Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 16
____Opið á BAUTA______ frá Id. 9.00 - 23.30 alla daga Opið í SMIÐJU alla daga frá kl. 12.00 - 14. 00 og frá kl. 18.30 .BAUTINN - SMIÐJAN, „Þetta er vel þekkt erlendis og kallast þar „stand by“ sagði Árni Sigurðsson í söludeild Flugleiða í samtali við Dag, um svokallaða „hoppmiða“ sem Flugleiðir bjóða nú far- þegum á flugleiðunum Reykja- vík-Akureyri og Akureyri- Reykjavík og byrjað var að selja í gær. „Þetta er til reynslu hjá okkur um óákveðinn tíma,“ sagði Árni. „Þetta er fyrir farþega sem ekki hafa bókað sig í flug, þetta er hálft fargjald, 780 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn 2-12 ára og miðarnir eru aðeins seldir aðra leiðina. Farþegar geta mætt 60 mínútum fyfir brottför og þeir taka þá númer sem síðan verður afgreitt eftir þegar að brottför kemur. Hoppmiðarnir munu gilda í flug frá Reykjavík til Akureyrar með síðustu vél á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og frá Akureyri til Reykjavíkur með fyrstu vél á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hoppmiðarnir verða ekki seldir bókuðum farþegum né heldur biðlistafarþegum," sagði Árni. gk~- Hótel Húsavík: Nýting betri en í fyrra „Þetta hefur verið gott sumar hvað ferðamenn áhrærir,“ sagði Auður Gunnarsdóttir hótelstjóri á Hótel Húsavík er við spurðum hana hvernig rekstur hótelsins hefði gengið í sumar. „Nýting hjá okkur í júlí var t.d. miklu betri en í fyrra, og ég hugsa að það muni einum 14%. Ég tel að það sé ekki alfarið veð- urfarið sem veldur þessu, það er meira um að hópar séu á ferðinni en var í fyrra og þá skiptir veðrið ekki svo miklu máli, þeir koma hvernig sem viðrar. Pessi gang- andi umferð sem við köllum hef- ur einnig verið mikil." „Það er sama sagan hjá ykkur þarna fyrir norðan og verið hefur frá því í júlí- byrjun, sunnan- og suð- vestanátt framundan,“ sagði veðurfræðingur í morgun. „Það verður meira og minna bjart og sæmilega hlýtt, kannski smárigning í dag en þurrt úr því,“ bætti hann við. ,Þetta var lærdómsríkt og gagnlegt ferðalag“ - Alcan-hópurinn kom úr álveraskoðunarferðinni til Kanada í morgun „Þetta var mjög lærdómsríkt og gagnlegt ferðalag og það var margt sem kom mér á óvart,“ sagði Tryggvi Gíslason, skóla- meistari, nýkominn úr heim- sókn til Kanada á vegum Alcan, þar sem m.a. voru skoðaðar tvær álverksmiðjur. Hópurinn sem fór utan í kynn- isferð Alcan kom til Akureyrar skömmu eftir átta í morgun eftir vel heppnaða ferð. Aðalstöðvar Alcan eru í Quibeck og í St. John héraðinu var hópurinn í tvo daga. „Við skoðuðum í fyrsta lagi ál- ver sem er 40 ára gamalt og svo skoðuðum við nýtt álver, sem var tekið í notkun á þessu ári. Þar er mikill munur á. Okkur var tekið vel og fólk var opinskátt og ein- lægt í viðræðum og margt kom mér á óvart. Náttúrufarslegar og félagslegar aðstæður eru mjög ólíkar þarna og hér, en tækni- legur aðbúnaður í þessum verk- smiðjum er gerólíkur því sem við þekkjum úr Straumsvík. Alu- suisse virðist vera 40 árum á eftir tímanum tæknilega. Meira að segja 40 ára gamalt álver Alcan virðist tæknilega fullkomnara en álverið í Straumsvík. Hins vegar get ég lítið sagt um náttúrufarsleg og félagsleg atriði að svo komnu máli,“ sagði Tryggvi Gíslason. / kröppum dansi. Mynd: GS Flugvel FN á Bíldudal: Vængur af „Rauðku“ fluttur vestur - og vélinni síðan flogið til Bretlands til viðgerðar „Það komu hingað tveir bresk- ir flugvirkjar s.I. þriðjudag og þeir undirbúa það hér á landi að vél okkar sem hlekktist á á Bfldudal verði ferjuflogið til Bretlands þar sem endanleg viðgerð á henni mun fara fram,“ sagði Sigurður Aðal- steinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands í sam- tali við Dag. „Þeir gerðu við vænginn af „Rauðku" og hann fór síðan með skipi til Bíldudals þar sem hann verður settur á vélina. Það er ekki vitað hvað það tekur langan tíma né heldur viðgerðin úti en við erum að vonast til þess að verða búnir að fá vélina í gagnið um jólin. Þessir Bretar eru hér á vegum tryggingafélagsins. Þeir buðu okkur tvo kosti, annað hvort að þeir greiddu okkur áætlaðan við- gerðarkostnað eða að þeir önnuðust viðgerðina alveg og við völdum síðari kostinn og erum aðeins að aðstoða þessa Breta hér. Við höfum verið með algjöran lágmarksflota í sumar því báðar Twin Otter vélar okkar hafa ver- ið í leiguflugi á Grænlandi fyrir danska aðila. Við höfum verið með tvær vélar hér heima sem taka 9 farþega hvor og eina sem tekur 5 farþega. Það styttist hins vegar í að vélarnar á Grænlandi komi heim, þær verða báðar komnar um 20. ágúst.“ - Hvernig hefur ykkur gengið að sinna ykkar flugi með þremur vélum? „Alveg merkilega vel. Reynd- ar hefðum við sennilega einstaka sinnum fengið fleiri farþega ef Twin Otter vélarnar hefðu verið hérna en það hefur verið mjög lítið um að við höfum þurft að neita viðskiptum.“ - Þið hafið þurft að nota Mitsubishi vélina mikið þrátt fyr- ir að hún sé óhagkvæm á styttri flugleiðum? „Já, sú vél hefur verið mikið notuð en við höfum reynt að nota hana að jafnaði í lengri flugleiðir á ísafjörð og Egilsstaði. Annars er vélin á söluskrá og það er farið að bera á því núna að henni sé sýndur áhugi. Það gæti þó tekið nokkurn tíma að selja hana, við bíðum bara rólegir," sagði Sig- urður Aðalsteinsson. gk-. '____ ‘ -Æi. Nýkomíð Sængurveraefni, léreft og damask. Sængurverasett. Gluggatjaldaefni í úrvali. af fataefnum. Glansefnin koma eftir helgina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.