Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR -10. ágúst 1984 G*^z:z^,uða;n °g °fnbökuðu blórnkáf8JaS°SU sftr°nukrydduð„■ 'að‘w^<ZíZSZ'^. °gsalati m SVcPPu k , jdnsDOgí^ffi aalega i gegn. -----Ineima^íydal-QgWiómsvek------- flýkoHwip-heim-fró iVIaHorea-skemmteT- ’*~r*i*} JlpiðJiUUBJO. iSmnmdáair-B3 ..D-*—- --.j ^^-ÉQjojoa^^^gÍBff3K^£lúéiöinlfcttlJ^ÖX;00. *rn+;?f+*& itetggftttrlt ». 'MT »» . í.'rf ,\5*-TT-C*V C.v4^.i»r.;»wý4óíi^w^ „Ég get ekki annað en verið ánœgður með þetta mót, sem sannaði enn frekar ágœti Sörla míns, sem mérsjálfum hefur ekki verið dulið lengi. Hann átti þarna marga myndarlega af- komendur í fremstu röð og ein dóttir hans, Tinna, var kjörin fal- legasti hestur mótsins. Og mikið andskoti var hún flott maður, þessi brúna, og svo er hún líka flugvökur. “ Þetta hafði Sveinn Guðmunds- son, hrossakóngur á Sauðár- króki, að segja að afloknu hesta- mannamótinu á Vindheimamel- um um síðustu helgi. Við höfum þegar sagt frá íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem var stærri hluti mótsins, en auk þess fór fram á Vindheimamelum „Hesta- mót Skagfirðinga 1984“. 0 Sörli eftirsóttur Sörli frá Sauðárkróki er senni- lega með frægustu stóðhestum landsins um þessar mundir, að öðrum kjörgripum ólöstuðum. Hann var upphaflega í eigu Sveins Guðmundssonar, en fór síðan suður yfir heiðar og þar á hann margar dætur og syni. Nú er Sörli í eigu Hrossaræktunar- sambands Skagfirðinga og í sum- ar hefur hann verið að leika sér í stóði Sigurðar Snæbjörnssonar á Höskuldsstöðum. En ekki voru þar eingöngu merar Sigurðar, því færri en vildu gátu komið merum sínum í hólfið til Sörla. Hann vill nefnilega sinna sínum merum vel og vendilega og tekur því ekki í mál að hafa hjá sér fleiri en 40 samtímis. En nú er von til þess að úr þessu rætist, því líkur eru á því að Sörli verði hér til haustsins. „Við vissum af mörgum, sem vildu koma merum sínum til Sörla, en áttu þess ekki kost,“ sagði Sveinn. „Þess vegna vildum við leyfa Eyfirðingum að hafa hann fram á haustið, ef það skyldi vera hægt að hressa upp á hrossastofninn þeirra. Það vantar svo sem ekki brjóstgæðin í okkur Skagfirðingana,“ sagði Sveinn og hló dátt. Og víst getur Sveinn verið ánægður með Sörla, því hann átti afkomendur í fremstu röð á Vindheimamelum um helgina. Enda er það dauður maður sem ekki hrífst af glæsileik hestsins og þegar slíkur gripur leggur lag sitt við flestar fallegustu merar lands- ins er ekki að spyrja um útkom- una. 0 Sjaldséðar gráar núorðið En þessi Sörlaþáttur var nú útúr- dúr. Við höfum áður sagt frá ís- landsmótinu í hestaíþróttum í Degi, en nú er rétt að greina frá helstu úrslitum á móti þeirra heimamanna. í alhliða gæðingakeppninni sigraði Fiðla Jóseps Sigfússonar á Sauðárkróki. Það gladdi mig að sjá ljóst hross í verðlaunasæti, því satt best að segja finnst mér brúni liturinn vera orðinn óþarf- lega ráðandi í íslenska hrossa- stofninum. Það er svo sem ekki að furða, þar sem nokkrir kyn- sælustu stóðhestarnir eru brúnir. En hvað um það, Fiðla hans Jós- eps fékk 8,11 í aðaleinkunn. Hún er 5 vetra, undan Leista frá Álftagerði, en hesturinn sá er í eigu Hrossaræktunarsambands Skagfirðinga. Ingimar Ingimars- son á Hólum sýndi merina. En það var mjótt á munum, því Blær Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki varð í 2. sæti og fékk 8,09 í einkunn. Og Blær er systursonur Sörla, sonur Hrafn- hettu hans Guðmundar Sveins- sonar. Og hann er líka nátengdur Sörla í föðurættina, því hann er sonur Gusts Sörlasonar 923. Sveinn átti Gust upphaflega, en seldi hann í Höfða í Borgarfirði. „Ég ætlaði mér ekki að selja Myndir og texti: GS Dúddi frá Skörðugili stóð sig vel á Evrópu-Brúnku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.