Dagur - 10.08.1984, Side 11

Dagur - 10.08.1984, Side 11
10. ágúst 1984 - DAGUR - 11 Fiðla fór á kostum undir Ingimari Ingimarssyni frá Hólum þennan hest, taldi mig setja það hátt verð á hann þegar um hann var beðið, að enginn vildi kaupa. En ég var tekinn á orðinu og varð þar með af hestinum. Ég hef allt- af séð eftir því og ég sé líka eftir því að liafa gelt Blæ, en við þessu er ekkert að gera úr því sem komið er,“ sagði Sveinn um þessa gæðinga. Guðmundur Sveinsson sýndi hestinn. í 3. sæti varð Flugsvinn Jó- hanns Friðgeirssonar á Hofi. Hún er undan Hrafni frá Holts- múla og meri frá Krossanesi og er 8 vetra gömul. Flugvökur og myndarleg hryssa. Hún fékk 8,06 í aðaleinkunn. 0 Dúddi krœkti sér í skeifu Albína hans Jón Friðrikssonar á Vatnsleysu stóð efst af klárhest- um þeirra Skagfirðinga. Það var galli á keppnisskránni, að upp- runa gæðinganna var hvergi getið. En mér var sagt af kunnug- um, að þessi meri Jóns sé komin út frá Voðmúlastaða-Lýsing. í öðru sæti varð Krummi Frið- bjargar Vilhjálmsdóttur frá Sauðárkróki, sem Bjarni Braga- son sýndi. í þriðja sæti kom síðan Evrópu-Brúnka hans Sigurjóns Jónassonar, sem betur er þekktur undir nafninu „Dúddi á Skörðu- gili“. Dúddi sýndi merina sína sjálfur og stóð sig með sóma, eins og honum er líkt. Hann fékk í verðlaun gullskeifu á tréplötu og hafði þá á orði, að nú væri hægt að járna á Skörðugili. í unglingaflokki sigraði Inga María Stefánsdóttir frá Hólum á Dyljá. í öðru sæti varð Björn Jónsson frá Vatnsleysu á Pan- dóru og Helgi Ingimarsson varð í þriðja sæti á Sokka. Á mótinu fóru einnig fram veg- legar kappreiðar, þar sem fót- fráustu hross landsins reyndu með sér, enda vegleg verðlaun í boði, að upphæð samtals 104 þús- und krónur. En því miður, mér hefur ekki enn tekist að draga úrslitin út úr Skagfirðingum. - GS Inga María og Björn Jónsson sigruðu í unglingaflokki Jón Friðriksson frá Vatnsleysu á Albínu Skagflrðingar veittu sigurvegurum vegleg verðlaun Bæjakeppni Hin árlega bæjakeppni Funa og unglingakeppni verður á Melgerðismelum laugardaginn 18. ágúst og hefst kl. 14. Opið hús á Melunum um kvöldið. Reiðnámskeið Námskeið fyrir unglinga og aðra verður á Melgerðis- melum 12.-17. ágúst. Leiðbeinandi Jón Matthíasson. Þátttaka tilkynnist í síma 31146 eða 24942 fyrir hádegi á laugardag. Nauðungaruppboð Laugardaginn 11. ágúst 1984 kl. 14.00 verður haldið nauðungaruppboð að Gránufélagsgötu 4, 2. hæð Akureyri, eftir kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs. Þar verður seldur lager af fatnaði. Hér er um að ræða jakkaföt, jakka, stakka, frakka, peys- ur, skyrtur, skíðabuxur, skíðasett, buxur, herða- tré, nærbuxur, sundskýlur, efnisstranga, hanska, stuttbuxur, bolir, trefla, húfur, rennilásastatíf, stat- íf undir föt, peningakassa, afgreiðsluborð úr gleri og 4 saumavélar. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn Akureyri, 31. júlí 1984 Sigurður Eiríksson aðalfulltrúi. Ritstjórn - Auglýsingar - Afgreiðsla Sími 24222 Aðstoðarlæknir Aðstoðarlæknir óskast sem fyrst við Kristnesspít- ala til starfa í a.m.k. fjóra mánuði frá 1. sept. nk. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra Kristnesspítala fyrir 20. ágúst nk. Uppl. gefur yfirlæknir í síma 96-31100. Kristnesspítali. Eiginmaður minn, JÓN STEINAR MARINÓSSON, rafvirkjamelstari, er andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 5. þessa mánaðar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Borghildur Sólveig Ólafsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.