Dagur - 13.08.1984, Page 3

Dagur - 13.08.1984, Page 3
13. ágúst 1984 - DAGUR - 3 SIEMENS heimiiistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. QRAF NYLAGNIR VIOGEROIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Johannes Þorðarson, yfírlogregluþjonn a Siglufírði. Rólegt miðað við fyrri tíð — Lögreglan á Siglufirði heimsótt „Það er allt í rólegheit- um hjá okkur, fólk er orðið svo rólegt, já, já, það held ég nú, það er fremur lítið að gera.“ Það er Jóhannes Þórð- arson, yfírlögreglu- þjónn á Siglufírði sem svo mælti, er blaða- menn Dags litu inn á lögreglustöðina á dögunum á ferð sinni um Siglufjörð og Fljótin. - Þú ert líklega búinn að vera lengi lögregluþjónn á Siglufirði? „Já, ég er búinn að vera lög- regla hér á Siglufirði í 40 ár, byrj- aði 1944. Pá vann ég hjá bænum, þeir borguðu lögreglumönnunum kaup þá, en nú er ríkið búið að taka yfir þetta allt og það er ágætt. Við fluttum í þetta hús- næði 1956, vorum áður í Gós- húsi. Alfons Jónsson, lögfræð- ingur átti þetta hús og fleiri hérna á staðnum, hann átti hér síldar- verksmiðjur og fleira.“ - Það stendur til að byggja nýja lögreglustöð, er ekki svo? „Jú, jú, það stendur til, eftir ekki mjög langan tíma. Það hús á að vera áfast við Ráðhúsið. Það er samt ekkert þröngt um okkur hérna, þetta er bara orðið gamalt. Þegar við fluttum í þetta húsnæði 1956 var þetta ein besta lögreglustöð á landinu. Við gát- um verið með 10 fangaklefa, en þeir eru lítið notaðir núna, eru flestir orðnir fullir af drasli.“ - Ert þú innfæddur Siglfirð- ingur? „Já, það er ég, er fæddur hér og uppalinn. Þegar ég var ungur fór ég til Akureyrar að læra járnsmíði í Vélaverkstæði Val- mundar, sem var gegnt Hótel KEA. Þetta var á stríðsárunum og ég bjó í Gránufélagsgötu, skammt frá Jóa Konn. Ég hætti svo í járnsmíðinni og lenti þá í þessu þegar ég kom heim aftur 1944.“ - Eruð þið eitthvað með rad- armælingar? „Já, það er nú af og til, hérna í kring, aðallega vestur eftir. Við eigum ekki tæki, en fáum það lánað frá Akureyri. Það er til tæki sem átti að ganga á milli Ól- afsfjarðar, Sauðárkróks, Blöndu- óss og Siglufjarðar, en við sjáum það sjaldan. Það er svolítið erfitt þegar svo margir eiga að vera með eitt tæki.“ - Hvað eru margir lögreglu- þjónar hérna? „Við erum 6 fastráðnir. Það er ekki vakt allan sólarhringinn, það er aldrei vakt allan sólar- hringinn þar sem er fámenn lög- regla eins og hér. Við höfum sím- svara á kvöldin og nóttunni og það er lítið hringt. Það er svo ró- legt hérna.“ - Það hefur líklega verið meira að gera hérna á síldarárun- um? „Já, það er lítið og rólegt að gera núna miðað við fyrri tíð. Þegar ég byrjaði var bætt við tveimur lögregluþjónum og þar með vorum við orðnir 7 og það var varla nógur mannafli. Á næstu árum var svo smábætt við mönnum og vorum við orðnir 14 um tíma. Þetta er orðið allt ann- að núna. Það er ekki laust við að maður sakni þessara ára, það var alltaf svo mikið líf og fjör. Ef kom bræla komu öll skipin inn og þá var mikið að gera hjá okkur. Siglufjörður á síldarárunum er ein mesta hjúskaparmiðlun sem um getur, fólkið kom alls staðar af landinu og þetta giftist misk- unnarlaust.“ - Nú er verslunarmannahelgin nýbúin, var mikið að gera hérna þá? „Nei, það var nú ekkert sér- staklega mikið, þó voru böll hér þrjú kvöld í röð. Það var ekki mikið af aðkomufólki, hér var þó hópur fimmtugra Siglfirðinga, þetta er fólk sem er fætt hér, en flestir eru fluttir burt. Fertugir Siglfirðingar voru svo hérna vik- una á undan. Það voru engin vandræði með böllin, unglingarn- ir hérna eru bara eins og annars staðar, þau eru hvorki betri eða verri en aðrir unglingar. Ég get sagt ykkur það að hérna þekkjast varla innbrot og þjófnaðir,“ sagði Jóhannes í lok spjallsins. - HJS Okkar árlega sumarútsala á barnafatnaði hefst mánudaginn 13. ágúst í versluninni Horninu í Sunnuhlíð Mjög mikill afsláttur A Kaupangi • sími 26866, Sunnuhltð, sími • 22866

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.