðvörðurnar á leiðinni suður að Eyfirðingavaði á Jökulsá og byrj- uðu hjá Vatnahjalla. Þeir hjuggu nafn vörðunnar í stóra stuðlabergs- steina og merktu gamlar vörður. Frumkvöðull að því verki var Þorlák- ur Hjálmarsson í Villingadal. En það voru menn úr Ferðafélagi Akureyr- ar, svokallaðir Vatnahjallamenn með Þorstein Þorsteinsson í broddi fylkingar, sem voru helstu áhuga- menn um bílveg inn á öræfi. Ég fylgdist með starfi þeirra úr fjarlægð. Vatnahjallavegurinn lagðist síðan niður, menn gáfust upp á honum. Hann varð ekki fær fyrr en seint að vori, oft ekki fyrr en í júlí, auk þess var hann mjög grýttur. Það voru eng- ar jarðýtur komnar til sögunnar er hann var gerður. Það var því farið að skimast um eftir öðrum leiðum þar sem leggja mætti veg og varð Hóla- fjall fyrir valinu. Þá er farið upp hjá fremsta bæ í Sölvadal, Þormóðs- stöðum, og þaðan upp hlíðina og norðan á Hólafjallið og síðan eftir fjallinu suður fyrir Eyjafjarðardal- botn. Byrjað var að ryðja Vatna- .hjallaveg árið 1939 en þar stóðu í fremstu röð Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurjón Rist, en þeir börðust mjög fyrir því að hægt yrði að kom- ast suður á bíl. Áður en Hólafjallsvegurinn var tekinn í notkun var Hallgrímur Jón- asson á leið norður Vatnahjalla, en hann var ævinlega lífið og sálin í hverjum hópi. í tilefni af þessari ferð hans orti hann: Okkarleið eryndisleg sem áður völdu drengirgóðir en Eyfirðingar eiga veg er ættu að heita djöflaslóðir. Þótti honum ekki mikið til vegarins koma. Báðir þessir vegir, Vatnahjallaveg- ur og Hólafjallsvegur liggja inn að Laugafelli. Það er oft öskrandi veður þar uppi á brúnunum á meðan veðrið inni á öræfum og niðri í dal er ljóm- andi gott. Þegar sýnt þótti að leiðirn- ar um Vatnahjalla og Hólafjall yrðu seint færar flest sumur fór athygli manna að beinast að Eyjafjarðar- dalnum. Sigurjón Rist hinn gamli Vatnahjallamaður mun hafa orðið fyrstur til að benda á þessa leið í blaði. Nú er leiðin um Eyjafjarðardal ágætlega greiðfær - þó fyrst og fremst hugsuð sem jeppavegur. Höfuðkostir Eyjafjarðardals fram yfir hinar leiðirnar eru meiri veður- sæld, minni brekkur og snjóþyngsli á styttri köflum. Versti snjóakaflinn er Brattahlíðin á framanverðum dalnum, búið er að endurbæta veg- inn upp úr dalnum verulega. Það er töluvert mikið um að fólk sé á leið inn í Laugafell, þangað er mikil ásókn. Það eru um 80 kílómetr- ar frá Akureyri í Laugafell, þaðan liggja vegir til allra átta. Ég hef mikið verið þar á ferð í göngum og einnig hef ég lent í því að fylgja ferða- mönnum þar upp meðan ógreiðfært @ Lína þvert yfir landið Ég hef oft verið að hugsa út í hversu mikla möguleika við íslendingar eig- um ónýtta í sambandi við ferðamál í óbyggðum okkar. Það mætti hugsa sér línu þvert yfir landið, frá Vest- mannaeyjum í suðri og að Grímsey í norðri, þetta væri samfellt kerfi sem lægi um Eyjafjörð. Þessi leið hefur óteljandi möguleika í för með sér fyrir ferðamenn, en til þess að þetta mætti komast á yrði að stórauka þjónustu t.d. á Jökuldal, sem Sunn- lendingar vilja kalla Nýjadal og ég held að sættir hafi orðið um að kalla Nýja-Jökuldal. Ef svona skipulagðar ferðir kæmust á fyrir ferðamenn um óbyggðir íslands myndi ferðamanna- þjónusta vaxa mjög. Og við hérna í Eyjafirði yrðum með, en við höfum hálfpartinn orðið útundan; þetta svæði hérna er ekki í tísku þó er geysimikið að sjá hér allt í kring. Ég hef trú á að þetta yrðu vinsælar ferðir og ef vel væri að þessu staðið mættu ferðamenn vel við una. Það er bara eitt í þessu; mér hefur fundist sem ferðaskrifstofur erlendis geri of mik- ið úr góða veðrinu uppi á öræfum, þar sé alltaf logn og blíða, sumarsól. Það verður að gera mönnum grein fyrir því að hætta er á að þeir hreppi tvísýn veður. Það mætti svo vel hugsa sér að gera ýmis frávik frá þessari meginlínu sem ég var að tala um því valkostirn- ir eru vissulega margir og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á þessari leið. Já, ég er áhugamaður um ferðamál og hef ögn haft veður af þeim. Ég er meðlimur í Ferðafélagi Akureyrar en hef því miður ekki haft tíma til að ferðast með því á undanförnum árum vegna anna við búskapinn. Ég hef gaman af að fylgjast með fjalla- mönnum sem koma hér niður og hef haft af þeim einhver afskipti. 0 Ætlaði suður á götuskónum Það eru líklega um 30 ár síðan hing- að komu nokkrir franskir-jöklarann- sóknamenn frá þeim fræga skóla Sor- bonne eða Svartaskóla og báðu þeir mig að flytja sig suður að Laugafelli á hestum. I flutningana þurftum við 17 hesta undir klyfjum, svo mikill var farangur þeirra og þurftum við að fara þrisvar upp Vatnahjalla. Hest- arnir voru óvanir trússaflutningi og þetta var mjög erfitt. Við vorum tveir sem tókum þetta að okkur og stálum manni með til að létta undir. Við vorum í þessari ferð á annan sól- arhring, sem annars er um 7-8 tíma ferð að minnsta kosti með lausa hesta, og það var orðin nokkur ókyrrð í byggð því menn héldu að maðurinn væri týndur. En hann skil- aði sér og allt var í stakasta lagi. Þessir menn gerðu skýrslu um störf sín hér á landi og fyrir nokkrum árum kom hingað næsta kynslóð fræðimanna við Svartaskóla að feta í fótspor fyrirrennara sinna. Þeim fannst þetta sérstök ferð og voru forvitnir. Við greiddum aðeins fyrir þeim, en þeir þurftu enga fylgd, það er ekkert þrekvirki að ganga upp í Laugafell. Eitt sinn kom hingað þýskur ná- ungi um miðjan október og ætlaði að ganga suður. Var hann á götuskón- um einum saman og leist okkur illa á fyrirhugaða ferð hans og þótti hann lítt undir langar göngur búinn. Við gátum talið hann af þessari ævintýra- mennsku og var hann okkur þakidát- ur fyrir og sendi kveðju er hann var kominn heill á húfi heim til Þýska- lands aftur. Þetta var læknanemi, sem hafði einhvers konar líkamsupp- byggingu sem aðalgrein og gerði hann óspart tilraunir á sjálfum sér og átti þetta að vera einn liður í henni. Áður hafði hann synt yfir Fjörðinn og var að ég held fyrstur manna til þess, ósmurður. Reynslan mikilvœg En okkur þótti leitt að eitt sinn gát- um við ekki afstýrt óhappi. Hingað komu Englendingar tveir og ætluðu i suður yfir. Voru þeir vel búnir og sögðust nú vel geta legið í fönn L vikutíma ef svo bæri undir. Þeir; höfðu talað við björgunarsveitir og annar þeirra sagðist hafa gengið í kringum Hofsjökul og það hefðii gengið vel. Við höfðum samband við enska konsúlinn á Akureyri og kom okkur saman um að best væri að taka ekki af þessum mönnum ráðin. Þeiri lögðu því upp og gekk vel framan af,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.