Dagur - 10.08.1984, Page 15

Dagur - 10.08.1984, Page 15
10. ágúst 1984 - DAGUR - 15 Mikið um dýrðir í Laxdalshúsi Um helgina verður mikið um dýrðir í Laxdalshúsi. Á laugar- daginn verður þar heilmikill Vivaldi-konsert, annað hvort úti í garðinum eða inni, allt eftir því hvernig blæs. Flytj- endur verða Óliver Kentish, Aðalheiður Matthíasdóttir, fiðla, Gréta Baldursdóttir, fiðla, Gyða Halldórsdóttir, píanó, Dagbjört Ingólfsdóttir, fagot, Rún Halldórsdóttir, altblokkflauta, Sigurjón Hall- dórsson, klarinet, Hólmfríður Þóroddsdóttir, óbó og Þórar- inn Stefánsson, píanó. Einnig mun starfshópurinn Svartfugl verða með torgstemmningu í garðinum. Á laugardagskvöldið munu Þuríður Baldursdóttiur, alt- sópran, Hrefna Hjaltadóttir, lágfiðluleikari og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari, flytja lög eftir Brahms fyrir matargesti. Auk þessa eru tvær sýningar í Laxdalshúsi; Hörður Jör- I undsson sýnir vatnslitamyndir og Margrét Jónsdóttir sýnir muni úr keramik. Borðljóðið að þessu sinni er eftir Jón Er- lendsson og er það tileinkað Laxdalshúsi. Rúsínan í pylsu- endanum er svo ostakynning, sem Oddgeir ostameistari Sig- urjónsson hjá Mjólkursamlagi KEA verður með, sennilega hvoru tveggja; á laugardags-og sunnudagskvöld. Unglingamót ífrjákm íþróttwn Unglingamót í frjálsum íþrótt- um verður haldið á Árskógs- velli helgina 11.-12. ágúst. Mótið hefst kl. 13.00 báða dagana. Keppt verður í þrem- ur flokkum drengja og stúlkna 16 ára og yngri. HalH og Laddi ásamt félögum í Dynheimum um Mgfria Það verður mikið um dýrðir í Dynheimum um helgina, en staðurinn hefur verið opnaður aftur eftir myndarlegar breyt- ingar og endurbætur, sem gerðar hafa verið á húsakynn- um hans í sumar. Raunar byrja herlegheitin með uppákomu HLH-flokks- ins í göngugötunni seinnipart föstudagsins, en til uppákom- unnar koma flokksmenn ak- andi í gömlum og virðulegum drossíum í samfylgd mótor- hjólahersveitar. Síðan verður hörkudansleikur í Dynheim- um um kvöldið, þar sem HLH-flokkurinn sér um stuðið. Á laugardaginn verður síðan bryddað upp á nýjung í Dynheimum. Þá verður barna- skemmtun, já, raunar er réttara að kalla það fjölskyldu- skemmtun, þar sem HLH- flokkurinn sér um skemmti- atriði. Og það þarf ekki að taka það fram, að þeir félagar og bræður, Halli og Laddi, til- heyra HLH-flokknum og ef- laust eru þeir Eiríkur Fjalar og Þórður gamli húsvörður einnig með í ferðinni. HLH-flokkurinn á fleygiferð Liðsmenn HLH-flokksins landsfræga, þeir Halli, Laddi og Björgvin Halldórsson • hyggjast hertaka Akureyri með stæl um helgina, og gang- ast fyrir stanslausum uppá- komum í dag og á morgun. Þeir byrja í dag en þá aka þeir í miðbæinn kl. 17.00 í fylgd mótorhjóla en sjálfir verða kapparnir í opnum bíl og HLH-músíkin á útopnu. Leiðin mun liggja í Vöruhús KEA þar sem þeir ætla að árita nýju plötuna sína og á eftir taka þeir lagið í Hafnar- stræti. í kvöld skemmta þeir í Sjall- anum en þeir mæta þangað vegna fjölda áskorana eftir að hafa slegið í gegn s.l. sunnu- dag á fjölunum þar. Þeir skemmta allir saman, bræð- umir ætla síðan að sprella ör- lítið einir og sér og Björgvin hyggst taka lagið með hljóm- sveit Ingimars Eydal sem nú er mætt í klakann eftir að hafa skemmt á Mallorca í nokkurn tíma. Á laugardag mætir HLH- flokkurinn á leik KA og Þórs á Akureyrarmótinu á aðalvelli kl. 14.00. Þeir afhenda fyrir- liðum liðanna plötur fyrir leik- inn, og í hálfleik halda þeir sýnikennslu í því hvernig framkvæma skal vítaspyrnur en það er ein af sérgreinum þeirra. Aftur liggur leiðin í Sjallann um kvöldið og þar verður sama prógram og í kvöld. Sem sagt, þeir verða á ferð og flugi á Akureyri í dag og á morgun. Eyðir einum lítra á hverja hundrað rnetra Einn af þeim sem verður með í sandspyrnunni við Hrafnagilsskóla um helgina er Bragi Finnboga- son. Hann keppir á Pontiac Firebird sem hefur verið breytt verulega með sandspyrnu- og kvartmílukeppni í huga. „Ég byrjaði að fikta við hann 78, “ segir Bragi. „Það var svo upp úr ’80 að ég fór að breyta honum í þá átt sem hann er núna. Nei, blessað- ur vertu, ég hef ekki hugmynd um hvað margar vinnustundir liggja íhonum. “ Vélin í bílnum er ekki beinlínis af smærri gerð- inni. „Hún myndi sóma sér ágætlega í vörubíl. En ég er hræddur um að eyðslan hentaði ekki til atvinnu- reksturs. Þegar hún er und- ir álagi eyðir hún einum lítra á hverja hundrað metra,“ segir Bragi. Bætir því við að að undanförnu hafi hann átt í dálitlu basli með vélina - hún eyddi heldur litlu bensíni og það kæmi fram sem minni kraftur. Þegar bíliinn var ræstur fór nágrennið að nötra sökum hávaðans. Þegar tíðindamaður Dags settist inn fékk hann strax á til- finninguna að bíllinn ætlaði að detta í sundur - allt lék á reiðiskjálfi. Bragi benti á að þetta væri ekkert miðað við það sem gengi á þegar í keppni væri komið. Svo var gefið inn, bremsurnar háðu hatramma baráttu við vélina, bíllinn spólaði og þegar bremsum var slegið af stökk bíllinn af stað svo að tíðindamaður þrýstist aftur í sætið og fékk á til- finninguna að hann væri í flugyél í flugtaki. Mótorinn orgaði, bíllinn geystist áfram og ég gerði mér ekki grein fyrir neinu fyrr en Bragi hægði aftur ferðina. Svo fórum við aðra bunu, bremsurnar í erfiðisvinnu á meðan dekkjunum var smurt á malbikið - og svo kom viðbragðið, eins og að fá mörg hundruð tonna trukk í rassinn og ég hélt ég væri orðinn samgróinn sæt- inu. Svei mér ef ég var ekki pínu ringlaður þegar við stigum út úr Eldfuglinum og ég þakkaði Braga fyrir „rúntinn“. - KGA Benrn sand- spyma á ktugardag Sandspyrnan Bílabúð Benna verður haldin að Hrafnagili á laugardaginn. Það er Bíla- klúbbur Akureyrar sem stend- ur fyrir þessari keppni og er þetta í annað sinn þetta árið sem sandi er spyrnt á vegum Bílaklúbbsins. Þarna verða mættir allir kraftmestu bílar landsins og þeir sem hafa áhuga á að vera með geta haft samband við Svein Rafnsson í síma 26989. Þessi keppni hefur verið ár- legur viðburður hjá þeim í Bílaklúbbnum og í hittifyrra gerðu þeir stóra hluti, settu Evrópumet og hvað eina. Það er því ekki að vita nema met fjúki á laugardaginn. Undanrásir hefjast klukkan tíu um morguninn, en til úr- slitakeppni verður blásið klukkan tvö. Það er um að gera að mæta um morguninn, enginn þarf að kvíða því að maginn verði tómur, skammt frá keppnisstaðnum er Blóma- skálinn Vín, þar sem Sand- spyrnukaffi verður á boðstól- um. Verðlaun eru óvenju vegleg, stórglæsilegir bikarar, sem eru til sýnis í útstillinga- gluggum Vöruhúss KEA. íþrótír um helgina Leikur Þórs og KA í Akureyr- armótinu í knattspyrnu sem fram fer á aðalveliinum kl. 14.00 á morgun er mesti knatt- spyrnuviðburðurinn á Norður- landi þessa helgi, og reyndar er fátt um fína drætti í móta- bókinni góðu. Leikur KA og Þórs verður án efa hörkuleikur. Nú leika liðin aðeins einn leik, og það . lið sem sigrar fær 2/3 af allri ' innkomu á leikinn. Bæði liðin munu því leggja kapp á að sigra og hljóta titilinn “besta knattspyrnufélag Akureyrar 1984“ auk peninganna. Af öðrum viðburðum má nefna að nú stendur yfir úr- slitakeppni fslandsmótsins í 5. flokki. Keppnin fer fram á Ak- ureyri og lýkur á sunnudag. Golf Eitt stórmót er um helgina, en það er Opna Húsavíkurmótið. Mótið hefst kl. 9.00 í fyrramál- ið og verða þá leiknar 18 holur og síðari 18 holurnar verða svo leiknar á sunnudaginn. Leikið er með og án forgjafar í karla-, kvenna- og unglingaflokki og er búist við mörgum golfurum á Húsavík um helgina. Landsmót kristniboðs- vina Landsmót Kristniboðsvina verður haldið hér á Akureyri nú um helgina og hefst á föstu- dag, en þangað koma fulltrúar víðs vegar að af landinu til að ræða málefni kristniboðsins bæði hér á landi og erlendis. En á föstudags- og laugar- dagskvöld verða almennar samkomur í Lundarskóla í tengslum við kristniboðsmót- ið, sem hefjast kl. 20.30, en þar mun norskur æskulýðsleið- togi, Gunnar Hamnöy predika og er það mjög athyglisvert, sem hann hefur fram að færa, svo að fólk er hvatt til að koma og hlusta á hann.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.