Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -13. ágúst 1984 Hefurðu farið í ferðalag í sumar? Hanna Sigurðardóttir: Það er lítið. Fór í sumarbústað í eina viku. Lilja Sigurðardóttir: Ég er í Skagafirðinum á sumr- in og fer til Akureyrar í kaup- staðarferðir, en ég kalla það ekki ferðalög. Svandís Stefánsdóttir: Já, ég var að koma úr ferða- lagi austan úr Kelduhverfi. Guðlaugur Helgi Sigurjóns- son: Já, ég var að koma hingað, ég á heima í Keflavík. Elísa Jónsdóttir: Já, já, ég fór hringveginn. „Eg er fæddur íFlóanum, uppalinn í RangárvaUa- sfslu, en þeir segja að ég sé orðinn Þingeyingur, enda hei ég búið hér síð- an 1944 og Þingeyingar eru mérað skapi," sagði Óskar Ágústsson, íþróttakennari og hótel- stjóriá Laugum, ísamtali við Dag. Óskar kom til Lauga sem íþróttakennari 1944 og um 1948 tók hann að sér rekstur sumar- hótels á staðnum, sem Héraðs- skólinn hefur rekið á hverju sumri síðan og alla tíð hefur Ósk- ar á Laugum verið við stjórnvöl- inn. Fyrir hans tíð hafði verið sumarhótel á Laugum, en þá rek- ið á reikning hótelstjórans. „Þegar ég byrjaði hér með hótelið voru ferðalög að færast í aukana, ekki síst hópferðir, en þá var erfitt að fá inni fyrir stóra hópa í sveitum," sagði Óskar. „Skólarnir þóttu henta vel til þessara hluta og auk þess var mikil aðsókn í sundlaugina okkar, sem er elsta innilaug landsins. Hér þurfti því að vera maður til taks yfir sumarmánuð- ina, þannig að ákveðið var að stíga skrefið til fulls og reka hér sumarhótel. Hótelið er í þrem húsum og alls höfum við yfir að ráða 70 her- bergjum, þar sem rúmast um 150 næturgestir. Allur aðbúnaður hér hefur stórbatnað á undanförnum árum. Til að byrja með voru til dæmis engir vaskar á herbergjun- um, en nú hefur verið bætt úr því og herbergin hafa verið gerð betur úr garði að öðru leyti. Ann- ar aðbúnaður hér í skólanum, sem er einn elsti héraðsskóli landsins, hefur verið bættur ár frá ári, enda hefur aðsóknin auk- ist jafnt og þétt." - Hvað starfa margir við hótelreksturinn? „Hér starfa að jafnaði um 15 manns og ég hef verið einstak- lega heppinn með fólk, fæ sama fólkið ár eftir ár. í sumar eru hér „pingeyingar mér að skani" Rætt við Óskar Ágústsson, íþróttakennara og hótelstjóra á Laugum til dæmis ekki nema tveir nýliðar. Það er mér ákaflega mikils virði að hafa gott starfsfólk, sem gengur að hverju verki með já- kvæðu hugarfari. Slíkt er mikils- vert í þessari atvinnugrein því gestirnir eru fljótir að finna and- rúmsloftið meðal starfsfólksins. Það er líka eftirtektarvert hvað samskipti við fararstjóra ganga miklu betur í seinni tíð. Þeir eru betur undir starf sitt búnir nú en áður var og við höfum líka upp á meira að bjóða." - Hvernig hefur aðsóknin ver- ið í sumar? „Mjög góð, það má heita að hótelið hafi verið fullnýtt undan- farnar vikur. Gallinn er bara sá, að tímabilið er allt of stutt. Ferðamannastraumurinn er ekki kominn almennilega í gang fyrr en í byrjun júlí og um miðjan ágúst er þetta búið. Því miður, en við þyrftum með einhverjum ráðum að lengja ferðamannatím- ann." - Hvaðan koma þínir gestir? „Þeir koma víða að, en lang- mest er um útlendinga í hópferð^ um. Það er lítið um að landinn komi hér við á ferðum sínum. Þeir fara frekar á Eddu-hótelin eða að Mývatni, en þessi hótel hafa verið auglýst betur upp en við höfum gert." - Hverju þakkar þú vaxandi aðsókn? „í fyrsta. lagi hefur verið betra veður í sumar hér á Norðurlandi heldur en við h.öfum átt að venjast undanfarin ár. Að vísu hefur aðsóknin hjá okkur aukist ár frá ári og aldrei hafa komið fleiri en í sumar. En auðvitað hefur veðrið sín áhrif." - Hvað með aðstöðu fyrir þá sem vilja tjalda og sofa í sínum svefnpokum? „Hér er líka séð fyrir þörfum þeirra, því hér er ágætt tjaldstæði og á loftinu í gamla íþróttahúsinu okkar er svefnpokapláss. Á neðri hæðinni hefur hins vegar verið innréttaður bíósalur með upp- hækkuðu gólfi og föstum sætum. Þar eru nú bíósýningar einu sinni í viku." - Eftir hótelstjórn í nær 40 ár þarf varla að spyrja hvort starfið sé skemmtilegt? „Já, þetta er skemmtilegt starf, fyrst og fremst vegna þess hvað það er lifandi og fjölbreytt. Það eru alltaf að koma nýir og nýir gestir og enginn dagur er öðrum líkur. Auðvitað getur þetta verið þreytandi stundum, þegar illa gengur, en sem betur fer kemur það sjaldan fyrir." - Hvað gerir hótelstjórinn í frístundum? „Ég á sjaldan frístundir og ég hef sloppið við allar tómstunda- bakteríur, eins og' "bókasöfnun, laxveiði eða annað slíkt. Mér líð- ur best ef ég hef nóg að gera, hafi ég það ekki líður mér ekki vel. Þess vegna er ég oftast síðastur í rúmið og fyrstur á fætur. Ég vinn ekki á vöktum." - Ef hótelið fyllist, áttu þá innhlaup einhvers staðar í ná- grenninu? „Já, ég hef um það bil 10-20 herbergi í bakhöndinni, hér á næstu bæjum. Sveitungar mínir hafa alltaf verið liðlegir að hjálpa til. Og þeir spyrja ekki um hvað þeir fái fyrir, þeir hugsa eingöngu um að leysa vandann," sagði Óskar Ágústsson í lok samtals- ins. Eiginkona Óskars er Elín Friðriksdóttir, Skagfirðingur að ætt, en kom ung nemandi að Laugum. Síðar var hún þar húsmæðrakennari og sér nú um afgreiðslu Pósts og síma á staðn- um ásamt manni sínum. - GS Óskar Ágústsson á Laugum. Hr. ritstjóri! í Degi þann 1. ágúst sl. var birt bréf frá Önnu Jónu Jónsdóttur þar sem hún gagnrýndi þá ákvörðun að flytja heimsend- ingaþjónustu Kaupfélags Eyfirð- inga úr kjörbúðinni Hafnarstræti 91 í verslun félagsins Höfðahlíðl. Rétt er að gera Önnu, sem og þeim sem málið snertir, grein fyr- ir því af hverju þessi þjónusta var flutt á milli verslana. Kjörbúðin við Höfðahlíð getur boðið upp á alla vöruflokka sem tíðkast í kjörbúðum, en um slíkt er ekki að ræða í Hafnarstræti 91. Sem dæmi má nefna að nú geta viðskiptavinir, sem vilja notfæra sér heimsendingaþjónustuna, fengið ferskan fisk og ófrosið kjöt, en í Hafnarstræti 91 er að- eins hægt að fá frystar kjöt- og fiskafurðir. Umrætt atriði, þ.e. meira vöruúrval, vó þungt er ákvörðun var tekin um flutning- inn. Eins og Anna rak sig á þurfa þeir sem búa utan bæjarmark- anna, og nota heimsendingaþjón- ustuna, að panta vörur fyrir kl. 10 á morgnana en móttaka pant- ana hefst kl. 8 f.h. Þær pantanir sem berast eftir kl. 10 eru af- greiddar næsta dag. Á sínum Heimsendingaþjonustan verður að vera tímabundin - Athugasemd frá Áskeli Þórissyni, blaðafulltrúa KEA tíma voru þessi tímamörk kynnt í KEA-fregnum og nú hafa þau einnig verið auglýst í Degi. Að sögn Brjáns Guðjónssonar, deildarstjóra Matvörudeildar, hafa viðskiptavinir ætíð þurft að vera búnir að panta fyrir kl. 10 f.h., en meðan heimsendinga- þjónustan var í Hafnarstræti 91 var ekki, vegna nálægðar við Bögglageymslu, gengið mjög strangt eftir að pantanir hefðu borist fyrir umræddan tíma. Eftir að heimsendingaþjónustan var flutt í Höfðahlíð reyndist nauð- synlegt, vegna fjarlægðar frá Bögglageymslu, a'ð framfylgja settum tímamörkum. Síðast en ekki síst er það brott- farartími áætlunarbifreiða frá Bögglageymslu sem gerir það að verkum að heimsendingaþjónust- an verður að vera bundin við ákveðinn tíma. Fyrsti bíllinn fer af stað kl. 11 f.h. og aðrir um og eftir hádegi. Eins og hverjum og einum má vera ljóst er ekki hægt að miða afgreiðslutíma á vörum til íbúa í einstökum hreppum við brottfarartíma viðkomandi áætl- unarbifreiða. Slíkt myndi óhjá- kvæmilega valda vandræðum og verulegu óhagræði. Starfsfólk Höfðahlíðar þarf og tíma til að pakka því sem pantað er og fer best á því að öllum pöntunum sé ekið í einu til Bögglageymslunn- ar. í bréfi sínu segir Anna að heimsendingaþjónustan sé í „þeirri búð sem vörurnar séu langdýrastar". Að sögn Brjáns Guðjónssonar, deildarstjóra Matvörudeildar, var vöruverð í Höfðahlíð í hærri kantinum í síð- ustu verðkönnun. Brjánn sagði að það væri síður en svo ástæða til að ætla að slíkt endurtæki sig, en tók jafnframt fram að neyt- endur mættu ekki bera saman vöruverð í almennum kjörbúðum við það sem tíðkast í markaðs- verslunum s.s. Hrísalundi. Flutningur heimsendingaþjón- ustunnar var liður í þeirri við- leitni að draga úr kostnaði við hana og auka þó á fjölda þeirra vöruflokka sem neytendur geta valið úr. En þessa þjónustu, þ.e. þá hlið sem snýr að þeim sem búa utan Akureyrar, verður að miða við brottfarir áætlunarbifreið- anna og að sjálfsögðu er höfð hliðsjón af þeirri sem fyrst fer. Að lokum skal þess getið að Kaupfélag Eyfirðinga annast ekki rekstur umræddra áætlunar- bifreiða utan einnar. Virðingarfyllst, f.h. Kaupfélags Eyfirðinga Áskell Þórisson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.